Þurfa að brjóta upp rótgróið kerfi mismununar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 21. apríl 2021 23:30 Asantewa Feaster, formaður BLM Iceland. Vísir/Skjáskot Derek Chauvin, fyrrverandi lögregluþjónn, var sakfelldur fyrir morðið á Bandaríkjamanninum George Floyd í gærkvöldi. Kviðdómurinn ákvað að sakfella Chauvin fyrir alla ákæruliði en hámarksrefsing fyrir brotin er fjörutíu ára fangelsi. Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“ Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Morðið á Floyd síðasta vor varð kveikjan að miklum mótmælum gegn rasisma og lögregluofbeldi bæði innan Bandaríkjanna sem utan. Mikill fjöldi safnaðist saman og krafðist réttlætis og breytinga undir slagorðinu „black lives matter“. Ábyrgð, ekki réttlæti Asantewa Feaster er formaður Black lives matter Iceland og segir niðurstöðuna í máli Chauvins snúast um ábyrgð, réttlæti sé þó ekki tryggt. „Maður er ánægður með þetta að vissu leyti en George Floyd snýr aldrei aftur. Það er þörf á að fólk sé látið axla ábyrgð en þetta er ekki réttlæti af því þú vekur engan upp frá dauðum,“ segir Asantewa. Kynþáttafordómar séu kerfislægir í Bandaríkjunum. „Þetta snýst ekki um fáeina svarta sauði. Þetta er tréið, jarðvegurinn. Kerfið virkar einfaldlega eins og því var ætlað. Það gengur út á að útskúfa fólki sem er ekki hvítt. Þess vegna þurfum við nýtt kerfi,“ segir hún og bætir við: „Daunte Wright var drepinn fyrir viku. Ma‘Khia Bryant í gær. Þannig um leið og verið var að úrskurða morðingja George Floyd sekann var unglingsstúlka skotin til bana. Þetta er ekkert einangrað atvik heldur gerist þetta trekk í trekk. Við höldum áfram að krefjast réttlætis en virðumst vera að hrópa út í tómið.“ Þessi mynd af George Floyd hangir fyrir utan dómshúsið í Minneapolis þar sem réttarhöldin yfir Chauvin fóru fram.AP/Jim Mone Kerfið ekki lagað á einu ári Eftir mótmæli síðasta árs og í aðdraganda kosninga nóvembermánaðar í Bandaríkjunum ræddu Demókratar um að gera umbætur á löggæslu í landinu til að vinna gegn lögregluofbeldi og rasisma. Þær aðgerðir hafa ekki enn borið sjáanlegan árangur en Asantewa segir slíkan sigur ekki unninn á einu ári. „Í fyrsta lagi þarf að hafa í huga hver það er sem skilgreinir hvað nákvæmlega felst í umbótum, í öðru lagi þarf að horfa til hvernig þessum umbótum er komið á. Sumir kalla það umbætur að skella sökinni á sýslurnar eða ríkin þar sem lögregluþjónarnir störfuðu. Aðrir tala um að færa til fjármagn eða taka hin eða þessi verkefnin af fjárlögum,“ segir hún og heldur áfram: „Það er ekki hægt að laga kerfið á einu ári. Það er ekki raunhæft enda var kerfið ekki byggt á einu ári. Þá þurfti fólk að átta sig á réttu aðferðunum. Hvernig væri hægt að halda fólki niðri, koma í veg fyrir að það geti kosið og svo framvegis. Nú þurfum við löggjöf sem vindur ofan af þessu.“ Líður hvergi öruggri Aðspurð um hvort henni líði öruggri í návist bandarískra lögregluþjóna segir Asantewa: „Alls ekki. Nei, það væri fráleitt. Ég hef ekki upplifað mig örugga í þeim ástæðum síðan ég var þrettán ára. Þá stöðvaði lögregla mig þegar ég var á leið í skóla, krafði mig um skilríki og spurði hvort ég væri nokkuð með eiturlyf. Ég var þrettán ára. Þannig nei, mér líður hvergi öruggri í návist lögreglu.“
Black Lives Matter Dauði George Floyd Bandaríkin Kynþáttafordómar Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira