„Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. apríl 2021 17:33 Páll Óskar Hjálmtýsson ítrekar að skömmin sé aldrei hjá þeim sem deilir myndum, heldur hjá þeim sem brjóta trúnaðinn. Páll Óskar Hjálmtýsson „Skömmin var aldrei hjá mér. Skömmin er aldrei hjá þeim sem treystir. Skömmin er hjá þeim sem brýtur trúnaðinn og traustið,“ segir söngvarinn Páll Óskar Hjálmtýsson í samtali við Vísi. Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar. Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira
Páll Óskar deildi fyrr í dag myndum af sér á samfélagsmiðlum sem höfðu verið í dreifingu á netinu í hans óþökk. Svo virðist sem myndbirtingin hafi orðið til þess að Instagram-reikningur hans hafi verið frystur. Myndirnar eru ekki lengur sjáanlegar á Instagram og svo virðist sem aðgangi hans hafi verið læst að sögn Páls Óskars. „Ef ég vissi hver hálfvitinn væri þá myndi ég kæra. Ég fer mjög varlega inni á svona stefnumóta-öppum og passa mig á því að ég deili ekki svona persónulegum myndum af mér eða upplýsingum, ekki fyrr en að samtalið er komið á flug,“ bætir hann við. Hann segist muna eftir því þegar hann sendi myndirnar til annars einstaklings á stefnumótaforritinu Grindr fyrir um einu og hálfu ári síðan. „Hann stingur upp á því að fara að skiptast á myndum og hann sendir mér þrjár myndir og ég sendi honum þrjár myndir og þá slitnar sambandið. Eins og hann hafi blokkað mig eða strokað út prófílinn sinn, hann bara hvarf, og þá leið mér eins og ég hafi hlaupið fyrsta apríl,“ útskýrir Páll Óskar. „Þetta er taktík hjá þeim sem eru með einbeittan brotavilja, þegar þeir eru búnir að fá það sem þeir eru að leita að þá klippa þeir á samskiptin þannig að ég geti ekki gert neitt.“ Glæpsamlegt að deila myndum áfram Hann viti því ekki hver var að verki en ef svo væri myndi hann ekki hika við að kæra. Það var þó ekki fyrr en nýlega sem lög tóku gildi sem gera stafrænt kynferðisofbeldi af þessum toga refsivert. „Lagaumhverfið er komið og þetta er hætt að vera grín,“ segir Páll Óskar. „Við erum á fullu og við erum ennþá að búa til umferðarreglur á internetinu,“ segir Páll sem líkir tilkomu og þróun internetsins við þær breytingar sem urðu þegar bílar leystu hestvagna af hólmi í umferðinni. „Við urðum smám saman að búa til umferðarmenningu og núna í dag vitum við öll hvað rautt, gult, grænt þýðir. Ég held að svona umferðarslys á internetinu sem eru að gerast næstu því á hverjum degi, og það hafa orðið mörg ljót slys á internetinu, þetta verður til þess að við lærum betur inn á internetið og búum til umferðarreglur sem allir skilja og fara eftir. Það verður að gerast,“ Hann fagnar því að nú séu á Íslandi komin lög sem taki á brotum af þessum toga á internetinu. „Þetta gerir þú ekki. Hvernig ég lít út eða í hvernig formi ég er eða hvort ég sé með rass eða ekki, mér finnst þetta ekki vera aðal punkturinn. Aðal punkurinn er að það er einhver gaur þarna sem brýtur trúnað gagnvart mér. Það er glæpsamlegt og það er glæpurinn,“ segir Páll Óskar. Hefur ekkert til að skammast sín fyrir Hann ítrekar að skömmin liggi hjá þeim sem brýtur traustið en ekki þeim sem sýnir það. „Það mega allir taka myndir af sér og senda þeim sem þeir vilja sem einkaskilaboð, sem trúnaðar og traust skilaboð.“ Hann kveðst ekki skilja hvað viðkomandi hafi gegnið til. „Er hann að reyna að fá mig til að skammast mín? Og fyrir hvað þá? Á ég að skammast mín fyrir að vera hommi, á ég að skammast mín fyrir að vera inni á Grindr, á ég að skammast mín fyrir að leita að kynlífi? Á ég að skammast mín fyrir það hvernig ég lít út? Svarið er nei við öllu ofantöldu, ég skammast mín ekki fyrir neitt af þessu, það er ekki til í mér,“ segir Páll Óskar. Hann kveðst hafa á tilfinningunni að málið snúist að einhverju leyti um vald. „Þessi gaur er eitthvað að sýna mér að hann hafi eitthvað vald yfir mér eða sé að reyna að stjórnast í mér af því hann er með einhverjar myndir af mér. Eða að hann sé að reyna að blása upp sitt eigið egó.“ Í öllu falli sé „viðkomandi svikahrappur fáviti,“ að sögn Páls, fáviti sem sé óalandi í mannlegum samskiptum. Hann kveðst hafa vitað í nokkuð langan tíma að myndirnar hafi verið í dreifingu. Í mars á þessu ári hafi myndirnar svo aftur komist í mikla dreifingu eftir að þeim var deilt á SnapChat. „Núna bara í gær sagði ég að nú væri komið mál að linni og af hverju ekki að snúa vörn í sókn. Það fer mér ekki að vera í svona vörn,“ segir Páll Óskar.
Stafrænt ofbeldi Kynferðisofbeldi Mannréttindi Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Innlent Fleiri fréttir „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Sjá meira