Frá þessu er greint á Facebook-síðu Eldfjallafræði og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. Sjá má að nýju gígarnir er norðan við fyrsta og þar með syðsta gíginn í gígaröðinni.
Hópurinn birtir myndband af nýju gígunum, en samkvæmt upplýsingum frá jarðvakt Veðurstofunnar er um að ræða tvo eða jafnvel þrjá nýja gíga. Þeir opnuðust rétt fyrir klukkan níu í morgun.
Verið sé að funda um málið og verði send út tilkynning síðar í dag.