Segja Bandaríkjunum að hætta að leika sér að eldi Samúel Karl Ólason skrifar 14. apríl 2021 10:11 Herflugmenn Taívan hafa staðið í ströngu undanfarnar vikur og mánuði. EPA/RITCHIE B. TONGO Ráðamenn í Kína hafa lýst heræfingum sínum nærri Taívan sem æfingum fyrir átök og varað Bandaríkjamenn við því að eiga í samskiptum við eyríkið. Bandarískir erindrekar eru staddir í Taívan í ferð sem Hvíta húsið segir ætlað að sýna stuðning Bandaríkjanna við ríkið. Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli. Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira
Chris Dodd, fyrrverandi öldungadeildarþingmaður, og Richard Armitage og James Steinberg, sem báðir eru fyrrverandi aðstoðarutanríkisráðherrar, lentu í Taívan í morgun og munu meðal annars funda með Tsai Ing-wen, forseta Taívans, á morgun. Kínverjar hafa verið með töluverða viðveru undan ströndum Taívans undanfarið. Orrustuþotum og sprengjuflugvélum hafa verið flogið inn í lofthelgi Taívans og áhöfn kínversks flugmóðurskips hefur verið við æfingar á Taívansundi. Á mánudaginn var 25 orrustuþotum og sprengjuvélum flogið inn í lofthelgi Taívans, og segja ráðamenn þar að þær hafi aldrei verið fleiri en kínverskum orrustuþotum hefur verið flogið inn í lofthelgi Taívans daglega undanfarnar vikur. Reuters hefur eftir Ma Xiaoguang, talsmanni stofnunarinnar sem heldur utan um samskipti Kína við Taívan, að um „réttmæt viðbrögð“ við afskiptum af öflum og ögrunum frá sjálfstæðissinnum í Taívan sé að ræða. Átakaæfingar hersins í Taívansundi væru nauðsynlegar vegna öryggisástandsins á svæðinu og til að tryggja fullveldi Kína. Hann sagði þeim ætlað að senda þau skilaboð að Kínverjar ætluðu sér að stöðva sjálfstæðisviðleitni Taívana og samvinnu þeirra með Bandaríkjunum. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína lýsti því yfir í gær að Bandaríkjamenn ættu að hætta að „leika sér að eldi“ eftir að gefnar voru út nýjar starfsreglur í Washington DC, sem gera erindrekum auðveldara að eiga í samskiptum við embættismenn í Taívan. Kínverjar hafa lengi gert tilkall til Taívan sem hefur í raun verið sjálfstætt ríki frá árinu 1949. Þá flúðu meðlimir þjóðernissinna til eyjunnar undan kommúnistum í borgarastyrjöld landsins. Taívan hefur þó aldrei formlega lýst yfir sjálfstæði. Bandaríkin slitu formlegum tengslum við Taívan árið 1979, að kröfu Kínverja, en hafa þrátt fyrir það haldið umfangsmiklum óformlegum tengslum við ríkið og útvega Taívan meðal annars vopn. Sjálfstæðissinnum hefur vaxið ásmegin á undanförnum árum og hefur Tsai til að mynd ítrekað sagt að Taívan sé sjálfstætt ríki sem heiti í raun Lýðveldið Kína, sem er formlegt nafn ríkisins. þar að auki hefur þrýstingur Kína á eyríkið aukist verulega. Þá hafa kínverskir ráðamenn rætt mögulega innrás í Taívan sín á milli.
Taívan Kína Bandaríkin Hernaður Mest lesið Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Innlent Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Innlent Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Innlent Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Innlent Aukin harka að færast í undirheimana Innlent „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Innlent Fleiri fréttir Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Erindreki Trump bjartsýnn fyrir friðarviðræður Rússa og Úkraínumanna Mótmælt vegna handtöku helsta andstæðings Erdogan Útskrifast á morgun og þarf að læra að tala upp á nýtt Sammála JD Vance um innflytjendastefnu Evrópu Íhuga að sleppa taumnum á NATO lausum Sjá meira