Hyggjast losa kælivatnið úr Fukushima Daiichi í sjóinn eftir tvö ár Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2021 08:35 Umhverfissinnar mótmæla fyrirætlunum stjórnvalda um að losa geislamengað vatn í Kyrrahafið. epa/Jeon Heon-Kyun Stjórnvöld í Japan hyggjast hefja losun meðhöndlaðs geislamengaðs vatns úr Fukushima Daiichi-kjarnorkuverinu í sjóinn eftir tvö ár. Losuninni hefur verið frestað ítrekað, meðal annars vegna mótmæla veiðimanna á svæðinu og nágrannaríkja. Tíu ár eru liðin frá því að 9 stiga jarðskjálfti, sá stærsti í sögu Japan, reið yfir og kom af stað flóðbylgju sem varð um 20 þúsund manns að bana. Sjór flæddi yfir kjarnorkuverið og sló út vararafstöðvar, með þeim afleiðingum að bráðnun átti sér stað í þremur kjarnakljúfum. Hið mengaða vatn sem um ræðir var notað til að kæla kljúfana og hefur verið geymt á tönkum. Það verður ekki látið renna út í sjó fyrr en það hefur verið meðhöndlað og hreinsað af geislavirkum efnum, fyrir utan þrívetni, sem er ekki sagt hættulegt mönnum í litlu magni. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans verður þrívetnismagnið undir viðmiðunarmörkum eftir hreinsunina. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, segir losunina ekki munu valda neinum skaða. Hún er talin munu taka einhverja áratugi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa hins vegar áhyggjur af fyrirætlunum Japana og hafa hvatt til aukinnar gegnsæi og samvinnu. Segja þau Japani ekki hafa leitað allra leiða til að losa vatnið á sem öruggastan hátt. Japan Náttúruhamfarir Kjarnorka Tengdar fréttir Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira
Tíu ár eru liðin frá því að 9 stiga jarðskjálfti, sá stærsti í sögu Japan, reið yfir og kom af stað flóðbylgju sem varð um 20 þúsund manns að bana. Sjór flæddi yfir kjarnorkuverið og sló út vararafstöðvar, með þeim afleiðingum að bráðnun átti sér stað í þremur kjarnakljúfum. Hið mengaða vatn sem um ræðir var notað til að kæla kljúfana og hefur verið geymt á tönkum. Það verður ekki látið renna út í sjó fyrr en það hefur verið meðhöndlað og hreinsað af geislavirkum efnum, fyrir utan þrívetni, sem er ekki sagt hættulegt mönnum í litlu magni. Samkvæmt tilkynningu frá skrifstofu forsætisráðherrans verður þrívetnismagnið undir viðmiðunarmörkum eftir hreinsunina. Rafael Mariano Grossi, framkvæmdastjóri Alþjóða kjarnorkustofnunarinnar, segir losunina ekki munu valda neinum skaða. Hún er talin munu taka einhverja áratugi. Stjórnvöld í Suður-Kóreu og Kína hafa hins vegar áhyggjur af fyrirætlunum Japana og hafa hvatt til aukinnar gegnsæi og samvinnu. Segja þau Japani ekki hafa leitað allra leiða til að losa vatnið á sem öruggastan hátt.
Japan Náttúruhamfarir Kjarnorka Tengdar fréttir Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15 Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44 Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37 Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Rólegheitaveður á páskadag Innlent Fleiri fréttir Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Sjá meira
Áhrifa hamfaranna á Japan gætir enn áratug síðar Fleiri en fjörutíu þúsund manns geta enn ekki snúið til síns heima vegna geislunar eftir kjarnorkuslysið í Fukushima nú þegar áratugur er liðinn frá því að sterkur jarðskjálfti og flóðbylgja gekk yfir Japan. Íbúar hamfarasvæðanna syrgja enn þúsundir ástvina sinna sem fórust. 11. mars 2021 06:15
Ætla að veita geislavirku vatni út í Kyrrahafið Yfirvöld í Japan ætla að veita rúmlega milljón tonnum af geislavirku vatni úr Fukushima kjarnorkuverinu út í sjó. Nærri því áratugur er liðinn frá því að kjarnorkuverið skemmdist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011. 16. október 2020 10:44
Tafir á hreinsunarstarfinu í Fukushima Yfirvöld Japan hafa endurskoðað áætlun varðandi hreinsun á svæðinu við kjarnorkuverið í Fukushima. Tafir hafa orðið á fjarlægingu þúsunda eldsneytisstanga sem eru í kælilaugum í kjarnorkuverinu. 27. desember 2019 10:37
Munu þurfa að losa geislavirkt vatn frá Fukushima út í Kyrrahafið Yoshiaki Harada, umhverfisráðherra Japans, segir að umsjónaraðili kjarnorkuversins í Fukushima, sem eyðilagðist í kjölfar jarðskjálfta og flóðbylgju árið 2011, muni innan þriggja ára þurfa að losa geislavirkt vatn út í Kyrrahafið. 10. september 2019 11:49