Bandaríkin vilja leiða baráttuna gegn loftslagsvánni Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 22. apríl 2021 18:41 Joe Biden kynnir áætlun Bandaríkjanna á ráðstefnunni í dag. EPA-EFE/JOHANNA GERON Bandaríkin kynntu í dag nýja lofslagsáætlun en ríkið stefnir á að draga úr mengun gróðurhúsalofttegunda um 50-52 prósent, miðað við losun árið 2005, fyrir 2030. Joe Biden Bandaríkjaforseti kynnti áætlunina á loftslagsráðstefnu í dag. Ákvörðun Bidens um að halda ráðstefnuna, sem var haldin í streymi, er talin benda til þess að ríkisstjórn hans vilji leiða baráttuna gegn loftslagsvánni. Ráðstefnan stendur yfir í dag og á morgun, en í dag er einnig dagur jarðarinnar (e. Earth Day). Leiðtogar fjörutíu ríkja tóku þátt í ráðstefnunni en þeirra á meðal voru leiðtogar Kína, Indlands og Rússlands, sem eru meðal stærstu mengunarríkja í heiminum. Bandaríkin, sem fylgja fast á hæla Kína hvað varðar gróðurhúsamengun, sækjast eins og áður segir eftir því að leiða baráttuna gegn loftslagsvánni að nýju. Ríkið hefur undanfarin ár ekki verið framarlega í baráttunni gegn loftslagsvánni í kjölfar þess að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, dró ríkið úr Parísarsáttmálanum. „Á þessum áratugi verðum við að taka ákvarðanir sem munu leiða til þess að við forðumst stórskaða vegna lofslagsvárinnar,“ sagði Biden á fundinum í dag. Tvö ríki til viðbótar lýstu yfir nýjum markmiðum í baráttunni gegn loftslagsvánni. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, kynnti í dag nýja áætlun um að skera niður mengun gróðurhúsalofttegunda um 46 prósent, miðað við árið 2005, en markmið ríkisins var áður 26 prósent. Þá kynnti Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, nýja áætlun um að minnka mengun um 40 til 45 prósent en áður var markmiðið 30 prósent. Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira
Ákvörðun Bidens um að halda ráðstefnuna, sem var haldin í streymi, er talin benda til þess að ríkisstjórn hans vilji leiða baráttuna gegn loftslagsvánni. Ráðstefnan stendur yfir í dag og á morgun, en í dag er einnig dagur jarðarinnar (e. Earth Day). Leiðtogar fjörutíu ríkja tóku þátt í ráðstefnunni en þeirra á meðal voru leiðtogar Kína, Indlands og Rússlands, sem eru meðal stærstu mengunarríkja í heiminum. Bandaríkin, sem fylgja fast á hæla Kína hvað varðar gróðurhúsamengun, sækjast eins og áður segir eftir því að leiða baráttuna gegn loftslagsvánni að nýju. Ríkið hefur undanfarin ár ekki verið framarlega í baráttunni gegn loftslagsvánni í kjölfar þess að Donald Trump, þáverandi Bandaríkjaforseti, dró ríkið úr Parísarsáttmálanum. „Á þessum áratugi verðum við að taka ákvarðanir sem munu leiða til þess að við forðumst stórskaða vegna lofslagsvárinnar,“ sagði Biden á fundinum í dag. Tvö ríki til viðbótar lýstu yfir nýjum markmiðum í baráttunni gegn loftslagsvánni. Yoshihide Suga, forsætisráðherra Japans, kynnti í dag nýja áætlun um að skera niður mengun gróðurhúsalofttegunda um 46 prósent, miðað við árið 2005, en markmið ríkisins var áður 26 prósent. Þá kynnti Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, nýja áætlun um að minnka mengun um 40 til 45 prósent en áður var markmiðið 30 prósent.
Bandaríkin Loftslagsmál Joe Biden Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Verið að taka ákvörðun varðandi rýmingar á Austfjörðum Innlent Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Stofnaði eigin grín-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Segir miklar líkur á að Tiktok banni verði frestað Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Þrír látnir eftir loftárás Rússa Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Samþykktu vopnahlé en framtíðin óljós Innsetningarathöfnin verður innandyra í fyrsta sinn í fjörutíu ár Hæstiréttur veitir TikTok banninu blessun sína Ríkisstjórnin fundar um vopnahlé Deilur á þingi gætu komið niður á áherslum Trumps Styrkur gróðurhúsalofttegunda aldrei aukist eins hratt Andstaða gegn banni við hjónaböndum systkinabarna Mikið sjónarspil eftir að Starship sprakk „Kallaðu mig Meistara, þá fæ ég það“ Imran Khan í fjórtán ára fangelsi Ræddu í 45 mínútur um Grænland og dönsk fyrirtæki Hindranir úr vegi og vopnahlé yfirvofandi Segir samkomulagið standast og vopnahléið hefjist á sunnudag Fyrrverandi forsætisráðherra Finna fer fram á nálgunarbann Her Súdan í sókn gegn RSF og hermenn sakaðir um ódæði Hótar hörðum viðbrögðum hafi Rússar tekið Ástrala af lífi Rak formann mikilvægrar nefndar að beiðni Trumps Betri aðstæður næstu daga: Rúmlega tólf þúsund byggingar hafa brunnið Ný eldflaug Bezos náði á sporbraut í fyrstu tilraun Deila um ákvæði um fangaskipti Ráðleggja blóðtöku fyrir íbúa Jersey Áhrifavaldur ákærður fyrir að eitra fyrir barni sínu fyrir athygli Sjá meira