Norðmenn staðfesta bóluefnalánið til Íslands og Svíþjóðar Birgir Olgeirsson skrifar 22. apríl 2021 09:59 Bóluefni Astrazeneca. Vísir/Vilhelm Heilbrigðisráðherra Noregs hefur staðfest að Norðmenn muni lána Íslendingum og Svíum bóluefni AstraZeneca. Svíar fá 200 þúsund skammta en Íslendingar 16 þúsund skammta. Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Í tilkynningu frá norska ráðuneytinu kemur fram að bóluefnið renni út í júní og júlí, því sé það lánað til þjóða sem ætla sér að nota það. „Ég er glaður að birgðirnar komi að góðum notum, jafnvel þó að hlé hafi verið gert á notkun AstraZeneca í Noregi. Ef við tökum aftur upp notkun AstraZeneca í Noregi munu við fá skammta til baka um leið og við biðjum um þá,“ er haft eftir Bent Høie, heilbrigðisráðherra Norðmanna. Heilbrigðisráðuneytið hér á landi tilkynnti í gærmorgun um lánið. Fljótlega fóru norskri fjölmiðlar að fjalla um málið. Þegar TV2 náði fyrst í upplýsingafulltrúa ríkisstjórnar Noregs kom hann af fjöllum, en staðfesti síðar meir að lánið til Íslendinga væri í skoðun og myndi niðurstaða liggja fyrir fljótlega. Nú hefur lánið verið staðfest. Norðmenn hættu notkun AstraZeneca fyrr í vetur en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hvort eða hvenær bóluefnið verður notuð aftur þar í landi. Sérstök nefnd, sem leggur mat á bóluefnið í Noregi, mun skila yfirvöldum sínum tillögum fyrir 10. maí næstkomandi. Norðmenn hafa þegar bólusett langflesta yfir 65 ára aldri og höfðu ekki mælt með bóluefninu fyrir þá sem yngri eru. Svíar nota AstraZeneca fyrir alla 65 ára eldri en Svíar eru meðal þeirra evrópskra þjóða sem eru með hvað flest kórónuveirutilfelli. 14 daga nýgengi þar er 735 smit á hverja 100 þúsund íbúa. Á Íslandi er 14 daga nýgengið 25,6 á hverja 100 þúsund íbúa en hér er AstraZeneca-bóluefnið ætlað 60 ára og eldri. Í upplýsingafundi almannavarna í gær kom fram í málinu Kamilliu Sigríðar Jósefsdóttur, smitsjúkdómalækni hjá embætti landlæknis, að til skoðunar væri að gefa yngri aldurshópum bóluefnið frá AstraZeneca. Kamilla sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bóluefnalán Norðmanna til Íslendinga muni flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. Gert er ráð fyrir að ljúka bólusetningum 60 ára og eldri að mestu í næstu viku. Eftir það hefjast bólusetningar á einstaklingum með undirliggjandi sjúkdóma sem setja þá í áhættu gagnvart Covid-19. Danir hafa einnig gert hlé á notkun AstraZeneca-bóluefnisins og hefur ákveðið að senda 55 þúsund skammta til Þýskalands. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði á upplýsingafundi almannavarna í gær að Noregur og Danmörk séu einu löndin í Evrópu sem hafi stöðvað notkun AstraZeneca bóluefnisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Noregur Utanríkismál Tengdar fréttir Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Sjá meira
Bóluefnalán Norðmanna flýtir áætlunum um tvær til þrjár vikur Ef Íslendingar fá 16.000 skammta af bóluefni AstraZeneca að láni frá Norðmönnum mun það flýta bólusetningaáætlun hér á landi um að minnsta kosti tvær til þrjár vikur. 21. apríl 2021 18:39