Einstaklingur á sjötugsaldri í öndunarvél eftir millilendingu vegna veikinda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. apríl 2021 11:22 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur stöðuna nokkuð góða. Mynd/Júlíus Sigurjónsson Tveir eru á Landspítala, þar af einn í öndunarvél á gjörgæslu. Sá er á sjötugsaldri en millilent var hér vegna veikinda viðkomandi. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis á upplýsingafundi um stöðu kórónuveirufaraldursins. Enginn greindist með Covid-19 í gær en um þúsund sýni voru tekin innanlands. Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars sl. hafa um 90 greinst innanlands og þar af voru um 70 prósent í sóttkví. Öll smit hafa reynst vera af völdum nokkurra undirtegunda hins svokallaða breska afbrigðis og öll má rekja til landamæranna. Í flestum tilvikum eru smitin tilkomin vegna þess að ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum í sóttkví, sagði sóttvarnalæknir. Um 30 manns hafa greinst með virkt smit á landamærunum á sama tíma, helmingur í fyrri sýnatöku og helmingur í seinni. Þórólfur sagði ánægjulegt að í dag hefði tekið gildi ný reglugerð um tilslakanir og sagðist vona að þjóðinni bæri gæfa til að viðhalda góðum árangri þrátt fyrir þær. Sagði hann ganga vel að framfylgja reglugerðum um aðgerðir á landamærunum. Þá væri verið að leggja lokahönd á reglur um aukið eftirlit með einstaklingum í heimasóttkví. Vel hefði gengið í sóttvarnahúsum og á milli 30 og 80 einstaklingar leitað þangað á hverjum degi. Sagðist Þórólfur vonast til þess að hertar reglur á landamærunum takmörkuðu dreifingu innanlands. Hrósaði hann Rauða krossinum og öðrum sem koma að rekstri sóttvarnahúsa og landamæravörðum, fyrir þeirra góðu vinnu á óvissutímum. Sóttvarnalæknir sagði stöðuna nokkuð góða en hvatti fólk enn og aftur til að gæta að persónulegum sóttvörnum og fara í sýnatöku við minnsta tilefni. Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Enginn greindist með Covid-19 í gær en um þúsund sýni voru tekin innanlands. Frá því að hertar aðgerðir tóku gildi 25. mars sl. hafa um 90 greinst innanlands og þar af voru um 70 prósent í sóttkví. Öll smit hafa reynst vera af völdum nokkurra undirtegunda hins svokallaða breska afbrigðis og öll má rekja til landamæranna. Í flestum tilvikum eru smitin tilkomin vegna þess að ekki hefur verið farið eftir leiðbeiningum í sóttkví, sagði sóttvarnalæknir. Um 30 manns hafa greinst með virkt smit á landamærunum á sama tíma, helmingur í fyrri sýnatöku og helmingur í seinni. Þórólfur sagði ánægjulegt að í dag hefði tekið gildi ný reglugerð um tilslakanir og sagðist vona að þjóðinni bæri gæfa til að viðhalda góðum árangri þrátt fyrir þær. Sagði hann ganga vel að framfylgja reglugerðum um aðgerðir á landamærunum. Þá væri verið að leggja lokahönd á reglur um aukið eftirlit með einstaklingum í heimasóttkví. Vel hefði gengið í sóttvarnahúsum og á milli 30 og 80 einstaklingar leitað þangað á hverjum degi. Sagðist Þórólfur vonast til þess að hertar reglur á landamærunum takmörkuðu dreifingu innanlands. Hrósaði hann Rauða krossinum og öðrum sem koma að rekstri sóttvarnahúsa og landamæravörðum, fyrir þeirra góðu vinnu á óvissutímum. Sóttvarnalæknir sagði stöðuna nokkuð góða en hvatti fólk enn og aftur til að gæta að persónulegum sóttvörnum og fara í sýnatöku við minnsta tilefni.
Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira