Rauður dregill er ekki það sem Strætó þarf Jónas Elíasson skrifar 13. apríl 2021 15:01 Baráttu borgarlínusinna er stjórnað af félagi sem kallar sig Félag um bíllausan lífsstíl eða eitthvað álíka. Félagið hefur þegar fengið tilfærslur á nokkrum strætóbiðstöðvum framgengt til að tefja enn frekar fyrir bílaumferð en orðið er. Að öðru leyti hefur því orðið lítið ágengt í tafaaðgerðum. Nú stendur hins vegar til að taka stærri og metnaðarfyllri skref í þá veru með borgarlínunni. Borgarlína „lite“ með einni undantekningu Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 18. september 2018 gengur borgarlínan út á „hágæðakerfi almenningssamgangna“ og hefur sem kunnugt er verið kynnt sem nýtt og byltingarkennt kerfi með það hátt þjónustustig fyrir notendur að það standist samkeppnina við einkabílinn. Kerfið hefur sætt umtalsverðri gagnrýni og lögðu samtök áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS, samgongurfyriralla.com) fyrir nokkru fram tillögu að BRT-lite almenningssamgöngukerfinu sem ódýrari, raunhæfari og skilvirkari valkost við borgarlínuna. Nú ber hins vegar svo við að borgarlínan, eins og henni er lýst í frummatsskýrslu vegna 1. áfanga, er orðin eins og BRT-lite kerfið að því undanskildu að enn er haldið fast við hinn svonefnda „rauða dregil“ – en svo hefur fyrirhugað sérrými fyrir strætó í umferðinni verið nefnt. Stjórnvöld virðast því hafa fallið frá fyrri áætlunum um að keppa um hylli almennings á grundvelli gæða og þjónustu. Þess í stað verður þrengt enn frekar að almennri umferð með því að leggja tvær miðjuakgreinar undir strætó á þeim akbrautum sem því verður við komið, s.s. á Miklubraut og Suðurlandsbraut. Váleg tíðindi fyrir skattgreiðendur Tillaga ÁS gerir ráð að sérrými fyrir Strætó verði lagt á hægri hlið akbrauta eftir því sem þörf krefur, eins og gert hefur verið á Miklubraut. Slík er þó ofurtrú bíllausa félagsins á rauða dregilinn, að þessum miðjuakreinum er ætlað að koma í stað mislægra gatnamóta. Má í þessu sambandi nefna, að Miklubraut væri nú án umferðarljósa, hefðu upphaflegar skipulagsáætlanir um mislæg gatnamót gengið eftir. Bílaumferð þar væri því að verulegu leyti laus undan þeim miklu töfum sem hafa í vaxandi mæli einkennt Miklubraut á undanförnum árum. Varlega áætlað kostar dregillinn 40 milljarða króna. Hér eru því váleg tíðindi á ferð fyrir skattgreiðendur, en ekki aðeins mun þessi rándýra framkvæmd hafa auknar umferðartafir í för með sér, heldur mun svigrúm Strætó bs til að veita betri þjónustu skerðast að verulegu leyti. Hin svokallaða „lausn“ eykur því enn frekar á vandann, sem er ærlegur fyrir. Strætó bs sett í vonlausa stöðu Í skýrslunni Borgarlínan - 1. lota forsendur og frumdrög (október 2020) hefst umfjöllun um BRT sem almenningssamgöngukerfi í opinberunarstíl, en endar á því að gömlu vagnarnir, mest olíuvagnar sem eyða 45 l/100km, verði áfram í notkun. Rauði dregillinn hafi verið settur í forgang og annað bíði betri tíma. Þetta er vonlaus staða fyrir Strætó og samkeppnina við einkabílinn. Tilgangslaus offjárfesting í rauðum dregli fyrir 40-80 milljarða króna breytir engu þar um, ekki nema auknum umferðartöfum sé í raun og veru ætlað að verða almenningi hvatning til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó? Það sem Strætó vantar sárlega er fjármagnsinnspýting svo koma megi rekstrinum í viðunandi horf og hefja kaup á nýjum og hagkvæmari rafmagnsvögnum. Deila má um hversu mikil þessi innspýting í bæjarsamlagið þarf að vera, en 800 milljónir