Golffár á Fróni og nú þegar slegist um rástímana Jakob Bjarnar skrifar 17. apríl 2021 08:00 Allt bendir til þess að golfvellir á Íslandi verði sneisafullir í allt sumar. Traffíkin er þegar byrjuð þó talsvert sé í að vellirnir flestir opni formlega. vísir/vilhelm Áhugi á golfinu hefur ekki verið eins mikill í annan tíma á Íslandi. Þó tímabilið sé ekki hafið og nú sé svokallað vetrargolf stundað, sem áður var bara meðal þeirra hörðustu, eru allir rástímar sem í boði eru upp bókaðir og biðlistar í að komast í klúbbana. Fyrr í vikunni var sæmilegt veður miðað við árstíma. Þeir sem þá ætluðu sér í rólegheitum að dusta rykið golfkylfunum og jafnvel labba einn hring sér til heilsubótar komust að því sér til hrellingar að allir rástímar voru uppbókaðir. Í það minnsta þeir sem iðka íþróttina á höfuðborgarsvæðinu. Á mánudegi var búið að taka vel flesta tíma frá bæði á Korpunni, en þar eru níu holur opnar auk æfingavallarins, og í Þorlákshöfn var allt fullt. Æfingasvæði golfklúbbanna voru sömuleiðis pökkuð. Menn hafa aldrei séð annað eins. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður, eins og blaðamaður Vísis komst að. Í fyrra var slegist um rástímana og kylfingar ættu ekki að gera ráð fyrir öðru en að slagurinn verði jafnvel blóðugri í sumar komandi. Golfið ekki hallærislegt lengur Harpa Ægisdóttir er fjármálastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Hún segir að á tímabili hafi verið 500 manns á biðlista eftir því að vera teknir inn í klúbbinn. „Það eru alltaf einhverjir að hætta og við hleyptum þá inn í staðinn. Nei við erum ekki að fjölga í félaginu. Sem stendur eru um 350 manns á biðlista,“ segir Harpa en meðlimir í GR eru 3.400 manns. Harpa segir að á tímabili hafi 500 manns verið á biðlista hjá GR.Facebook Að sögn Hörpu er það einskonar þumalputtaregla að ætla tiltekinn meðlimafjölda miðað við níu holur. Hana minnir að það séu um 700 til 750 en GR er með 27 holur alls úr að spila: Á Korpu, þar sem eru þrír níu holu vellir og á Grafarholti þar sem er 18 holu völlur. Auk minni æfingavalla. Harpa, sem hefur starfað hjá GR í 18 ár hefur ekki séð aðra eins ásókn og nú. „Ég held að það séu fleiri virkir félagsmenn núna því fólk kemst ekkert til útlanda. Það eru allir fastir á þessari eyju.“ Þá segist Harpa greina viðhorfsbreytingu. Eins og golfið sé komið í tísku. „Þegar ég var yngri var oft spurt: Ertu í golfi? Það þótti kjánalegt. Þetta hefur verið að breytast og yngri kynslóðin er að taka við sér.“ Þessi heiðursmaður stillir sér upp á teig, með driver í hönd og svo er látið vaða.vísir/vilhelm Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði tekur í sama streng – golfið þykir ekki hallærislegt lengur. Hjá Keili eru tæplega 50 á biðlista. Hann segir mikið um að menn séu að sækja um inngöngu í klúbbinn. Golfsprenging og gríðarleg eftirspurn Ólafur Þór segir það ekki orðum aukið að tala um golfsprengju. „Það er rosaleg vakning í golfi. Það sem kemur manni mest á óvart er rosaleg fjölgun í aldurshópnum milli tvítugs og þrítugs. Hópur sem við höfum alltaf misst út. Við höfum haft af því áhyggjur. Fólk fer í gegnum unglingastarfið, þjálfunina og svo höfum við verið að missa þennan hóp út. Við lækkuðum árgjöldin á þennan hóp fyrir fjórum til fimm árum; það er framtíð í þessu fyrir golfið. Og svo er mikil fjölgun hjá kvenþjóðinni.“ Ólafur Þór hjá Keili segir það ekki öfsögum sagt; það er kjarnorkusprengja í golfinu núna.vísir/jakob Ólafur Þór, sem er eldri en tvævetur í golfbransanum, segir það svo að golf blómstri í ástandi eins og er núna. „Fólk hefur meiri tíma og eyðir honum í afþreyingu. Golf er tiltölulega ódýr og aðgengileg afþreying. Uppúr hruninu voru svipaðir tímar. Engu logið með það,“ segir framkvæmdastjórinn. En greinir annað mynstur meðal þeirra sem leggja stund á golfið: „Það er áberandi gróska í golfi hjá yngri gaurum, undir þrítugu.“ Þannig virðist sem breyttur tíðarandi og þá ekki síður Covid hafi þarna mikil áhrif. Greinilegt er að mikil óþreyja er komin í landsmenn, sem virðast telja að það sé að missa af sjálfu lífinu. Vilja nýta hverja mínútu sem gefst til að fara út og þeir sem starfa við golfið á Íslandi fara ekki varhluta af þessu. Ljósmyndari Vísis rakst á þessa þrjá á Korpu fyrr í vikunni. Þeir létu það ekki trufla sig hið minnsta þó þeir væru að slá inn á vetrarflatir. Mikla aukningu má greina í öllum aldurshópum og heldri borgarar hafa verið að gera sig gildandi á golfvöllum landsins, meira en nokkru sinni fyrr.vísir/vilhelm Forseti Golfsambands Íslands er Haukur Örn Birgisson. Hann segir þetta rétt. Fólk er orðið þreytt á takmörkunum, að geta ekki um frjálst höfuð strokið og klæi í puttana að komast í golf. Um leið og veður leyfir. „Ef spá er góð eru allir rástímar farnir. Kylfingar eru jafnvel að bóka rástíma í byrjun mars klukkan þrjú vitandi að þeir séu þá að spila inn í myrkur,“ segir Haukur Örn. Hann fagnar vitaskuld þessum gríðarlega áhuga. 25 prósenta aukning í yngri aldurshópnum Blaðamaður Vísis spurði Hauk Örn hvað ylli og hann segir þar ýmsa samverkandi þætti að verki. Í fyrra hafi verið algjört metár í þátttöku. „Kylfingum fjölgaði um einhver 12 prósent milli ára sem er algjört met. Skemmtilegt við það og sérstakt er að fjölgun var í hverjum einasta aldursflokki. Þvert yfir línuna. Sé litið til aldurshópsins 15 til 40 þá var þar 25 prósenta fjölgun meðal iðkenda milli ára!“ Haukur Örn sagði mikla aukningu hafa orðið í fyrra og í ár stefni í sprengingu. Golfklúbbarnir hafa þegar selt rástíma fyrir milljónir.vísir/S2 Haukur Örn segir að mesta fjölgun þátttakenda megi greina í aldurshópnum 20 til 40 ára. „Þetta er ekki hópurinn sem hefur verið að fylkja sér inn í golfhreyfinguna. Þetta er fólk sem gjarnan er að byrja í nýju starfi, koma undir sig fótunum og hefur haft annað að gera. Gaman að sjá það. Að þarna skyldi verða mikil fjölgun.“ Þá segir Haukur Örn það ekkert launungarmál að meginorsakavaldurinn sé Covid. „Við erum auðvitað í skýjunum með þessar tölur en sáum fyrir okkur að stærsta áskorunin yrði að halda í alla þessa kylfinga. Að þetta séu ekki einhverjir einskiptis farþegar. Núna er heldur betur að koma í ljós að þær áhyggjur voru óþarfar.“ Forsetinn segir að hjá klúbbunum finni fólk fyrir gríðarlega miklum áhuga fyrir sumrinu og milljón dollara spurningin sé hvers vegna? „Maður hefur oft verið spurður að því á erlendum vettvangi hvers vegna þessi fjölgun á Íslandi? Aðrar þjóðir hafa verið að glíma við hið gagnstæða. Nú eru þessar tölur úr öllu korti, einhver sérstök viðbót.“ Þúsundir kylfinga fastir á landinu Haukur Örn nefnir að eitt sem skipti miklu máli sé þetta sem Harpa nefndi: Allir eru staddir á Íslandi. Enginn er að ferðast til útlanda en íslenskir kylfingar dvelja margir, þúsundum saman, á Spáni, Portúgal eða Bretlandi um lengri eða skemmri hríð til að sinna golfinu við góðar aðstæður. Allt þetta fólk er nú heima og stundar golfið af kappi heima. Eru virkir sem svo þýðir að erfiðara er að komast að. Básar, æfingasvæði GR. Þarna er oft margt um manninn. Haukur Örn segir að þegar hann fari þarna að kvöldi til sjái hann jafnan marga sem tilheyra aldurshópnum 20 til 40 ára en þar hefur mest aukning orðið.vísir/Vilhelm „Númer tvö er atriði sem er almenns eðlis. Golfíþróttin er íþrótt opin öllum og stunduð þvert á allar samfélagsmyndir á Íslandi. Hér eru allir sem leika golf. Þetta er pjúra fjölskyldu- og vina sport. Fólk byrjar síður að stunda aðrar íþróttagreinar þegar það er komið á fullorðinsár. Þú byrjar ekkert að æfa körfubolta í fyrsta skipti 38 ára gamall. Eða fimleika. Golfið hentar þannig vel.