Farþegi í bifreiðinni stóð fyrir utan og myndaði félagann.
Ökumaðurinn var handtekinn og er grunaður um ölvun við akstur og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var látinn laus að lokinni upplýsinga- og sýnatöku.
Um kl. 21 var tilkynnt um innbrot og þjófnað í geymslu íbúðarhúsnæðis í miðbænum en ekki tiltekið hverju var stolið. Þá var maður handtekinn í póstnúmeri 105, grunaður um vörslu og sölu fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslum vegna rannsóknar málsins.