króna gæti verið nærri lagi. Það eina sem eftir stendur Borgarlína bíllausa félagsins hefur verið 10 ár í undirbúningi með litlum sem engum árangri fyrir almenning en margs konar kvalræði fyrir Reykjavíkurborg. Sem dæmi um það má nefna samskipti borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar á árunum 2010 – 2014, þegar mislæg gatnamót voru felld út úr gildandi skipulagi í algjörri andstöðu við Vegagerðina. Óþolinmæði borgaryfirvalda nú er skiljanleg en ekki skynsamleg. Sú hætta gæti því raunverulega verið til staðar að rokið verði af stað án frekari umhugsunar. Kjarni málsins er sá, að rauði dregillinn er það eina sem stendur eftir af upphaflegu borgarlínunni. Án hans verður ekkert úr borgarlínunni - ekkert hryggjarstykki hágæða almenningssamgangna, ekkert vörumerki, engin slagæð eða annar dýrðarljómi úr frumdragaskýrslunni - bara sami gamli díseloílustrætóinn og áður. Varðhundur skattgreiðenda? Bara 1. lota dregilsins mun, sem dæmi, rýra flutningsgetu á A-V ási þjóðvegakerfis höfuðborgarsvæðisins um 10-15%. Sú rýrnun leiðir svo aftur af sér um 30% hækkun á tafakostnaði á þessari leið, sem jafngildir um 6 milljarða króna kostnaði fyrir einstaklinga og atvinnulíf á ári. Heildarumferðatafir nema því líklega um 30-50 milljörðum króna á ári, eða meir. Því miður virðist nýráðinn framkvæmdastjóri Betri Samgangna ohf. hafa mislesið heldur hressilega stöðu mála, ef marka má nýlegt viðtal í Morgunblaðinu (8. apríl sl.). Ömurlegar afleiðingar rauða dregilisins í auknum umferðartöfum munu éta upp þessa sögulegu offjárfestingu á aðeins einu ári, nái þessar áætlanir fram að ganga. Glæsilegur árangur hjá „varðhundum skattgreiðenda“ á Betri samgöngum ohf. Höfundur er rannsóknarprófessor H.Í. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Samgöngur Borgarlína Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Baráttu borgarlínusinna er stjórnað af félagi sem kallar sig Félag um bíllausan lífsstíl eða eitthvað álíka. Félagið hefur þegar fengið tilfærslur á nokkrum strætóbiðstöðvum framgengt til að tefja enn frekar fyrir bílaumferð en orðið er. Að öðru leyti hefur því orðið lítið ágengt í tafaaðgerðum. Nú stendur hins vegar til að taka stærri og metnaðarfyllri skref í þá veru með borgarlínunni. Borgarlína „lite“ með einni undantekningu Samkvæmt samþykkt borgarstjórnar frá 18. september 2018 gengur borgarlínan út á „hágæðakerfi almenningssamgangna“ og hefur sem kunnugt er verið kynnt sem nýtt og byltingarkennt kerfi með það hátt þjónustustig fyrir notendur að það standist samkeppnina við einkabílinn. Kerfið hefur sætt umtalsverðri gagnrýni og lögðu samtök áhugafólks um samgöngur fyrir alla (ÁS, samgongurfyriralla.com) fyrir nokkru fram tillögu að BRT-lite almenningssamgöngukerfinu sem ódýrari, raunhæfari og skilvirkari valkost við borgarlínuna. Nú ber hins vegar svo við að borgarlínan, eins og henni er lýst í frummatsskýrslu vegna 1. áfanga, er orðin eins og BRT-lite kerfið að því undanskildu að enn er haldið fast við hinn svonefnda „rauða dregil“ – en svo hefur fyrirhugað sérrými fyrir strætó í umferðinni verið nefnt. Stjórnvöld virðast því hafa fallið frá fyrri áætlunum um að keppa um hylli almennings á grundvelli gæða og þjónustu. Þess í stað verður þrengt enn frekar að almennri umferð með því að leggja tvær miðjuakgreinar undir strætó á þeim akbrautum sem því verður við komið, s.s. á Miklubraut og Suðurlandsbraut. Váleg tíðindi fyrir skattgreiðendur Tillaga ÁS gerir ráð að sérrými fyrir Strætó