Spennan í kanslarakapphlaupinu magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. apríl 2021 21:36 Armin Laschet (t.v.) og Markus Söder (t.h.) funduðu í dag vegna kosninganna í september. Þeir hafa báðir gefið kost á sér til embættis kanslara. EPA-EFE/CLEMENS BILAN Spenna færðist í kapphlaupið um embætti kanslara Þýskalands í dag þegar Markus Söder, ríkisstjóri Bæjarlands og formaður Kristilegra demókrata í Bæjarlandi (CDS), tilkynnti framboð sitt til embættisins í dag. Armin Laschet, formaður Kristilegra demókrata (CDU), hefur þegar gefið kost á sér í embættið. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“ Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Angela Merkel, Þýskalandskanslari, hefur sinnt embættinu frá árinu 2005 en hún hefur ákveðið að stíga til hliðar í komandi kosningum í haust. Markus Söder sagði í dag að hann væri tilbúinn til þess að stíga inn í embættið hljóti hann stuðning íhaldsmanna um land allt. Keppinautur hans, Armin Laschet, var í byrjun árs kjörinn formaður Kristilegra demókrata og er nú ríkisstjóri Norðurrínar-Vestfalíu. Forsvarsmenn flokkanna tveggja, CDS og CDU, funduðu í dag vegna málsins. Flokkarnir eru sameinaðir í alríkisstjórnmálum í Þýskalandi og munu þeir því aðeins bjóða fram einn kandídata til kanslaraembættisins saman. Ákvörðunar má vænta á næstu dögum. „Við Markus Söder ræddum málið ítarlega fyrir daginn í dag. Við höfum báðir lýst yfir vilja okkar til þess að bjóða okkur fram til kanslara,“ sagði Laschet á blaðamannafundi í dag. Söder tók undir þetta og sagði að þeir væru báðir vel til embættisins komnir og báðir viljugir til að fylla í skó Merkel. „Það sem er mikilvægast í þessu er að við berum báðir mikla virðingu hver fyrir öðrum. Og ég vil segja þetta: sama hver verður valinn í lokin munum við vinna mjög vel saman.“
Þýskaland Kosningar í Þýskalandi Tengdar fréttir Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33 Mest lesið „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Innlent Fleiri fréttir Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Sjá meira
Flokkur Merkel tekur dýfu í sambandslandskosningum Samkvæmt útgönguspám munu Kristnir Demókratar, flokkur Angelu Merkel Þýskalandskanslara, tapa sambandslandskosningum í Baden-Württemberg og Rínarland-Pfalz. Þetta er mikið högg fyrir flokkinn en kosningarnar eru sagðar gefa til kynna hvernig þingkosningar muni fara í haust. 14. mars 2021 18:33