“ Forseti GSÍ gefur sér góðan tíma í að lýsa dásemdum golfsins, rabba megi við félagana eða fjölskyldumeðlimi í góðlátlegri keppni; í rólegheitum úti á grænum grundum og notið samverunnar. Og ekki margar íþróttir geti boðið upp á keppni ömmu við barnabarnið… En við erum í leit að svörum. Hvað veldur þessari sprengju? „Já, í þriðja lagi,“ segir Haukur Örn, „þá tengist þessi mikla ásókn ástandinu sem er núna. Golfíþróttin er opin öllum núna ólíkt öðrum íþróttagreinum sem liggja niðri. Fólk fer í hefðbundinn göngutúr og svo er hægt að kippa golfkylfunum með og spila nokkrar holur. Gera eitthvað meira úr göngutúrnum.“ Allt fullt! Kylfingur nokkur ætlaði að athuga með rástímabókanir í byrjun viku, á þriðjudag nánar tiltekið og komst að því inni á bókunarkerfi Golfsambandsins að hjá GR og í Þorlákshöfn var hver einasti rástími bókaður.skjáskot Í fjórða lagi, segir Haukur Örn að rekja megi aukinn áhugann til markaðsstarfs sem hefur verið unnið í tengslum við golfið undanfarin ár. Sem Haukur Örn telur að sé að skila sér. „Klúbbarnir sjálfir hafa gert það mjög vel og Golfsambandið líka, það hefur staðið fyrir ákveðnum herferðum undanfarin ár til að kynna íþróttina fyrir tilteknum hópum; stelpugolf, vinagolf … þetta er að skila sér núna.“ Klúbbarnir þegar selt rástíma fyrir milljónir króna Og samhliða þessu hafa Íslendingar eignast afrekskylfinga sem hafa náð fótfestu á erlendum mótaröðum sem hefur haft það í för með sér að kylfingar er í fjölmiðlum nánast daglega í kringum keppnishelgar. „Það skiptir máli að hafa slíkar fyrirmyndir sem kveikja áhuga ungra kylfinga. Síðustu sex til átta ár hefur þetta staðið yfir. Áhugi hafi kviknað og nú eru þau sem fóru að fylgjast með því yngri að koma inn í hreyfingu. Þessi aldurshópur 20 plús sem hefur hafið mikla innreið í sportið.“ Þessir kylfingar splæstu undir sig bíl í vetrargolfinu á Korpu.Vísir/vilhelm Fimmtu ástæðuna sem Haukur Örn tiltekur segir hann ekki vera byggða á vísindalegri könnun en hann rennur í grun að fólk geri ráð fyrir sömu aðstæðum og voru í fyrra. Og þær aðstæður verði fram á haust. „Svo virðist vera að fólk sé farið að hugsa lengra fram í tímann en það hefur gert undanfarin ár. Rástímar á sumum golfvöllum utan höfuðborgarsvæðisins eru að bókast upp í júní, júlí ágúst. Fólk er að panta tíma núna. Klúbbar eru að lenda í því að fólk er að bóka rástíma í febrúar/mars með löngum fyrirvara og greiða fyrir þá. Þetta hefur ekki gerst áður.“ Haukur Örn telur einsýnt að margir ætli að ferðast innanlands í sumar, fara hringinn, bóka þá hótel og vilja þá tryggja sér afþreyingu. „Þetta er nýtt að golfvellir á Íslandi, við jaðar höfuðborgarsvæðisins, séu búnir að selja rástíma fyrir nokkrar milljónir í byrjun mars.“ Og þegar þetta bætist við mikla aukningu í virkni, eða nýtingu golfvalla yfir sumartímann þá þýðir það að golfvellir í kringum höfuðborgarsvæðin voru að tvöfalda veltuna milli ára frá 2019. „Já, veltutölurnar voru mjög góðar.“ Stórir hópar hafa meiri tíma Hér er ljóst að ýmsir þættir hafa sitt að segja og valda þessari sprengingu. Í sjötta lagi segir Haukur Örn, og er þar á svipuðu róli og Ólafur Þór, að það hafi sýnt sig í gegnum tíðina að þegar þrengingar hafa dunið á samfélögum hefur golfið af einhverjum ástæðum synt á móti straumnum, „Efnahagslegar þrengingar, heilsufarslegar þrengingar eins og nú er … golfinu hefur tekist að synda gegn straumnum – ásókn hefur aukist. Einn þeirra sem ljósmyndari Vísis hitti á Korpuvelli. Hann ber sig vel á teignum. Sumir láta ekkert stoppa sig í því að fara í golf, hvernig sem veður er, vetur, sumar, vor og haust.vísir/vilhelm Þetta þýðir að golf er greinilega mjög framalega á forgangslista fólks og mikilvægt þegar kemur að lýðheilsu og geðheilsu. Efnahagshrunið 2008 til 2009 er dæmi um þetta. Kylfingum fjölgaði milli ára þrátt fyrir kreppu og met atvinnuleysi.