verði lagt á hægri hlið akbrauta eftir því sem þörf krefur, eins og gert hefur verið á Miklubraut. Slík er þó ofurtrú bíllausa félagsins á rauða dregilinn, að þessum miðjuakreinum er ætlað að koma í stað mislægra gatnamóta. Má í þessu sambandi nefna, að Miklubraut væri nú án umferðarljósa, hefðu upphaflegar skipulagsáætlanir um mislæg gatnamót gengið eftir. Bílaumferð þar væri því að verulegu leyti laus undan þeim miklu töfum sem hafa í vaxandi mæli einkennt Miklubraut á undanförnum árum. Varlega áætlað kostar dregillinn 40 milljarða króna. Hér eru því váleg tíðindi á ferð fyrir skattgreiðendur, en ekki aðeins mun þessi rándýra framkvæmd hafa auknar umferðartafir í för með sér, heldur mun svigrúm Strætó bs til að veita betri þjónustu skerðast að verulegu leyti. Hin svokallaða „lausn“ eykur því enn frekar á vandann, sem er ærlegur fyrir. Strætó bs sett í vonlausa stöðu Í skýrslunni Borgarlínan - 1. lota forsendur og frumdrög (október 2020) hefst umfjöllun um BRT sem almenningssamgöngukerfi í opinberunarstíl, en endar á því að gömlu vagnarnir, mest olíuvagnar sem eyða 45 l/100km, verði áfram í notkun. Rauði dregillinn hafi verið settur í forgang og annað bíði betri tíma. Þetta er vonlaus staða fyrir Strætó og samkeppnina við einkabílinn. Tilgangslaus offjárfesting í rauðum dregli fyrir 40-80 milljarða króna breytir engu þar um, ekki nema auknum umferðartöfum sé í raun og veru ætlað að verða almenningi hvatning til að skilja bílinn eftir heima og taka strætó? Það sem Strætó vantar sárlega er fjármagnsinnspýting svo koma megi rekstrinum í viðunandi horf og hefja kaup á nýjum og hagkvæmari rafmagnsvögnum. Deila má um hversu mikil þessi innspýting í bæjarsamlagið þarf að vera, en 800 milljónir króna gæti verið nærri lagi. Það eina sem eftir stendur Borgarlína bíllausa félagsins hefur verið 10 ár í undirbúningi með litlum sem engum árangri fyrir almenning en margs konar kvalræði fyrir Reykjavíkurborg. Sem dæmi um það má nefna samskipti borgaryfirvalda og Vegagerðarinnar á árunum 2010 – 2014, þegar mislæg gatnamót voru felld út úr gildandi skipulagi í algjörri andstöðu við Vegagerðina. Óþolinmæði borgaryfirvalda nú er skiljanleg en ekki skynsamleg. Sú hætta gæti því raunverulega verið til staðar að rokið verði af stað án frekari umhugsunar. Kjarni málsins er sá, að rauði dregillinn er það eina sem stendur eftir af upphaflegu borgarlínunni. Án hans verður ekkert úr borgarlínunni - ekkert hryggjarstykki hágæða almenningssamgangna, ekkert vörumerki, engin slagæð eða annar dýrðarljómi úr frumdragaskýrslunni - bara sami gamli díseloílustrætóinn og áður. Varðhundur skattgreiðenda? Bara 1. lota dregilsins mun, sem dæmi, rýra flutningsgetu á A-V ási þjóðvegakerfis höfuðborgarsvæðisins um 10-15%. Sú rýrnun leiðir svo aftur af sér um 30% hækkun á tafakostnaði á þessari leið, sem jafngildir um 6 milljarða króna kostnaði fyrir einstaklinga og atvinnulíf á ári. Heildarumferðatafir nema því líklega um 30-50 milljörðum króna á ári, eða meir. Því miður virðist nýráðinn framkvæmdastjóri Betri Samgangna ohf. hafa mislesið heldur hressilega stöðu mála, ef marka má nýlegt viðtal í Morgunblaðinu (8. apríl sl.). Ömurlegar afleiðingar rauða dregilisins í auknum umferðartöfum munu éta upp þessa sögulegu offjárfestingu á aðeins einu ári, nái þessar áætlanir fram að ganga. Glæsilegur árangur hjá „varðhundum skattgreiðenda“ á Betri samgöngum ohf. Höfundur er rannsóknarprófessor H.Í.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun