Forseti Tjad féll í átökum við uppreisnarmenn Samúel Karl Ólason skrifar 20. apríl 2021 11:21 Idriss Deby vann nýverið sínar sjöttu kosningar til embættis forseta Tjad en hefur verið sakaður um slæma efnahagsstjórn og harðræði. EPA/ABIR SULTAN Idriss Deby, forseti Tjad, er dáinn. Hann er sagður hafa dáið vegna sára sem hann hlaut þegar hann heimsótti víglínu hers Tjad og uppreisnarmanna í norðurhluta landsins. Upplýsingar um dauða forsetans eru enn á reiki. Talsmaður hers landsins las þó í útvarpi í morgun að forsetinn væri dáinn. Hann hefði fallið í átökum við uppreisnarmenn í morgun. Deby var 68 ára gamall. Deby vann nýverið kosningar í Tjad og var að hefja sjötta kjörtímabil sitt sem forseti landsins. Úrslit kosninganna voru opinberuð í gær. Hann hefur setið í embætti í rúma þrjá áratugi og hlaut hann rúmlega 79 prósent atkvæða í kosningunum, samkvæmt opinberum niðurstöðum. Framboð Deby lýsti því yfir í gær að hann myndi leggja leið sína til víglínunnar og taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, samkvæmt frétt Reuters-fréttaveitunnar. Uppreisnarmenn hafa lengi verið til staðar í norðurhluta landsins en Deby hefur glímt við auknar óvinsældir að undanförnu vegna efnahagsvandræða og ásakana um harðræði. Mikil óreiða hefur ríkt í Tjad undanfarnar vikur vegna átaka við uppreisnarmenn sem tilheyra uppreisnarhóp sem kallast Front pour l’Alternance et la Concorde au Tchad, eða FACT, og hafa erlend ríki kallað flesta erindreka sína frá landinu. FACT eru með höfuðstöðvar sínar í Líbýu og stýra sókninni að N'Djamena, höfuðborg Tjad. þaðan. AFP-fréttaveitan segir her Tjad hafa lýst því yfir að herforinginn Mahamat Idriss Deby Itno, sonur forsetans látna, muni taka við stjórn herráðs landsins og herráðið muni stjórna landinu. #UPDATE The Chadian army have confirmed that General Mahamat Idriss Deby Itno, a four-star general who is the son of slain president Idriss Deby Itno, will replace him at the head of a military council pic.twitter.com/f141GysF1l— AFP News Agency (@AFP) April 20, 2021 Tjad Andlát Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira
Talsmaður hers landsins las þó í útvarpi í morgun að forsetinn væri dáinn. Hann hefði fallið í átökum við uppreisnarmenn í morgun. Deby var 68 ára gamall. Deby vann nýverið kosningar í Tjad og var að hefja sjötta kjörtímabil sitt sem forseti landsins. Úrslit kosninganna voru opinberuð í gær. Hann hefur setið í embætti í rúma þrjá áratugi og hlaut hann rúmlega 79 prósent atkvæða í kosningunum, samkvæmt opinberum niðurstöðum. Framboð Deby lýsti því yfir í gær að hann myndi leggja leið sína til víglínunnar og taka þátt í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum, samkvæmt frétt Reuters-fréttaveitunnar. Uppreisnarmenn hafa lengi verið til staðar í norðurhluta landsins en Deby hefur glímt við auknar óvinsældir að undanförnu vegna efnahagsvandræða og ásakana um harðræði. Mikil óreiða hefur ríkt í Tjad undanfarnar vikur vegna átaka við uppreisnarmenn sem tilheyra uppreisnarhóp sem kallast Front pour l’Alternance et la Concorde au Tchad, eða FACT, og hafa erlend ríki kallað flesta erindreka sína frá landinu. FACT eru með höfuðstöðvar sínar í Líbýu og stýra sókninni að N'Djamena, höfuðborg Tjad. þaðan. AFP-fréttaveitan segir her Tjad hafa lýst því yfir að herforinginn Mahamat Idriss Deby Itno, sonur forsetans látna, muni taka við stjórn herráðs landsins og herráðið muni stjórna landinu. #UPDATE The Chadian army have confirmed that General Mahamat Idriss Deby Itno, a four-star general who is the son of slain president Idriss Deby Itno, will replace him at the head of a military council pic.twitter.com/f141GysF1l— AFP News Agency (@AFP) April 20, 2021
Tjad Andlát Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Fleiri fréttir Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Sjá meira