NBA dagsins: Ætlaði að fagna uppi á borði eins og Wade eftir fyrstu sigurkörfuna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2021 15:00 Samherjar Bams Adebayo fagna með honum eftir að hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets í gær. ap/Wilfredo Lee Bam Adebayo skoraði sína fyrstu sigurkörfu á NBA-ferlinum þegar hann tryggði Miami Heat sigur á Brooklyn Nets, 109-107, í gærkvöldi. Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira
Staðan var jöfn, 107-107, fyrir lokasókn Miami. Adebayo fékk boltann á þriggja stiga línunni, sótti á Jeff Green og inn í teig áður en hann reis upp og setti niður stökkskot í þann mund sem leiktíminn rann út. Þetta var í fyrsta sinn sem leikmaður Miami skorar sigurkörfu sem þessa síðan Dwyane Wade gerði það fyrir tveimur árum. Í viðtali eftir leikinn sagðist Adebayo hafa íhugað að fagna eins og Wade gerði 2019, með því að standa uppi á ritaraborðinu. spending all day watching this Dwyane Wade buzzer beaterpic.twitter.com/6ACH8krbS9— SB Nation (@SBNation) February 28, 2019 Adebayo lét það þó vera í hálftómri höll. Hann nýtti hins vegar tímann í viðtalinu til að renna yfir skilaboðin og hamingjuóskirnar sem honum höfðu borist eftir leikinn. Miðherjinn sagðist vonast til að þessi sigur yrði eins konar snúningspunktur á tímabilinu hjá Miami. Eftir að hafa komist í úrslit á síðasta tímabili hefur ekki gengið vel í vetur og liðið er í 7. sæti Austurdeildarinnar og þarf eins og staðan er núna að fara í umspil um sæti í úrslitakeppninni. Adebayo skoraði 21 stig fyrir Miami í leiknum í gær, tók fimmtán fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Goran Dragic skoraði átján stig og Kendrick Nunn sautján. Landry Shamet skoraði þrjátíu stig fyrir Brooklyn sem er í 2. sæti Austurdeildarinnar. Kevin Durant fór meiddur af velli í liði Brooklyn eftir aðeins fjórar mínútur. Í spilaranum hér fyrir neðan má sjá brot úr leikjum Miami og Brooklyn, New York Knicks og New Orleans Pelicans og Atlanta Hawks og Indiana Pacers auk flottustu tilþrifanna. Klippa: NBA dagsins 19. apríl NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Bjarni og Guðbjörg endurheimtu bæði Íslandsmeistaratitilinn í CrossFit Sport Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Fótbolti Fleiri fréttir Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Blikarnir taplausir á toppnum Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjá meira