Fótbolti

Launakröfur Haaland gætu fælt Real Madrid og Barcelona frá

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Haaland er sagður vilja 30 milljónir punda í árslaun.
Haaland er sagður vilja 30 milljónir punda í árslaun. EPA-EFE/PETER POWELL

Erling Braut Haaland er verður einn heitasti bitinn á markaðnum þegar leikmannaglugginn opnar í sumar. Launakröfur Norðmannsins eru þó sagðar það háar að meira að segja spænsku risarnir Real Madrid og Barcelona hafi ekki efni á því að fá hann í sínar raðir.

Haaland hefur farið á kostum síðan hann skaust upp á stjörnuhimininn með Red Bull Salzburg tímabilið 2019-2020. Síðan þá hefur hann skorað 51 mark í 54 leikjum með Salzburg og nú Dortmund á yfirstandandi tímabili.

Margir hafa velt því fyrir sér hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir þennan tvítuga framherja, en Manchester liðin tvö, Real Madrid og Barcelona hafa öll verið nefnd í því samhengi.

Nýjustu heimildir herma þó að launakröfur Haaland gætu fælt lið eins og Real Madrid og Barcelona frá því að fjárfesta í þessum unga framherja, en sagt er að hann vilji í kringum 577.000 pund á viku, eða 30 milljónir punda á ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×