Ófyrirséð afleiðing Covid-19: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 08:42 Þegar kórónuveirufaraldurinn braust út voru brögð að því að salernispappír og aðrar nauðsynjar væru hamstraðar. Nú er kominn upp óvæntur, og ef til vill ófyrirséður skortur í Svíþjóð: „Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira
„Við erum að verða uppiskroppa með sæði,“ segir Ann Thurin Kjellberg, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu í Gautaborg. Skortinn má rekja til þess að gjöfum hefur fækkað snarlega vegna kórónuveirufaraldursins en vegna hans hefur bið eftir frjósemismeðferð lengst úr sex mánuðum í 30 mánuði. „Það er streituvaldandi að geta ekki fengið fasta tímasetningu eða dagsetningu fyrir meðferð,“ segir Elin Bergsten, 28 ára stærðfræðikennari. Eiginmaður hennar framleiðir ekki sæði og nú hefur meðferð Elinar verið sett á frest vegna sæðisskortsins. Thurin Kjellberg segir skortinn á landsvísu; sæðisbirgðirnar séu uppurnar í Gautaborg og Malmö og klárist brátt í Stokkhólmi. Einkastofur komast hjá vandanum með því að kaupa sæði erlendis frá en það hefur í för með sér aukinn kostnað, sem getur numið allt að 1,5 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt Reuters má hver gjafi aðeins feðra börn sex kvenna og flestir gjafar hafa náð þessu hámarki nú þegar. Þannig stendur aðeins konum sem hafa þegar eignast börn með gjafasæði, sama sæði til boða. Margareta Kitlinski, yfirmaður frjósemismeðferða hjá háskólasjúkrahúsinu á Skáni, segir það taka um átta mánuði að samþykkja nýjan gjafa og þá ónýtast margir sæðisskammtar vegna algengra vandamála við frystingu. „Ef 50 menn hafa samband þá verða í besta falli helmingur þeirra gjafar.“ Sums staðar hafa yfirvöld auglýst eftir gjöfum á samfélagsmiðlum en Thurin Kjellberg segir sjónvarpið næsta kost til að vekja athygli á vandamálinu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Svíþjóð Frjósemi Mest lesið Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent RÚV muni óska eftir upplýsingum frá EBU um símakosninguna Innlent „Ég er ekki sannfærður um að við höfum efni á þessu“ Innlent Dæmi um að tvær fjölskyldur deili einni au pair Innlent Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Erlent Hnúfubakur í banastuði í Hvalfirði Innlent Fimm bjargað úr sjónum eftir að skemmtibát hvolfdi Innlent „Vinnubrögð sem maður er ekki vanur“ Innlent Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Erlent Fleiri fréttir Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Sjá meira