Fótbolti

Dramatískur sigur hjá Gló­dísi Perlu á meðan lítið gekk upp hjá strákunum

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Glódís Perla og stöllur hófu tímabilið á 1-0 sigri.
Glódís Perla og stöllur hófu tímabilið á 1-0 sigri. Fredrik Sandberg/TT

Fjöldi Íslendinga var í eldlínunni í sænsku úrvalsdeildunum í knattspyrnu í dag. Rosengård vann dramatískan sigur á Linköping en karla megin var enginn Íslendingur í sigurliði.

Fyrr í dag gerði Kristianstad 1-1 jafntefli við Eskilstuna United á útivelli. Sveindís Jane Jónsdóttir gerði sér lítið fyrir og skoraði í fyrsta leik sínum í sænsku úrvalsdeildinni. 

Glódís Perla Viggósdóttir og stöllur hennar í Rosengård unnu dramatískan 1-0 sigur á Linköping en sigurmark leiksins kom í uppbótartíma. Glódís Perla lék allan leikinn í hjarta varnar Rosengård.

Valgeir Lunddal Friðriksson var í byrjunarliði Häcken sem tapaði 2-1 fyrir Malmö á heimavelli í dag. Valgeir hóf leikinn í vinstri bakverði en var tekinn af velli á 73. mínútu leiksins fyrir hinn Íslending liðsins, Óskar Sverrisson.

Íslendingalið Norrköking tapaði 1-0 fyrir Djurgarden á útivelli. Ísak Bergmann Jóhannesson og Ari Freyr Skúlason voru í byrjunarliði Norrköping. Ísak Bergmann var tekinn af velli á 75. mínútu leiksins en sigurmarkið kom þremur mínútum síðar. 

Finnur Tómas Pálmason sat allan tímann á varamannabekk liðsins.


Tengdar fréttir

Sjáðu markið: Sveindís Jane skoraði í sínum fyrsta leik

Sveindís Jane Jónsdóttir spilaði sinn fyrsta leik með Kristianstad í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar gegn Eskilstuna í dag. Það tók Sveindísi ekki nema 11 mínútur að stimpla sig inn. Lokatölur 1-1, en Eskilstuna jafnaði rétt fyrir hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×