“ Allt ber að sama brunni. Golfhermar hafa sprottið upp sem gorkúlur í vetur, til að bregðast við aukinni eftirspurn. „Þeir hafa verið þéttsetnir þegar þeir hafa mátt vera opnir. Allt þetta, samanlagt, hefur valdið því að fjölgunin og áhuginn er jafn gríðarlega mikill og raun ber vitni.“ Svo væntanlega spilar það inn í að stórir hópar fólks hafa talsvert meiri tíma svo sem ríkisstarfsmenn, en víða í opinbera geiranum hefur starfsemi verið í hægagangi, og atvinnuleysi? „Já, og það að þeir eru ekki að ferðast. Það þýðir aukið svigrúm í vinnu. Það er meiri viðvera en á móti aukið svigrúm. Ég ferðast yfirleitt mikið. Nú sinni ég vinnunni meira sem þýðir að ég, í huga mínum, get gefið mér hlé til að skjótast út á golfvöll.“ Erfitt að komast að í sínum eigin klúbbi Hin hliðin á peningnum, þessari velgengni sem forysta golfhreyfingarinnar fagnar ákaft, er svo sú að barist er um rástímana. Í fyrra var það þannig að ýmsir voru orðnir afar pirraðir á því að geta ekki komist að í sínum eigin klúbbi. Það var allt bókað upp í rjáfur nema veður væri þeim mun verra. Það er alveg ljóst að ástandið verður ekki betra í sumar. „Jájá, ég skil þá frústrasjón mjög vel,“ segir forseti GSÍ. Hann bendir á að lausn á vandanum þurfi ekki að vera eins fjarlæg og virðist í fyrstu. „Lykilatriði er að klúbbarnir séu með kerfi og finni sanngjarnan flöt á þessu. Að það sé ekki alltaf svo einfalt að fyrstir komi fyrstir fái, þeir sem bíða við tölvuna. Þetta nýja kerfi, golfbox, bíður uppá mikla möguleika á að stilla þetta af með einföldum hætti. Golfklúbbar, svo dæmi sé tekið, geta búið til reglur í rástímaskráningu sinni.“ Forseti GSÍ gerir heiðarlega tilraun til að útskýra þetta fyrir blaðamanni Vísis. „Sem virkar þannig að kylfingur sem tvívegist hefur leikið rástíma milli til dæmis tvö og fjögur, sem er eftirsóttur tími, getur ekki bókað sér sama tíma næstu þrjá dagana. Þannig má dreifa þessu svo það séu ekki alltaf þeir sömu sem fá bestu rástímana. Þeir tímar eru þá þeim ekki aðgengilegir þegar skráning hefst.“ En nú hefur maður heyrt því fleygt að konur og gamalmenni séu að taka þetta yfir og jafnvel einoka? „Konum hefur fjölgað rosalega mikið á undanförnum 15 árum. En aðalaukningin er hins vegar, eins og áður sagði, í yngri aldurshópnum. Hefur verið þannig ef maður fer á æfingasvæði á kvöldin, að þá eru þau sneisafull af fólki á mennta- og háskólaaldri. Ég hef ekki séð það áður. Þetta er nýr hópur.“ Markaðurinn að mettast og engir nýir vellir í augsýn Haukur Örn segir að miðað við þessa gríðarlega miklu fjölgun þeirra sem leggja stund á golf þá verði ekki hjá því komist að vandamál verði með rástímana. Og því miður þá hafi golfholum á höfuðborgarsvæðinu ekki fjölgað í samræmi við það; engir nýir golfvellir hafa litið dagsins ljós. Og ekki sé útlit fyrir að þeim fjölgi, engir slíkir séu á teikniborðinu. Haukur Örn segir það verulegt áhyggjuefni að þrátt fyrir gríðarlega aukningu meðal þeirra sem stunda golf þá hafa fáar ef nokkrar nýjar holur bæst við til að mæta því undanfarin ár. Engir nýir vellir. Og ekkert neitt slíkt í augsýn. vísir/daníel Eiginlega hefur bara Brautarholtið uppi á Kjalarnesi bæst við á undanförnum áratugum. Setbergsvöllurinn mun þurfa að víkja fyrir byggð á næstunni en óljósar hugmyndir eru uppi um að byggður verði völlur í stað hans við Hvaleyrarvatn. En engin vinna er farin af stað við það. Og þá stendur til að færa níu holu völl sem er á Álftanesinu. „Engar nýjar golfholur að verða til, sem er sorglegt og áhyggjuefni. Einhvern tíma mettast markaðurinn og við komum ekki fleiri kylfingum fyrir. Það styttist óðum í það. En á móti kemur, ekki þarf að keyra nema þrjátíu mínútur út úr bænum til að komast í golf.“ Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Skipulag Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Fyrr í vikunni var sæmilegt veður miðað við árstíma. Þeir sem þá ætluðu sér í rólegheitum að dusta rykið golfkylfunum og jafnvel labba einn hring sér til heilsubótar komust að því sér til hrellingar að allir rástímar voru uppbókaðir. Í það minnsta þeir sem iðka íþróttina á höfuðborgarsvæðinu. Á mánudegi var búið að taka vel flesta tíma frá bæði á Korpunni, en þar eru níu holur opnar auk æfingavallarins, og í Þorlákshöfn var allt fullt. Æfingasvæði golfklúbbanna voru sömuleiðis pökkuð. Menn hafa aldrei séð annað eins. Fyrir þessu eru margvíslegar ástæður, eins og blaðamaður Vísis komst að. Í fyrra var slegist um rástímana og kylfingar ættu ekki að gera ráð fyrir öðru en að slagurinn verði jafnvel blóðugri í sumar komandi. Golfið ekki hallærislegt lengur Harpa Ægisdóttir er fjármálastjóri Golfklúbbs Reykjavíkur. Hún segir að á tímabili hafi verið 500 manns á biðlista eftir því að vera teknir inn í klúbbinn. „Það eru alltaf einhverjir að hætta og við hleyptum þá inn í staðinn. Nei við erum ekki að fjölga í félaginu. Sem stendur eru um 350 manns á biðlista,“ segir Harpa en meðlimir í GR eru 3.400 manns. Harpa segir að á tímabili hafi 500 manns verið á biðlista hjá GR.Facebook Að sögn Hörpu er það einskonar þumalputtaregla að ætla tiltekinn meðlimafjölda miðað við níu holur. Hana minnir að það séu um 700 til 750 en GR er með 27 holur alls úr að spila: Á Korpu, þar sem eru þrír níu holu vellir og á Grafarholti þar sem er 18 holu völlur. Auk minni æfingavalla. Harpa, sem hefur starfað hjá GR í 18 ár hefur ekki séð aðra eins ásókn og nú. „Ég held að það séu fleiri virkir félagsmenn núna því fólk kemst ekkert til útlanda. Það eru allir fastir á þessari eyju.“ Þá segist Harpa greina viðhorfsbreytingu. Eins og golfið sé komið í tísku. „Þegar ég var yngri var oft spurt: Ertu í golfi? Það þótti kjánalegt. Þetta hefur verið að breytast og yngri kynslóðin er að taka við sér.“ Þessi heiðursmaður stillir sér upp á teig, með driver í hönd og svo er látið vaða.vísir/vilhelm Ólafur Þór Ágústsson framkvæmdastjóri golfklúbbsins Keilis í Hafnarfirði tekur í sama streng – golfið þykir ekki hallærislegt lengur. Hjá Keili eru tæplega 50 á biðlista. Hann segir mikið um að menn séu að sækja um inngöngu í klúbbinn. Golfsprenging og gríðarleg eftirspurn Ólafur Þór segir það ekki orðum aukið að tala um golfsprengju. „Það er rosaleg vakning í golfi. Það sem kemur manni mest á óvart er rosaleg fjölgun í aldurshópnum milli tvítugs og þrítugs. Hópur sem við höfum alltaf misst út. Við höfum haft af því áhyggjur. Fólk fer í gegnum unglingastarfið, þjálfunina og svo höfum við verið að missa þennan hóp út. Við lækkuðum árgjöldin á þennan hóp fyrir fjórum til fimm árum; það er framtíð í þessu fyrir golfið. Og svo er mikil fjölgun hjá kvenþjóðinni.“ Ólafur Þór hjá Keili segir það ekki öfsögum sagt; það er kjarnorkusprengja í golfinu núna.vísir/jakob Ólafur Þór, sem er eldri en tvævetur í golfbransanum, segir það svo að golf blómstri í ástandi eins og er núna. „Fólk hefur meiri tíma og eyðir honum í afþreyingu. Golf er tiltölulega ódýr og aðgengileg afþreying. Uppúr hruninu voru svipaðir tímar. Engu logið með það,“ segir framkvæmdastjórinn. En greinir annað mynstur meðal þeirra sem leggja stund á golfið: „Það er áberandi gróska í golfi hjá yngri gaurum, undir þrítugu.