Sóttkvíarhótel aðeins skylda fyrir farþega frá örfáum löndum þegar ný lög taka gildi Snorri Másson skrifar 20. apríl 2021 18:14 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra á blaðamannafundi í dag. Vísir/Vilhelm Íslendingar klóra sér margir í kollinum eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag, þar sem breyttar reglur á landamærunum voru boðaðar. Eins og staðan er núna, má segja að breytingin sé aðallega sú að farþegar frá fjórum löndum verða skikkaðir til dvalar á sóttkvíarhóteli við komuna til landsins. Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Það eru Frakkland, Holland, Pólland og Ungverjaland en þetta er sagt með fyrirvara um að frumvarp heilbrigðisráðherra verði samþykkt. Stjórnvöld hafa boðað lagabreytingu sem kveður á um að farþegar frá löndum með yfir 1.000 í nýgengi þurfi allir undantekningarlaust að fara á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Nýgengi smita Covid-19 hefur ekki í neinu ríki heims verið að meðaltali yfir 1.000 á 100.000 íbúa síðustu tvær vikur, en á vissum svæðum innan vissra ríkja hefur nýgengið náð yfir þetta mark. Þegar þetta nær yfir 1.000 einhvers staðar í tilteknu landi, er landið þar með komið í mesta áhættuflokk. Hið versta verður þannig látið yfir allt landið ganga þegar ástandið er metið í hverju landi. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra sagði fyrr í dag að undir þennan flokk féllu fyrrnefnd fjögur lönd. Fyrir langflesta farþega heims gildir að aðeins er litið á dvöl á sóttkvíarhóteli sem „meginreglu.“ Undanþága mun veitt þeim sem sýnt geta fram á að fyrir liggi „trúverðug áform um dvöl í fullnægjandi húsnæði.“ Skilyrðislaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli er því ekki í gildi fyrir farþega frá neinu ríki heims nema Frakklandi, Hollandi, Póllandi og Ungverjalandi. Reglurnar óbreyttar fyrir langflesta Það hefur aðeins örsjaldan gerst í heiminum að nýgengi heils lands fari yfir 1.000 smit á hverja 100.000 á tveimur vikum. Það hefur ekki einu sinni gerst í Bandaríkjunum eða Brasilíu. Öðru máli gegnir um einstök svæði innan ríkja, en hér á landi verður nú miðað við slíka tölfræði. Næsti flokkur eru 750 smit á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Þar verður farþegum samkvæmt stjórnvöldum „skylt“ að fara á sóttkvíarhótel. Þeir geta þó vandræðalaust sótt um undanþágu til að fara í sóttkví heima hjá sér. Fyrir langflesta íbúa heims sem hingað vilja koma eru reglurnar óbreyttar hér á landi. Ef nýgengið er minna en 750 er áfram valkvætt að dvelja á sóttvarnarhóteli. Sjá má nýgengi í ríkjum Evrópu hér en á veraldarvísu hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Keflavíkurflugvöllur Samkomubann á Íslandi Ferðalög Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira