Með sóttvarnir á heilanum Guðmundur Einarsson skrifar 16. apríl 2021 09:01 Viltu ekki halla þér þarna á bekkinn og segja mér af hverju þér líður svona illa? Það er fullbókað hjá mér en ég bara skaut þér inn. Hvernig byrjaði þetta? Ég er búinn að vera rólegur allan COVID tímann. Þríeykið hefur alveg verið með þetta og Svandís og ríkisstjórnin bökkuðu þau upp. Það hefur náttúrulega verið dálítið basl í Sjálfstæðisflokknum, en Bjarni hefur séð um hann. Hvaða basl? Jú, þau voru alltaf að tala um að það þyrfti að spyrja spurninga. Fyrst voru það Sigríður Andersen og Brynjar og svo byrjaði Þórdís Kolbrún; sagði að það þyrfti að spyrja óþægilegra, erfiðra og gagnrýninna spurninga. Er það ekki bara gott? Víðir segir að það sé mikilvægt að spyrja. Jú, jú. En þau eru fyrsta fólkið sem fær öll svör sem eru til. Þingflokksfundirnir hjá Sjöllunum hljóta að hafa verið hundleiðinlegir. Eins og spurningakeppni. Veistu svarið. Ég er ekki hissa á að Páll Magnússon nenni þessu ekki lengur. En hvað gerðist svo? Jú. Það voru allir að bíða eftir fréttum frá Héraðsdómi um sóttvarnarhúsið. Svo kom úrskurðurinn um að reglugerðin væri ónýt. Varðstu þá hræddur? Nei, nei. Þeir Kári og Þórólfur, báðir læknar, og hann Reynir hjá Læknafélaginu voru alveg klárir á því að þetta væri vont fyrir sóttvarnirnar og Kári sagði að dómarinn hefði gert mistök, og Svandís sagði að hún ætlaði að skoða annaðhvort lagabreytingu eða nýja reglugerð. En hvenær byrjaði þá kvíðakastið? Það var þegar lögfræðingarnir byrjuðu. Dómarafélagið sagði að svona fullyrðingar græfu undan stoðum réttarríkisins og ég er svo mikið fyrir réttarríkið. Og formaður Lögmannafélagsins skrifaði að viðbrögð læknanna hefðu ekki verið þeim til sóma og undirstrikuðu hlutverk lögmanna og dómstóla sem væri að standa vörð um réttarríkið. En er það ekki gott? Líður þér þá ekki betur fyrst lögmennirnir standa vörð? En þeir eru alltaf að gagnrýna dóma sjálfir. Ef þeir tapa máli, fara þeir beint í næsta hljóðnema og segja að „niðurstaðan líti fram hjá höfuðatriðum málsins og dómnum verði áfrýjað“. Er ekki áfrýjun yfirlýsing um ósanngjarnan eða rangan dóm? Ég skil þetta ekki. Og þeir bættu meira að segja við einu dómsstigi, Landsdómi, til að geta áfrýjað oftar. Og svo eiga þeir Strassborg í bakhöndinni. Það er sko að vera dómharður. Lögmennirnir hafa atvinnu af efanum en skamma svo Kára, Þórólf og Reyni fyrir þeirra „viðbrögð“. En það er auðvitað full ástæða til að hafa varann á sér. Ég var að lesa í Fréttablaðinu að á þremur árum hafi Landsréttur snúið við tíu sakfellingardómum Héraðsdóms og tveir Landsréttardómar hafi verið ómerktir í Hæstarétti og.... Vertu ekki svona æstur. Ég skal auka skammtinn þinn. Fannst þér hann ekki góður þessi að þeir séu dómharðir. Skilurðu; dóm-harðir. Er tíminn að verða búinn? Má ég taka einn punkt enn? Þennan hjá Dómarafélaginu með að grafa undan stoðum réttarríkisins? Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var einu sinni hæstaréttardómari, skrifaði smápistil út af þessu sóttvarnareglugerðarmáli um daginn. Heyrðu, hann er með svo góðan aðgang að Mogganum að hann bara fær einhverja hugljómun og þá fer hún beint inn í leiðaraopnuna. WiFi beint úr hausnum á honum í gegnum skýið, skilurðu. Hann segir að „menn“, einhverjir menn, nefnir engin nöfn, megi ekki missa stjórn á hugsunum sínum út af þessu máli. Bíddu við. Af hverju ertu endilega að blanda Jóni Steinari inn í þetta? Það gagnrýndu fleiri læknana. Heyrðu , þetta er sami gaurinn og skrifaði bók sem heitir „Deilt á dómarana“ og aðra sem heitir „Með lognið í fangið. Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Hann sagði í bókinni að Hæstiréttur hefði framið sjálfsmorð, nei ég meina dómsmorð. Einn kollegi hans úr réttinum kærði hann fyrir meiðyrði. Bæði Héraðsdómur og Landsdómur sýknuðu hann, en í seinni dómnum stóð samt að í ummælum Jóns Steinars í bókinni fælust alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í málinu. Líklega missti hann stjórn á hugsunum sínum. En svo mega Kári og þeir ekkert segja. En voru ekki fleiri sem hjóluðu í læknana? Jú, jú. Það var líka slatti af öðrum lögfræðingum sem skrifuðu greinar. Þeir voru dálítið hrokafullir og sögðu eiginlega: OK, Kári minn. Þú ert flottur vísindamaður en þú veist ekkert um lögfræði. Láttu okkur um hana. Einn skrifaði t.d. grein sem hét: „Læknir gerist lagaspekingur“. Hann hefði átt að segja lögspekingur, betri hrynjandi. En ég held bara að Kári ætti að segja eins og Stephan G: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur “. Sko. Í fyrsta lagi. Hann er frábær læknir. Tók hann eina mínútu að fatta hvað var að mér í hnénu. Var búinn að vera að drepast í sex mánuði. Í öðru lagi. Greinin hans um lögfræðina í sóttvarnarhússmálinu er um sóttvarnir og sóttkví en hinir lögfræðingarnir eru bara að tuða um hús. Og prestur? Veit ekki hvernig hann væri í að skíra og gifta, en hann er fínn í að jarða menn. Jæja. Þetta er orðið gott í dag? Hvað viltu tala um næst? Lögfræðinga? Ert‘ekki dáldið með þá á heilanum? Nei, nei. Bara pínu svekktur út af þessu með sóttvarnalögin. Það byrjaði allt svo vel með Páli Hreinssyni. En svo komu starfshópur og velferðarnefnd sem voru stútfull af lögfræðingum. Hafa örugglega líka hellt upp á kaffið. Og svo smíðuðu þeir þessa reglugerð. Allt varð verra og verra, sko. Og nú er strax byrjað að tala um endurskoðun. En mínir bestu vinir og vinnufélagar eru lögfræðingar. Og við erum með einn í stórfjölskyldunni. Hann er er yndislegur. Við tölum alltaf við hann áður en við gerum eitthvað. Svona til öryggis. Eins og maður kaupir sér flugnanet fyrir Mývatnsferð. Til að vera ekki stunginn. Af öðrum lögfræðingum. Eigum við þá að segja heila töflu á dag? Höfundur er lífeðlisfræðingur og hitt og þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Auðvitað er gripið til hræðsluáróðurs Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Við erum ekki ein og höfum ekki verið það lengi Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun „Mikil málamiðlun af okkar hálfu“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Viltu ekki halla þér þarna á bekkinn og segja mér af hverju þér líður svona illa? Það er fullbókað hjá mér en ég bara skaut þér inn. Hvernig byrjaði þetta? Ég er búinn að vera rólegur allan COVID tímann. Þríeykið hefur alveg verið með þetta og Svandís og ríkisstjórnin bökkuðu þau upp. Það hefur náttúrulega verið dálítið basl í Sjálfstæðisflokknum, en Bjarni hefur séð um hann. Hvaða basl? Jú, þau voru alltaf að tala um að það þyrfti að spyrja spurninga. Fyrst voru það Sigríður Andersen og Brynjar og svo byrjaði Þórdís Kolbrún; sagði að það þyrfti að spyrja óþægilegra, erfiðra og gagnrýninna spurninga. Er það ekki bara gott? Víðir segir að það sé mikilvægt að spyrja. Jú, jú. En þau eru fyrsta fólkið sem fær öll svör sem eru til. Þingflokksfundirnir hjá Sjöllunum hljóta að hafa verið hundleiðinlegir. Eins og spurningakeppni. Veistu svarið. Ég er ekki hissa á að Páll Magnússon nenni þessu ekki lengur. En hvað gerðist svo? Jú. Það voru allir að bíða eftir fréttum frá Héraðsdómi um sóttvarnarhúsið. Svo kom úrskurðurinn um að reglugerðin væri ónýt. Varðstu þá hræddur? Nei, nei. Þeir Kári og Þórólfur, báðir læknar, og hann Reynir hjá Læknafélaginu voru alveg klárir á því að þetta væri vont fyrir sóttvarnirnar og Kári sagði að dómarinn hefði gert mistök, og Svandís sagði að hún ætlaði að skoða annaðhvort lagabreytingu eða nýja reglugerð. En hvenær byrjaði þá kvíðakastið? Það var þegar lögfræðingarnir byrjuðu. Dómarafélagið sagði að svona fullyrðingar græfu undan stoðum réttarríkisins og ég er svo mikið fyrir réttarríkið. Og formaður Lögmannafélagsins skrifaði að viðbrögð læknanna hefðu ekki verið þeim til sóma og undirstrikuðu hlutverk lögmanna og dómstóla sem væri að standa vörð um réttarríkið. En er það ekki gott? Líður þér þá ekki betur