Forseti FIFA fordæmir ofurdeildina og segir að liðin verði að axla ábyrgð Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 20. apríl 2021 11:30 Forseti FIFA hefur tjáð sig um ofurdeildina. UEFA Gianni Infantino, forseti alþjóðaknattspyrnusambandsins FIFA, hefur fordæmt ofurdeild Evrópu og sagt að FIFA sé alfarið á móti stofnun deildarinnar. Hann segir að það verði afleiðingar en hótaði þó ekki að leikmenn yrði setti í landsleikjabann. Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður. Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Aleksander Ceferin, forseti evrópska knattspyrnusambandsins, hótaði öllu illu í gær og sagði að leikmenn sem myndu spila í ofurdeild Evrópu – ef af henni verður – myndu ekki fá að taka þátt í mótum á vegum UEFA og FIFA. Infantino gekk ekki alveg svo langt er hann ræddi deildina nú snemma morguns. „Við getum aðeins fordæmt stofnun ofurdeildarinnar, ofurdeild sem er lokuð öðrum og er ekki í samræmi við aðrar stofnanir UEFA og FIFA. Þessi lið þurfa að axla ábyrgð,“ sagði Infantino á þingi UEFA. "Either you're in or you're out. You cannot be half in or half out."FIFA president Gianni Infantino has voiced his disapproval of the European Super League and says the clubs involved "must live with the consequences of their choice".— Sky Sports News (@SkySportsNews) April 20, 2021 „Ef sum lið ákveða að fara sína eigin leið þurfa þau að lifa með afleiðingum gjörða sinna. Þau þurfa að axla ábyrgð. Þetta þýðir að annað hvort ertu með okkur eða ekki, þú getur ekki verið bæði,“ bætti hann við. Þó Infantino hafi ekki sagt að FIFA muni banna leikmönnum að spila með landsliðum sínum er ljóst að liðunum sem taka þátt í ofurdeildinni verður enginn greiði gerður.
Fótbolti Ofurdeildin FIFA Tengdar fréttir Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04 Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01 Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30 Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45 Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00 UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45 Mest lesið Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Fótbolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Enski boltinn Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Dagskráin í dag: Lokasóknin, Extra, píla, snóker og íshokkí Sport Fleiri fréttir Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Hlín og Guðrún báðar tilnefndar: „Það er engin eins og hún“ Heimir í vandræðum með flókinn þjóðsöng: „Ég mun ná þessu“ Hlín í keppni við sjálfa sig um besta markið Frekari breytingar á landsliðshópnum Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ Inter klúðraði gullnu tækifæri til að komast á toppinn Arftaki De Rossi entist í aðeins átta leiki „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Orri Steinn spilaði hálftíma í sigri á toppliði Barcelona Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Sjá meira
Rauða spjaldið: Vilhjálmur og Boris beita sér gegn Ofurdeildinni Vilhjálmur Bretaprins er meðal þeirra sem hafa tjáð sig um nýja Ofurdeild í knattspyrnu en hann sagði á Twitter að nú riði á að standa vörð um knattspyrnusamfélagið og þau gildi sem það stæði fyrir; samkeppni og sanngirni. 20. apríl 2021 09:04
Forseti ofurdeildarinnar: „Erum að gera þetta til að bjarga fótboltanum“ Florentino Pérez, forseti ofurdeildarinnar, segir að tilgangurinn með henni sé að bjarga fótboltanum. Hann segir engar líkur á að leikmönnum sem leika í ofurdeildinni verði bannað að spila með landsliðum sínum eins og Aleksander Ceferin, forseti UEFA, hefur hótað. 20. apríl 2021 08:01
Gummi Ben um Ofurdeildina: „Eitt allsherjar klúður“ Guðmundur Benediktsson, íþróttafréttamaður, segir að ný Ofurdeild sé í raun eitt allsherjar klúður. Guðmundur ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakka kvöldsins þar sem farið var yfir vendingarnar í alheimsfótboltanum. 19. apríl 2021 20:30
Reiknar með að Ofurdeildarliðunum verði sparkað úr Meistaradeildinni Jesper Möller, formaður danska knattspyrnusambandsins, reiknar með því að þau tólf lið sem taka þátt í nýrri Ofurdeild verði gert að yfirgefa evrópska knattspyrnusambandið. 19. apríl 2021 17:45
Forseti UEFA um Woodward og Agnelli: „Ég var lögmaður glæpamanna en hef aldrei séð fólk haga sér svona“ Aleksander Ceferin, forseti UEFA, fór vægast sagt hörðum orðum um Andrea Agnelli, forseta Juventus, og Ed Woodward, stjórnarformann Manchester United, á blaðamannafundi í dag og kallaði þá snáka og lygara. 19. apríl 2021 14:00
UEFA ætlar að banna leikmönnum í ofurdeildinni að spila með landsliðum Aleksandar Ceferin, forseti UEFA, ræddi um ofurdeild Evrópu á blaðamannafundi í dag. Þar sagði hann að leikmönnum sem myndu spila í deildinni yrði meina að taka þátt á HM og EM. 19. apríl 2021 12:45