Stálbarnið Andri Fannar Baldursson Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. apríl 2021 07:01 Andri Fannar í leiknum á miðvikudagskvöld. Mario Carlini/Getty Images Hinn ungi og efnilegi Andri Fannar Baldursson lék tæplega fimmtíu mínútur í liði Bologna í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, á miðvikudagskvöld er liðið gerði 1-1 jafntefli við Torino. Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira
Hinn 19 ára gamli Andri Fannar var þarna að taka þátt í sínum sjötta leik með Bologna á tímabilinu. Hann kom inn af bekknum strax á 9. mínútu þar sem Nicolas Dominguez meiddist og þurfti að fara af velli. Andri Fannar nældi sér í gult spjald um miðbik fyrri hálfleiks og var á endanum tekinn af velli þegar 56 mínútur voru á klukkunni. Þá var staðan 1-0 Bologna í vil en Torino jafnaði aðeins tveimur mínútum eftir að Andri Fannar var tekinn af velli. 8' - We're forced into an early change as #Dominguez goes off injured. #Baldursson takes his place #BolognaTorino | 0-0 | #WeAreOne— Bologna FC 1909 (@BolognaFC1909en) April 21, 2021 Í stuttu spjalli við Fótbolti.net staðfesti Andri Fannar að Siniša Mihajlović, þjálfari liðsins, hefði tekið hann af velli þar sem dómari leiksins var mjög strangur og Andri Fannar átti á hættu að fá sitt annað gula spjald. Íslendingurinn hefði til að mynda fengið gult spjald fyrir sitt fyrsta brot í leiknum. Í umfjöllun Gazzetta dello Sport á Ítalíu var Andri Fannar kallaður Stálbarnið eða „Baby d‘accio“ á ítölsku. Björn Már Ólafsson vakti athygli á þessu á Twitter-síðu sinni. Gazzettan gefur Andra Fannari viðurnefnið Stálbarnið. Baby d acciaio. Hann sinnti iðnaði á miðjunni fyrir Bologna í gær og fær 6 í einkunn að launum. Ég hlakka til að sjá járnbræðurna Stálbarnið og Iron-Mike sækja eðalmálm með landsliðinu á komandi árum pic.twitter.com/zOV0I1DIFa— Björn Már Ólafsson (@bjornmaro) April 22, 2021 Iron-Mike er tilvísun í Mikael Neville Anderson sem virðist einhvern veginn hafa erft gamla gælunafnið hans Mike Tyson þó þeir verðu nú seint sakaðir um að vera svipaðir innan vallar sem utan. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti „Keflavík reyndi að kaupa sér Íslandsmeistaratitilinn en þeir eru í tíunda sæti“ Körfubolti Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Fótbolti Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Fleiri fréttir Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara „Við vorum mikið betri en Liverpool“ Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Snilldarmark Ovalle þykir eiga skilið Puskas verðlaunin Alisson: „Líklega besti leikur lífs míns“ Tíu Börsungar náðu að landa sigri í Lissabon Kane á skotskónum í sigri Bæjara í einvígi þýsku liðanna Liverpool lifði af stórskotahríð í París og Elliott tryggði svo sigurinn Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Inter bætti ofan á hörmungar hollensku liðanna Ein besta knattspyrnukona heims er ófrísk Liverpool gæti mætt vængbrotnu liði í úrslitaleiknum á Wembley Oliver kældur eftir Mateta-atvikið Amorim: Man. Utd að hugsa um „stærri hluti“ en titil í vor Hálfleikssýning í anda Super Bowl í úrslitaleik HM Jusu Hákon lofi: „Hann hefur bara allt sem þjálfarar leita að“ Rikki G ærðist þegar Hákon skoraði FIFA dæmir þjálfara í lífstíðarbann fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum Ringulreið eftir að keppinautur Heimis sagði upp rétt fyrir einvígið Slot þakkar hrósið en segir Real Madrid enn best Sjáðu frábæran skalla Benonýs Breka Sjáðu sjö marka sýningu Arsenal og glæsimörk í Madrid Gamla Liverpool stjarnan grét þegar hann rifjaði upp hræðilegan tíma Hákon fyrsti Íslendingurinn í næstum því átján ár Hvetja stuðningsfólk Man. Utd til að mæta í svörtu því félagið sé „að deyja“ Sjá meira