Segist hvorki hafa tæklað neinn harkalega né kýlt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 22. apríl 2021 21:31 Jóhannes Karl Guðjónsson, þjálfari ÍA, og Ísak Snær. ÍA Fyrr í kvöld greindi Vísir frá því að æfingaleikur KR og ÍA í knattspyrnu hefði verið flautaður af þegar stundarfjórðungur var til leiksloka þar sem mönnum var svo heitt í hamsi. Ísak Snær Þorvaldsson segir málið vera blásið allverulega upp. Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira
Í stöðunni 3-0 kom upp atvik þar sem átti að hafa soðið upp úr. Leikmaður ÍA átti þá að hafa sparkað í mann og annan. Þórður Már Gylfason, dómari leiksins, á að hafa flautað af í kjölfarið þar sem það gekk illa að róa mannskapinn. Umræddur leikmaður var Ísak Snær Þorvaldsson, miðjumaður ÍA. Hann segir málið blásið upp og þvertekur fyrir að hafa slegið leikmann KR líkt og Kristján Óli Sigurðsson, reglulegur gestur í hlaðvarpinu Dr. Football, sagði á Twitter. Ísak Snær missti hausinn gegn KR í æfingaleik.Kýlir Arnþór Inga straujar vinstri bakvörðunni og segir svo við Kr-inga suck my dick og grípur um tittlinginn á sér. — Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) April 22, 2021 „Ég kýli aldrei leikmann KR. Hann ætlaði að keyra inn í mig vegna þess hann var pirraður yfir einhverju sem gerðist áður. Ég hoppa fyrir aftan hann og reyni að ýta honum frá mér, ef ég fór í andlitið á honum þá var það ekki ætlunin," segir Ísak Snær í viðtali við Fótbolti.net nú í kvöld. Einnig sagði Ísak Snær að hann hefði ekki „straujað“ vinstri bakvörð KR-inga. „Hann ætlaði að hlaupa í gegn fyrir aftan mig, það eina sem ég geri er að stíga til hliðar og láta hann hlaupa á mig. Mér hefur verið sagt að gera það síðan ég var 15 ára og það hefur aldrei verið dæmt á það. Ef að leikmaðurinn meiddist eitthvað við það þá biðst ég bara afsökunar á því,“ bætti miðjumaðurinn ungi við. „Ætlaði bara að skokka í stöðuna mína og halda áfram með leikinn, þá komu tveir KR-ingar og byrja að ýta í mig. Eina sem ég geri er að svara fyrir mig. Einn af þeim baðst síðan afsökunar og við sættumst. Ég ber virðingu fyrir því," segir Ísak að lokum. Þá tók hann fram að bæði lið hafa viljað klára leikinn en dómarinn hafi einfaldlega ekki verið sammála. Pepsi Max-deildin fer af stað 30. apríl með leik Vals og ÍA á Hlíðarenda. Íþróttadeild Vísis spáir því að ÍA endi í 11. sæti Pepsi Max-deildarinnar í sumar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla ÍA Mest lesið Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Tvær breytingar á landsliðshópnum Fótbolti Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Körfubolti Juventus vann grannaslaginn Fótbolti Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Körfubolti Fleiri fréttir Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Sjá meira