Þrjátíu undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma skapa flókna stöðu Snorri Másson skrifar 15. apríl 2021 13:01 Forgangsröðin í bólusetningar fer þessa stundina bæði eftir aldri og undirliggjandi sjúkdómum. Nánast allir yfir 70 ára og eldri á Íslandi hafa fengið bólusetningu. Fólk eldra en 65 ára með undirliggjandi sjúkdóma er að þiggja bólusetningu um land allt þessa dagana. Því fylgir ærin áskorun fyrir starfsfólk heilsugæsla, enda eru undirliggjandi sjúkdómar mjög margvíslegir að eðli og alvarleika. Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir) Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Forgangshópnum með undirliggjandi sjúkdóma er skipt upp í hvorki meira né minna en 30 ólíkar deildir, allt eftir aldri og alvarleika sjúkdómsins. Fyrstir til að fá bólusetningu voru þeir sem voru 65 ára og eldri og með alvarlega sjúkdóma, sem eru raunar langt frá því að vera undirliggjandi í sumum tilvikum, svo sem krabbamein. „Þetta er flókið,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, um skipulagninguna þessa dagana. „Inn í þetta kemur líka ófyrirsjáanleikinn með bóluefnin. Það er alltaf verið að breyta hvaða bóluefni þykja best fyrir hvern hóp, þannig að þetta eru alls konar beygjur, bæði u-beygjur og 90 gráður. En við reynum bara alltaf að fylgja sóttvarnalækni í þessu,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Sigurjón Ólason Bólusetningum lokið hjá heilbrigðisstarfsfólki Rætt var um það í síðustu viku að fjöldi heilbrigðisstarfsfólks hefur þegið bólusetningu þrátt fyrir að starfa utan stofnana og sinna ekki sjúklingum. Það fólk var á undan fólki í röðinni sem glímir við undirliggjandi sjúkdóma. Nú hefur hins vegar verið lokið við bólusetningar hjá heilbrigðisstarfsfólkinu. Undirflokkar undirliggjandi sjúkdóma eru sex hjá fólki eldra en 65 ára en 24 hjá þeim sem eru 64 og yngri. Notast er við sjúkraskrá og innlagnaskrá til að boða þennan samtals 54.000 manna hóp og byggt var á gagnagrunnum embættis landlæknis með leyfi Persónuverndar. Á lista Landlæknis sem sjá má hér að neðan kemur meðal annars fram að litið er til þátta sem geta dregið úr getu fólks til að forðast sýkingu af völdum Covid-19, eins og geðraskana og heilabilunar. Á höfuðborgarsvæðinu verða um 10.000 bólusettir í næstu viku með Pfizer og Moderna. Gert er ráð fyrir að um 200.000 Íslendingar geti verið búnir að fá bólusetningu í júní eða júlí. Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Undirliggjandi sjúkdómar eru eins mismunandi og þeir eru margir. Samkvæmt upplýsingum frá embætti Landlæknis er litið til eftirfarandi þátta. »Krabbameinsmeðferð undanfarin 2 ár (öll illkynja krabbamein) »Ónæmisbælandi sjúkdómar og meðfæddir ónæmisgallar (t.d. beinmergsbilun, HIV-sýking) »Ónæmisbælandi meðferð önnur en krabbameinsmeðferð (t.d. ónæmisbæling eftir líffæraígræðslu, líftæknilyf við ýmsum sjúkdómum) »Hjartasjúkdómar, meðfæddir og áunnir (meðfæddir blámahjartagallar, hjartabilun, kransæðasjúkdómar) »Lungnasjúkdómar, áunnir og meðfæddir (langvinn lungnateppa) »Nýrnabilun (einstaklingar á skilunarmeðferð, aðrir með langvinna nýrnabilun) »Taugasjúkdómar, meðfæddir og áunnir, sem hafa áhrif á öndun (t.d. mænusigg, SMA, MND og sambærilegir sjúkdómar) »Meðfæddir sjúkdómar sem hafa áhrif á mörg líkamskerfi (slímseigjusjúkdómur, Downs-heilkenni, Fabry-sjúkdómur) »Aðrir þættir sem auka hættu á alvarlegri COVID-19 sýkingu eða dregur úr getu einstaklings til að forðast smit (sykursýki, offita og kæfisvefn, háþrýstingur, heilabilun, geðraskanir)
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir „Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18 Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20 Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43 Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
„Af hverju færð þú bólusetningu langt á undan mér?“ Bólusetningar standa yfir um þessar mundir á um 20.000 manna hópi hér á landi, sem eru heilbrigðisstarfsmenn utan heilbrigðisstofnana ríkisins. Þessi hópur er á undan fólki með undirliggjandi sjúkdóma í forgangsröðinni en samt er ljóst að fjölmargir innan hans hafa ekki eins brýna þörf á vörn og veikt, eldra fólk. 12. apríl 2021 13:18
Fleiri bólusettir í dag en búist var við Fleiri komust að í bólusetningum í dag en gert var ráð fyrir eða hátt í sex þúsund manns. Stefnt er að því að klára að bólusetja alla eldri en sextíu og fimm ára með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku og hefja þá bólusetningu fólks í þeim hópi sem er yngra en sextíu og fjögurra ára. 13. apríl 2021 19:20
Enginn greindist innanlands Enginn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. Þetta kemur fram í uppfærðum tölum á síðunni Covid.is. 15. apríl 2021 10:43