“ Þannig virðist sem breyttur tíðarandi og þá ekki síður Covid hafi þarna mikil áhrif. Greinilegt er að mikil óþreyja er komin í landsmenn, sem virðast telja að það sé að missa af sjálfu lífinu. Vilja nýta hverja mínútu sem gefst til að fara út og þeir sem starfa við golfið á Íslandi fara ekki varhluta af þessu. Ljósmyndari Vísis rakst á þessa þrjá á Korpu fyrr í vikunni. Þeir létu það ekki trufla sig hið minnsta þó þeir væru að slá inn á vetrarflatir. Mikla aukningu má greina í öllum aldurshópum og heldri borgarar hafa verið að gera sig gildandi á golfvöllum landsins, meira en nokkru sinni fyrr.vísir/vilhelm Forseti Golfsambands Íslands er Haukur Örn Birgisson. Hann segir þetta rétt. Fólk er orðið þreytt á takmörkunum, að geta ekki um frjálst höfuð strokið og klæi í puttana að komast í golf. Um leið og veður leyfir. „Ef spá er góð eru allir rástímar farnir. Kylfingar eru jafnvel að bóka rástíma í byrjun mars klukkan þrjú vitandi að þeir séu þá að spila inn í myrkur,“ segir Haukur Örn. Hann fagnar vitaskuld þessum gríðarlega áhuga. 25 prósenta aukning í yngri aldurshópnum Blaðamaður Vísis spurði Hauk Örn hvað ylli og hann segir þar ýmsa samverkandi þætti að verki. Í fyrra hafi verið algjört metár í þátttöku. „Kylfingum fjölgaði um einhver 12 prósent milli ára sem er algjört met. Skemmtilegt við það og sérstakt er að fjölgun var í hverjum einasta aldursflokki. Þvert yfir línuna. Sé litið til aldurshópsins 15 til 40 þá var þar 25 prósenta fjölgun meðal iðkenda milli ára!“ Haukur Örn sagði mikla aukningu hafa orðið í fyrra og í ár stefni í sprengingu. Golfklúbbarnir hafa þegar selt rástíma fyrir milljónir.vísir/S2 Haukur Örn segir að mesta fjölgun þátttakenda megi greina í aldurshópnum 20 til 40 ára. „Þetta er ekki hópurinn sem hefur verið að fylkja sér inn í golfhreyfinguna. Þetta er fólk sem gjarnan er að byrja í nýju starfi, koma undir sig fótunum og hefur haft annað að gera. Gaman að sjá það. Að þarna skyldi verða mikil fjölgun.“ Þá segir Haukur Örn það ekkert launungarmál að meginorsakavaldurinn sé Covid. „Við erum auðvitað í skýjunum með þessar tölur en sáum fyrir okkur að stærsta áskorunin yrði að halda í alla þessa kylfinga. Að þetta séu ekki einhverjir einskiptis farþegar. Núna er heldur betur að koma í ljós að þær áhyggjur voru óþarfar.“ Forsetinn segir að hjá klúbbunum finni fólk fyrir gríðarlega miklum áhuga fyrir sumrinu og milljón dollara spurningin sé hvers vegna? „Maður hefur oft verið spurður að því á erlendum vettvangi hvers vegna þessi fjölgun á Íslandi? Aðrar þjóðir hafa verið að glíma við hið gagnstæða. Nú eru þessar tölur úr öllu korti, einhver sérstök viðbót.“ Þúsundir kylfinga fastir á landinu Haukur Örn nefnir að eitt sem skipti miklu máli sé þetta sem Harpa nefndi: Allir eru staddir á Íslandi. Enginn er að ferðast til útlanda en íslenskir kylfingar dvelja margir, þúsundum saman, á Spáni, Portúgal eða Bretlandi um lengri eða skemmri hríð til að sinna golfinu við góðar aðstæður. Allt þetta fólk er nú heima og stundar golfið af kappi heima. Eru virkir sem svo þýðir að erfiðara er að komast að. Básar, æfingasvæði GR. Þarna er oft margt um manninn. Haukur Örn segir að þegar hann fari þarna að kvöldi til sjái hann jafnan marga sem tilheyra aldurshópnum 20 til 40 ára en þar hefur mest aukning orðið.vísir/Vilhelm „Númer tvö er atriði sem er almenns eðlis. Golfíþróttin er íþrótt opin öllum og stunduð þvert á allar samfélagsmyndir á Íslandi. Hér eru allir sem leika golf. Þetta er pjúra fjölskyldu- og vina sport. Fólk byrjar síður að stunda aðrar íþróttagreinar þegar það er komið á fullorðinsár. Þú byrjar ekkert að æfa körfubolta í fyrsta skipti 38 ára gamall. Eða fimleika. Golfið hentar þannig vel.“ Forseti GSÍ gefur sér góðan tíma í að lýsa dásemdum golfsins, rabba megi við félagana eða fjölskyldumeðlimi í góðlátlegri keppni; í rólegheitum úti á grænum grundum og notið samverunnar. Og ekki margar íþróttir geti boðið upp á keppni ömmu við barnabarnið… En við erum í leit að svörum. Hvað veldur þessari sprengju? „Já, í þriðja lagi,“ segir Haukur Örn, „þá tengist þessi mikla ásókn ástandinu sem er núna. Golfíþróttin er opin öllum núna ólíkt öðrum íþróttagreinum sem liggja niðri. Fólk fer í hefðbundinn göngutúr og svo er hægt að kippa golfkylfunum með og spila nokkrar holur. Gera eitthvað meira úr göngutúrnum.“ Allt fullt! Kylfingur nokkur ætlaði að athuga með rástímabókanir í byrjun viku, á þriðjudag nánar tiltekið og komst að því inni á bókunarkerfi Golfsambandsins að hjá GR og í Þorlákshöfn var hver einasti rástími bókaður.skjáskot Í fjórða lagi, segir Haukur Örn að rekja megi aukinn áhugann til markaðsstarfs sem hefur verið unnið í tengslum við golfið undanfarin ár. Sem Haukur Örn telur að sé að skila sér. „Klúbbarnir sjálfir hafa gert það mjög vel og Golfsambandið líka, það hefur staðið fyrir ákveðnum herferðum undanfarin ár til að kynna íþróttina fyrir tilteknum hópum; stelpugolf, vinagolf … þetta er að skila sér núna.“ Klúbbarnir þegar selt rástíma fyrir milljónir króna Og samhliða þessu hafa Íslendingar eignast afrekskylfinga sem hafa náð fótfestu á erlendum mótaröðum sem hefur haft það í för með sér að kylfingar er í fjölmiðlum nánast daglega í kringum keppnishelgar. „Það skiptir máli að hafa slíkar fyrirmyndir sem kveikja áhuga ungra kylfinga. Síðustu sex til átta ár hefur þetta staðið yfir. Áhugi hafi kviknað og nú eru þau sem fóru að fylgjast með því yngri að koma inn í hreyfingu. Þessi aldurshópur 20 plús sem hefur hafið mikla innreið í sportið.“ Þessir kylfingar splæstu undir sig bíl í vetrargolfinu á Korpu.Vísir/vilhelm Fimmtu ástæðuna sem Haukur Örn tiltekur segir hann ekki vera byggða á vísindalegri könnun en hann rennur í grun að fólk geri ráð fyrir sömu aðstæðum og voru í fyrra. Og þær aðstæður verði fram á haust. „Svo virðist vera að fólk sé farið að hugsa lengra fram í tímann en það hefur gert undanfarin ár. Rástímar á sumum golfvöllum utan höfuðborgarsvæðisins eru að bókast upp í júní, júlí ágúst. Fólk er að panta tíma núna. Klúbbar eru að lenda í því að fólk er að bóka rástíma í febrúar/mars með löngum fyrirvara og greiða fyrir þá. Þetta hefur ekki gerst áður.“ Haukur Örn telur einsýnt að margir ætli að ferðast innanlands í sumar, fara hringinn, bóka þá hótel og vilja þá tryggja sér afþreyingu. „Þetta er nýtt að golfvellir á Íslandi, við jaðar höfuðborgarsvæðisins, séu búnir að selja rástíma fyrir nokkrar milljónir í byrjun mars.“ Og þegar þetta bætist við mikla aukningu í virkni, eða nýtingu golfvalla yfir sumartímann þá þýðir það að golfvellir í kringum höfuðborgarsvæðin voru að tvöfalda veltuna milli ára frá 2019. „Já, veltutölurnar voru mjög góðar.“ Stórir hópar hafa meiri tíma Hér er ljóst að ýmsir þættir hafa sitt að segja og valda þessari sprengingu. Í sjötta lagi segir Haukur Örn, og er þar á svipuðu róli og Ólafur Þór, að það hafi sýnt sig í gegnum tíðina að þegar þrengingar hafa dunið á samfélögum hefur golfið af einhverjum ástæðum synt á móti straumnum, „Efnahagslegar þrengingar, heilsufarslegar þrengingar eins og nú er … golfinu hefur tekist að synda gegn straumnum – ásókn hefur aukist. Einn þeirra sem ljósmyndari Vísis hitti á Korpuvelli. Hann ber sig vel á teignum. Sumir láta ekkert stoppa sig í því að fara í golf, hvernig sem veður er, vetur, sumar, vor og haust.vísir/vilhelm Þetta þýðir að golf er greinilega mjög framalega á forgangslista fólks og mikilvægt þegar kemur að lýðheilsu og geðheilsu. Efnahagshrunið 2008 til 2009 er dæmi um þetta. Kylfingum fjölgaði milli ára þrátt fyrir kreppu og met atvinnuleysi.“ Allt ber að sama brunni. Golfhermar hafa sprottið upp sem gorkúlur í vetur, til að bregðast við aukinni eftirspurn. „Þeir hafa verið þéttsetnir þegar þeir hafa mátt vera opnir. Allt þetta, samanlagt, hefur valdið því að fjölgunin og áhuginn er jafn gríðarlega mikill og raun ber vitni.“ Svo væntanlega spilar það inn í að stórir hópar fólks hafa talsvert meiri tíma svo sem ríkisstarfsmenn, en víða í opinbera geiranum hefur starfsemi verið í hægagangi, og atvinnuleysi? „Já, og það að þeir eru ekki að ferðast. Það þýðir aukið svigrúm í vinnu. Það er meiri viðvera en á móti aukið svigrúm. Ég ferðast yfirleitt mikið. Nú sinni ég vinnunni meira sem þýðir að ég, í huga mínum, get gefið mér hlé til að skjótast út á golfvöll.“ Erfitt að komast að í sínum eigin klúbbi Hin hliðin á peningnum, þessari velgengni sem forysta golfhreyfingarinnar fagnar ákaft, er svo sú að barist er um rástímana. Í fyrra var það þannig að ýmsir voru orðnir afar pirraðir á því að geta ekki komist að í sínum eigin klúbbi. Það var allt bókað upp í rjáfur nema veður væri þeim mun verra. Það er alveg ljóst að ástandið verður ekki betra í sumar. „Jájá, ég skil þá frústrasjón mjög vel,“ segir forseti GSÍ. Hann bendir á að lausn á vandanum þurfi ekki að vera eins fjarlæg og virðist í fyrstu. „Lykilatriði er að klúbbarnir séu með kerfi og finni sanngjarnan flöt á þessu. Að það sé ekki alltaf svo einfalt að fyrstir komi fyrstir fái, þeir sem bíða við tölvuna. Þetta nýja kerfi, golfbox, bíður uppá mikla möguleika á að stilla þetta af með einföldum hætti. Golfklúbbar, svo dæmi sé tekið, geta búið til reglur í rástímaskráningu sinni.“ Forseti GSÍ gerir heiðarlega tilraun til að útskýra þetta fyrir blaðamanni Vísis. „Sem virkar þannig að kylfingur sem tvívegist hefur leikið rástíma milli til dæmis tvö og fjögur, sem er eftirsóttur tími, getur ekki bókað sér sama tíma næstu þrjá dagana. Þannig má dreifa þessu svo það séu ekki alltaf þeir sömu sem fá bestu rástímana. Þeir tímar eru þá þeim ekki aðgengilegir þegar skráning hefst.“ En nú hefur maður heyrt því fleygt að konur og gamalmenni séu að taka þetta yfir og jafnvel einoka? „Konum hefur fjölgað rosalega mikið á undanförnum 15 árum. En aðalaukningin er hins vegar, eins og áður sagði, í yngri aldurshópnum. Hefur verið þannig ef maður fer á æfingasvæði á kvöldin, að þá eru þau sneisafull af fólki á mennta- og háskólaaldri. Ég hef ekki séð það áður. Þetta er nýr hópur.“ Markaðurinn að mettast og engir nýir vellir í augsýn Haukur Örn segir að miðað við þessa gríðarlega miklu fjölgun þeirra sem leggja stund á golf þá verði ekki hjá því komist að vandamál verði með rástímana. Og því miður þá hafi golfholum á höfuðborgarsvæðinu ekki fjölgað í samræmi við það; engir nýir golfvellir hafa litið dagsins ljós. Og ekki sé útlit fyrir að þeim fjölgi, engir slíkir séu á teikniborðinu. Haukur Örn segir það verulegt áhyggjuefni að þrátt fyrir gríðarlega aukningu meðal þeirra sem stunda golf þá hafa fáar ef nokkrar nýjar holur bæst við til að mæta því undanfarin ár. Engir nýir vellir. Og ekkert neitt slíkt í augsýn. vísir/daníel Eiginlega hefur bara Brautarholtið uppi á Kjalarnesi bæst við á undanförnum áratugum. Setbergsvöllurinn mun þurfa að víkja fyrir byggð á næstunni en óljósar hugmyndir eru uppi um að byggður verði völlur í stað hans við Hvaleyrarvatn. En engin vinna er farin af stað við það. Og þá stendur til að færa níu holu völl sem er á Álftanesinu. „Engar nýjar golfholur að verða til, sem er sorglegt og áhyggjuefni. Einhvern tíma mettast markaðurinn og við komum ekki fleiri kylfingum fyrir. Það styttist óðum í það. En á móti kemur, ekki þarf að keyra nema þrjátíu mínútur út úr bænum til að komast í golf.“
Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Veður Skipulag Reykjavík Hafnarfjörður Mest lesið Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira