Eftir 15 ára feril í NBA deildinn hefur LaMarcus Aldridge lagt skóna á hilluna. Aldridge var valinn annar í nýliðavalinu árið 2006, en hann lék með Portland Trailblazers frá 2006-2015. Þar á eftir lék hann með San Antonio Spurs í sex ár og nú síðast með Brooklyn Nets.
LaMarcus Aldridge is one of only 25 players in NBA history with 19,000+ career points and 8,000+ career rebounds.
— StatMuse (@statmuse) April 15, 2021
A 7x All-Star and 5x All-NBA.
Hell of a career. pic.twitter.com/CLqqVFVNn2
LaMarcus Aldridge er einn af einungis 25 leikmönnum sem hafa skorað yfir 19.000 stig og tekið yfir 8.000 fráköst. Yfir ferilinn skoraði hann að meðaltali 19,4 stig í leik og tók 8,3 fráköst.
„Í síðasta leik spilaði ég með óreglulegan hjartslátt,“ segir Aldridge í Instagram færslu sinni. „Þrátt fyrir að mér líði betur núna var þetta eitt af því hræðilegasta sem ég hef upplifað. Út frá þessu tók ég þá erfiðu ákvörðun að hætta í NBA.“