Teitur Örn Einarsson skoraði þrjú mörk fyrir Kristianstad og Ólafur Guðmundsson skoraði tvö. Það dugði þó ekki til og Skovde vann mikilvægan sigur á útivelli.
Jack Thurin var markahæsti maður vallarins, en hann skoraði sjö mörk fyrir Skovde. Bjarni Ófeigur komst ekki á blað.
Þriðji leikur liðanna fer fram á heimavelli Skovde á laugardaginn eftir viku. Þar geta heimemenn tryggt sér farseðilinn í úrslitaeinvígið.