Curry hefur spilað eins og engill að undanförnu og átti enn einn stórleikinn þegar Golden State sigraði topplið Austurdeildarinnar, Philadelphia 76ers, 96-107.
Curry skoraði 49 stig og setti niður tíu þriggja stiga skot. Hann hefur nú skorað að minnsta kosti þrjátíu stig í ellefu leikjum í röð sem er met hjá leikmanni 33 ára og eldri. Í síðustu tíu leikjum hefur hann skorað samtals 72 þriggja stiga körfur sem er met.
49 POINTS, 10 THREES for Curry
— NBA (@NBA) April 20, 2021
Most 3s in a 10-game span (72)
11th straight 30+ point game
10+ threes in 4 out of last 5 games@StephenCurry30 gonna Steph. pic.twitter.com/OBuwpGf8Ie
11 straight games of 30+ points.. @StephenCurry is having fun. pic.twitter.com/RQW3tm2W9J
— NBA (@NBA) April 20, 2021
Yngri bróðir Currys, Seth, skoraði fimmtán stig fyrir Philadelphia. Joel Embiid var atkvæðamestur í liði heimamanna með 28 stig, þrettán fráköst og átta stoðsendingar.
Jokic sýndi allar sínar bestu hliðar og rúmlega það þegar Denver vann Memphis Grizzlies, 139-137, í tvíframlengdum leik.
Serbinn skoraði 47 stig, tók fimmtán fráköst og gaf átta stoðsendingar. Will Barton skoraði 28 stig og Michael Porter 21 stig. Ja Morant skoraði 36 stig og gaf tólf stoðsendingar fyrir Memphis.
JOKER. TAKES. OVER.
— NBA (@NBA) April 20, 2021
47 points
15 boards
8 assists
Clutch triple to lift @nuggets in 2OT pic.twitter.com/wf8UgTa7XH
Devin Booker tryggði Phoenix Suns sætan sigur á Milwaukee Bucks, 127-128, í framlengdum leik. Hann setti niður vítaskot þegar 0,3 sekúndur voru eftir af leiknum.
Khris Middleton jafnaði fyrir Milwaukee með þristi, 127-127, þegar 22 sekúndur voru eftir en í lokasókn Phoenix fiskaði Booker villu, fór á vítalínuna og kláraði leikinn.
Booker skoraði 24 stig og var stigahæstur í liði Phoenix sem er í 2. sæti Vesturdeildarinnar. Chris Paul skoraði 22 stig og gaf þrettán stoðsendingar. Hann er nú kominn upp í 5. sætið á listanum yfir stoðsendingahæstu leikmenn NBA frá upphafi.
Now 5th on the all-time ASSISTS list.. @CP3!pic.twitter.com/KpX8XVvytF
— NBA (@NBA) April 20, 2021
Giannis Antetokoumpo var með 33 stig og átta fráköst hjá Milwaukee sem hefur tapað tveimur leikjum í röð. Liðið er í 3. sæti Austurdeildarinnar.
Úrslitin í nótt
- Philadelphia 96-107 Golden State
- Denver 139-137 Memphis
- Milwaukee 127-128, Phoenix
- Detroit 109-105 Cleveland
- Boston 96-102 Chicago
- Indiana 94-109 San Antonio
- Miami 113-91 Houston
- Washington 119-107 Oklahoma
- LA Lakers 97-111 Utah

NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.