Ógnaði starfsfólki Domino's þegar hann fékk ekki að borga með reiðufé Eiður Þór Árnason skrifar 13. apríl 2021 22:32 Atvikið átti sér stað í verslun Domino's við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Lögregla var kölluð að útibúi Domino‘s í Skúlagötu í kvöld þegar óánægður viðskiptavinur ógnaði starfsfólki staðarins. Var sá ósáttur við að fá ekki að greiða fyrir pöntun sína með reiðufé en skyndibitakeðjan hefur ekki tekið við peningum af sóttvarnaástæðum eftir að kórónuveirufaraldurinn hófst. „Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“ Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira
„Hann brást svona illa við og var ekki beint kurteis. Samt sem áður brást starfsfólkið okkar gríðarlega vel við og hringdi á lögregluna,“ segir Ásmundur Atlason, markaðsfulltrúi hjá Domino‘s, í samtali við Vísi. Fréttablaðið sagði fyrst frá atvikinu og greinir frá því að viðskiptavinir hafi séð manninn með skæri þegar hann kom út af staðnum. Ásmundur segir að þeir starfsmenn hann hafi rætt við hafi ekki orðið varir við slíkt. „Þetta var afgreitt fljótt og örugglega og það sem skiptir mestu máli í þessu er að það slasaðist enginn. Lögreglan er þarna rétt hjá svo hún var fljót að bregðast við og koma sér á vettvang.“ Ekki liggur fyrir hvort málið hafi endað með handtöku. Ásmundur segir að eftir atvikið hafi starfsfólk haldið áfram að anna hungri landans á annasömu þriðjudagskvöldi eins og ekkert hafi í skorist. Aðspurður um hvort það hafi borið á frekari óánægju meðal viðskiptavina með ákvörðun Domino‘s að hætta tímabundið að taka við reiðufé segir hann svo vera. „En það sem skiptir okkur mestu máli er að gæta að sem bestum sóttvörnunum og tryggja að það sé öruggt að versla við okkur.“
Lögreglumál Veitingastaðir Reykjavík Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Fundar með þingflokksformönnum Sjá meira