Farþegar frá fleiri löndum skyldaðir í sóttvarnahús en fram hefur komið Eiður Þór Árnason skrifar 21. apríl 2021 15:08 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Sigurjón Sóttvarnalæknir hefur birt lista yfir þau ríki sem myndu að óbreyttu falla undir fyrirhugaða heimild stjórnvalda til að skylda farþega til dvalar í sóttvarnahúsi við komuna til landsins. Samkvæmt matinu myndi heimildin í dag ná til farþega frá átta löndum. Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Þetta eru Holland, Frakkland, Pólland og Ungverjalandi, Bermúda, Curaco, San Marínó og Úrúgvæ, að því er fram kemur á vef landlæknisembættisins. Áður hafði komið fram að þau fjögur fyrstnefndu myndu falla undir skilyrðið. Í því frumvarpi sem er nú til umræðu á Alþingi er miðað við að hægt verði að skylda farþega í sóttvarnahús frá löndum þar sem fjöldi nýrra kórónuveirusmita er yfir 1.000 á hverja 100.000 íbúa á fjórtán daga tímabili. Þá er miðað við það svæði innan landsins þar sem nýgengi mælist hæst. Farþegar frá ellefu ríkjum gætu sótt um undanþágu Einnig er gert ráð fyrir að farþegar frá tilteknum ríkjum þurfi að meginreglu að dvelja í sóttvarnahúsi en geti sótt um undanþágu sé sýnt fram á að þeir uppfylli öll skilyrði sóttkvíar í eigin húsnæði. Samkvæmt lista sóttvarnalæknis myndu ellefu lönd falla undir það skilyrði í dag. Þar er um að ræða Andorra, Barein, Króatíu, Kýpur, Eistland, Ítalíu, Litháen, Jórdaníu, Serbíu, Svíþjóð og Tyrkland en í þeim löndum mælist fjórtán daga nýgengi á hverja 100.000 íbúa á bilinu 750 til 1.000 smit. Reiknað er með að umrætt lagafrumvarp verði samþykkt á Alþingi síðar í dag. Samkvæmt því verður heimild stjórnvalda til að skikka farþega í sóttvarnahús tímabundin og gilda til og með 30. júní næstkomandi. Málið er enn til umfjöllunar á þinginu og gætu áðurnefnd viðmið því breyst og fjöldi þeirra ríkja sem falla undir þau þar með. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03 Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16 Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00 Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Maðurinn er fundinn Innlent Í sjálfheldu á eigin svölum Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Fleiri fréttir Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Sjá meira
Flokkur fólksins vill enn harðari reglur á landamærum Þingflokkur Flokks fólksins leggur fram breytingartillögur við sóttvarnafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem fela í sér að allir ferðamenn sem koma til landsins skuli dvelja í sóttvarnarhúsi eigi skemur en í sjö daga frá komu til lands og greiði sjálfir fyrir dvöl í sóttvarnarhúsi. 21. apríl 2021 12:03
Breytingar á sóttvarnalögum verða væntanlega að lögum í dag Reiknað er með að frumvarp ríkisstjórnarinnar um hertari sóttvarnaaðgerðir á landamærunum verði afgreitt sem lög frá Alþingi í dag. Samkvæmt því verður yfrvöldum veitt tímabundin heimild til að skylda tiltekna hópa ferðamanna í sóttkví í sóttvarnahúsi eða meina fólki alveg að koma til landsins. 21. apríl 2021 11:16
Sóttu að Bjarna og skilja ekkert í breyttum viðmiðum Hart var sótt að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra á Alþingi í dag þegar þingmenn mættu í pontu hver á fætur öðrum og sögðu að blaðamannafundur ríkisstjórnarinnar í gær um ráðstafanir á landamærunum hefði verið illskiljanlegur. 21. apríl 2021 14:00
Hverjar verða breytingarnar við landamærin? Heilbrigðisráðherra hefur kynnt öllum þingflokkum frumvarp sem lagt verður fram á Alþingi í fyrramálið, þar sem lögð er til undantekningarlaus skyldudvöl á sóttkvíarhóteli fyrir afmarkaðan hóp komufarþega við landamærin. 20. apríl 2021 23:59