fyrst lögmennirnir standa vörð? En þeir eru alltaf að gagnrýna dóma sjálfir. Ef þeir tapa máli, fara þeir beint í næsta hljóðnema og segja að „niðurstaðan líti fram hjá höfuðatriðum málsins og dómnum verði áfrýjað“. Er ekki áfrýjun yfirlýsing um ósanngjarnan eða rangan dóm? Ég skil þetta ekki. Og þeir bættu meira að segja við einu dómsstigi, Landsdómi, til að geta áfrýjað oftar. Og svo eiga þeir Strassborg í bakhöndinni. Það er sko að vera dómharður. Lögmennirnir hafa atvinnu af efanum en skamma svo Kára, Þórólf og Reyni fyrir þeirra „viðbrögð“. En það er auðvitað full ástæða til að hafa varann á sér. Ég var að lesa í Fréttablaðinu að á þremur árum hafi Landsréttur snúið við tíu sakfellingardómum Héraðsdóms og tveir Landsréttardómar hafi verið ómerktir í Hæstarétti og.... Vertu ekki svona æstur. Ég skal auka skammtinn þinn. Fannst þér hann ekki góður þessi að þeir séu dómharðir. Skilurðu; dóm-harðir. Er tíminn að verða búinn? Má ég taka einn punkt enn? Þennan hjá Dómarafélaginu með að grafa undan stoðum réttarríkisins? Jón Steinar Gunnlaugsson, sem var einu sinni hæstaréttardómari, skrifaði smápistil út af þessu sóttvarnareglugerðarmáli um daginn. Heyrðu, hann er með svo góðan aðgang að Mogganum að hann bara fær einhverja hugljómun og þá fer hún beint inn í leiðaraopnuna. WiFi beint úr hausnum á honum í gegnum skýið, skilurðu. Hann segir að „menn“, einhverjir menn, nefnir engin nöfn, megi ekki missa stjórn á hugsunum sínum út af þessu máli. Bíddu við. Af hverju ertu endilega að blanda Jóni Steinari inn í þetta? Það gagnrýndu fleiri læknana. Heyrðu , þetta er sami gaurinn og skrifaði bók sem heitir „Deilt á dómarana“ og aðra sem heitir „Með lognið í fangið. Um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Hann sagði í bókinni að Hæstiréttur hefði framið sjálfsmorð, nei ég meina dómsmorð. Einn kollegi hans úr réttinum kærði hann fyrir meiðyrði. Bæði Héraðsdómur og Landsdómur sýknuðu hann, en í seinni dómnum stóð samt að í ummælum Jóns Steinars í bókinni fælust alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í málinu. Líklega missti hann stjórn á hugsunum sínum. En svo mega Kári og þeir ekkert segja. En voru ekki fleiri sem hjóluðu í læknana? Jú, jú. Það var líka slatti af öðrum lögfræðingum sem skrifuðu greinar. Þeir voru dálítið hrokafullir og sögðu eiginlega: OK, Kári minn. Þú ert flottur vísindamaður en þú veist ekkert um lögfræði. Láttu okkur um hana. Einn skrifaði t.d. grein sem hét: „Læknir gerist lagaspekingur“. Hann hefði átt að segja lögspekingur, betri hrynjandi. En ég held bara að Kári ætti að segja eins og Stephan G: „Löngum var ég læknir minn, lögfræðingur, prestur “. Sko. Í fyrsta lagi. Hann er frábær læknir. Tók hann eina mínútu að fatta hvað var að mér í hnénu. Var búinn að vera að drepast í sex mánuði. Í öðru lagi. Greinin hans um lögfræðina í sóttvarnarhússmálinu er um sóttvarnir og sóttkví en hinir lögfræðingarnir eru bara að tuða um hús. Og prestur? Veit ekki hvernig hann væri í að skíra og gifta, en hann er fínn í að jarða menn. Jæja. Þetta er orðið gott í dag? Hvað viltu tala um næst? Lögfræðinga? Ert‘ekki dáldið með þá á heilanum? Nei, nei. Bara pínu svekktur út af þessu með sóttvarnalögin. Það byrjaði allt svo vel með Páli Hreinssyni. En svo komu starfshópur og velferðarnefnd sem voru stútfull af lögfræðingum. Hafa örugglega líka hellt upp á kaffið. Og svo smíðuðu þeir þessa reglugerð. Allt varð verra og verra, sko. Og nú er strax byrjað að tala um endurskoðun. En mínir bestu vinir og vinnufélagar eru lögfræðingar. Og við erum með einn í stórfjölskyldunni. Hann er er yndislegur. Við tölum alltaf við hann áður en við gerum eitthvað. Svona til öryggis. Eins og maður kaupir sér flugnanet fyrir Mývatnsferð. Til að vera ekki stunginn. Af öðrum lögfræðingum. Eigum við þá að segja heila töflu á dag? Höfundur er lífeðlisfræðingur og hitt og þetta.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun