Þjónandi forysta Eva Björk Harðardóttir skrifar 19. apríl 2021 07:01 Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Suðurkjördæmi Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Kynin eru almennt ólík að eðlisfari. Mismunandi hormón hafa áhrif á hvaða hlutar heilans í hverju kyni fyrir sig eru virkari en önnur. Við hugsum oft og leysum mál með mismunandi hætti eftir kynjum því styrkleikar okkar eru mismunandi. Við myndum alla jafna sambönd við okkar lífsförunauta út frá því hvernig við getum bætt hvert annað upp og virðumst oft dragast að andstæðum okkar. Tökum eftir hvernig hjón eru oft á tíðum ótrúlega ólík en samt samhent og farsæl í lífinu. Leiðtoga þessa lands þyrfti að mínu mati að velja sem þverskurð af því samfélagi sem þeim er ætlað að leiða eða þjóna hverju sinni. Þannig ættum við að ná sem bestum árangri þegar kemur að því að velta upp öllum hliðum þeirra mála sem við erum að glíma við hverju sinni. Afdrifaríkar ákvarðanatökur sem snerta líf og afkomu fólks í landinu má ekki gjaldfella með því að velja í leiðtogahlutverkin einhæfar stereotýpur með sömu menntun, búsetu og uppruna. Ég hef alla tíð aðhyllst þá aðferðarfræði, að leiðtogi þurfi að vera þjónn þeirra sem hann leiðir. Löngu áður en ég hafði heyrt um eða lesið mér til um þjónandi leiðtoga. Fyrst sem kennari, þar sem nemendur mínir og foreldrar voru þeir aðilar sem ég var að þjóna og síðar sem hótelstjóri. Þar uppgötvaði ég fljótlega að þar sem ég gat ekki sjálf verið í öllum hlutverkum til lengdar þá yrði ég að þjóna mínu starfsfólki á þann hátt að þau hefðu þau tæki og tól sem þau þörfnuðust til að þjóna gestum hótelsins þannig að þeir færu ánægðir frá okkur. Einnig er það ótvírætt þannig að ánægður starfsmaður er mun hæfari til að veita betri þjónustu en ósáttur starfsmaður. Sömu hugmyndafræði hef ég notað í sveitarstjórnarmálunum. Þeir sem veljast til forystu þurfa að mínu mati að vera tilbúnir að vera þjónar þess samfélags sem velur þá í það hlutverk ef vel á að vera. Það þýðir ekki það að slíkir leiðtogar verði þá eins og viljalaus verkfæri. Ákveðin framtíðarsýn og sterk gildi eru nauðsynlegt veganesti því ef þú ætlar að taka spor inn í framtíðina og ná fólkinu með þér, þá er eins gott að snúast ekki eins og skopparakringla eftir skoðunum síðasta ræðumanns. Á tímum þarf að taka erfiðar ákvarðanir en þá er eins gott að þær séu réttar fyrir heildina og skref í rétta átt þótt það komi ekki í ljós fyrr en seinna. Alþingismaður þarf að vera tilbúinn til að slá vörð um fólkið og fyrirtækin í landinu og veita þeim þá þjónustu sem þau þurfa á að halda til að geta vaxið og lifað góðu lífi í þessu landi. Ég tel mjög nauðsynlegt að koma hreint fram með skoðanir á umdeildum málaflokkum. Oft finnst mér eins og fólk veigri sér við að taka umræðuna ef skoðanir eru skiptar. Ég hef sjálf fallið í þá gryfju. En kjósendur eiga rétt á því að vita nákvæmlega fyrir hvað viðkomandi frambjóðendur standa, skoðanir þeirra og gildi. Ef við frambjóðendur, bjóðum uppá orðræðu sem við höldum að kjósendur vilji heyra í stað þess að koma hreint fram og bera það á borð sem kjósendur þurfa að heyra, þá erum við að svíkja þá. Höfundur er í framboði til prófkjörs Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi 29. maí nk. og sækist eftir 2.-3.sæti.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun