Vill tvo leikmenn til viðbótar en ekki tilbúinn að sækja hvern sem er Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. apríl 2021 08:01 Rúnar segir KR-inga vera leita að erlendum leikmönnum. Stöð 2 Sport Rúnar Kristinsson, þjálfari KR í Pepsi Max deild karla í knattspyrnu, væri til í að fá tvo leikmenn til viðbótar í lið sitt en vill vanda valið. Þetta kom fram í útvarpsþættinum Fótbolti.net á X977 um helgina. Í viðtalinu kom fram að Rúnar væri til í að styrkja KR-liðið með tveimur leikmönnum, þá helst varnar- eða miðjumönnum. Fram á við telur hann lið sitt vera nægilega vel mannað. Rúnar er þó ekki tilbúinn að taka sénsinn á hverjum sem er og segir að leikmennirnir verði að styrkja annars öflugan leikmannahóp KR. Hann játti því að KR-ingar væru aðallega að leita út fyrir landsteinana. „Ég vil vera viss í minni sök, það er ekki saman að sækja útlending sem sleppur svo ekki í lið og það kostar okkur peninga. Við eigum ekki að taka pláss af íslenskum strákum fyrir leikmenn sem eru að berjast um það að komast í liðið. Erlendir leikmenn eiga að vera með bestu leikmönnum liðsins,“ sagði Rúnar í viðtalinu. Rúnar sagði einnig að ekki hefði komið til greina að bjóða Almarri Ormarssyni samning þó hann hafi æft með félaginu í tvo mánuði. Almarr Ormarsson í baráttunni við tvo leikmenn Cork City á sínum tíma.vísir/luke duffy „Almarr var að standa sig gríðarlega vel en ég hafði ekki pláss fyrir hann. Ég vil ekki vera fá Almarr til mín og láta hann sitja á bekknum í 15 leiki og koma inn í sjö leikjum, eða þá byrja honum í þremur og koma honum inn í átta. Hann á að vera að spila finnst mér og þá vil ég frekar eiga þetta pláss fyrir yngri stráka,“ sagði Rúnar aðspurður út í þennan fyrrum leikmann KR sem samdi við Val fyrir tímabilið. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Viðtalið við Rúnar byrjar eftir tæplega hálftíma. Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti.net Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Í viðtalinu kom fram að Rúnar væri til í að styrkja KR-liðið með tveimur leikmönnum, þá helst varnar- eða miðjumönnum. Fram á við telur hann lið sitt vera nægilega vel mannað. Rúnar er þó ekki tilbúinn að taka sénsinn á hverjum sem er og segir að leikmennirnir verði að styrkja annars öflugan leikmannahóp KR. Hann játti því að KR-ingar væru aðallega að leita út fyrir landsteinana. „Ég vil vera viss í minni sök, það er ekki saman að sækja útlending sem sleppur svo ekki í lið og það kostar okkur peninga. Við eigum ekki að taka pláss af íslenskum strákum fyrir leikmenn sem eru að berjast um það að komast í liðið. Erlendir leikmenn eiga að vera með bestu leikmönnum liðsins,“ sagði Rúnar í viðtalinu. Rúnar sagði einnig að ekki hefði komið til greina að bjóða Almarri Ormarssyni samning þó hann hafi æft með félaginu í tvo mánuði. Almarr Ormarsson í baráttunni við tvo leikmenn Cork City á sínum tíma.vísir/luke duffy „Almarr var að standa sig gríðarlega vel en ég hafði ekki pláss fyrir hann. Ég vil ekki vera fá Almarr til mín og láta hann sitja á bekknum í 15 leiki og koma inn í sjö leikjum, eða þá byrja honum í þremur og koma honum inn í átta. Hann á að vera að spila finnst mér og þá vil ég frekar eiga þetta pláss fyrir yngri stráka,“ sagði Rúnar aðspurður út í þennan fyrrum leikmann KR sem samdi við Val fyrir tímabilið. Þáttinn má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Viðtalið við Rúnar byrjar eftir tæplega hálftíma.
Fótbolti Pepsi Max-deild karla KR Íslenski boltinn Fótbolti.net Mest lesið Harmur Egypta gæti orðið Íslendingum til happs Handbolti Rotta hljóp um á grasinu á Old Trafford í miðjum leik Enski boltinn „Það hjálpar ekki neitt“ Handbolti Króatísk goðsögn segir Dag og Cindric hafa lent í rifrildi Handbolti Gætið ykkar: Nýi Balic sem fékk ekki númerið hans Arons Handbolti Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Hitað upp í Zagreb fyrir risaleik við Slóvena Handbolti Spjót beinast að Degi sem segir orðróm um rifrildi rangan Handbolti Strákarnir okkar gætu verið ofar og neðar en Slóvenar á sama tíma Handbolti Í beinni: Slóvenía - Ísland | Leikur sem skiptir öllu máli Handbolti Fleiri fréttir Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira