Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2021 13:04 Óðinshanahjón á góðri stundu en það eru „öfug kynhlutverk“ hjá óðinshana og þórshana, hún er skrautlegri og getur átt nokkrar karla, hann sér um álegu og ungauppeldi. Jóhann Óli Hilmarsson Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend Árborg Fuglar Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira
Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend
Árborg Fuglar Veður Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Fleiri fréttir Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Sjá meira