Keflvíkingar hafa harma að hefna eftir rassskellinn í Garðabænum í janúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. apríl 2021 16:11 Það verða örugglega flott tilþrif eins og þessi í Keflavík í kvöld. Hér reynir Keflvíkingurinn Deane Williams að troða boltanum í körfu Stjörnunnar. Vísir/Hulda Margrét Stórleikur kvöldsins er viðureign Keflavíkur og Stjörnunnar í sautjándu umferð Domino´s deildar karla í körfubolta en heimamenn í Keflavík fara langt með að tryggja sér endanlega deildarmeistaratitilinn með sigri. Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira
Keflavík tekur á móti Stjörnunni klukkan 20.15 en leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Keflvíkingar eru með fjögurra stiga forskot á toppnum og unnu síðustu sex leiki sína fyrir kórónuveirustopp. Það er þó fyrri leikur liðanna 29. janúar síðastliðinn sem hlýtur að svíða enn nú 84 dögum síðar. Stjörnumenn fóru hrikalega með toppliðið í Ásgarði fyrir tæpum þremur mánuðum síðan og unnu þá með 40 stiga mun, 115-75. Stjarnan vann fyrsta leikhlutann 31-9 og var komið 36 stigum yfir í hálfleik, 66-30. Lykilmennirnir Dominykas Milka og Hörður Axel Vilhjálmsson voru samtals með aðeins 15 stig og 6 stoðsendingar fyrir Keflavík í leiknum en þeir eru saman með 35,3 stig og 11,3 stoðsendingar að meðaltali í hinum leikjum liðsins í vetur. Bakverðirnir Hörður Axel, Calvin Burks Jr. og Valur Orri Valsson hittu saman aðeins úr 2 af 12 þriggja stiga skotum sínum og Keflavíkurliðið klikkaði á sextán af fyrstu átján þriggja stiga skotum sínum í leiknum. Það er ljóst á öllum þessum tölum að Keflavíkurliðið var mjög ólíkt sjálfu sér í leiknum en á sama tíma léku heimamenn í Stjörnunni við hvern sinn fingur og hittu meðal annars úr 17 af 32 þriggja stiga skotum sínum sem gerir 53 prósent nýtingu. Þetta var samt sameinað átak því enginn Stjörnumaður skorað meira en 19 stig en fjórir voru með á bilinu fimmtán til nítján stig. Það kemur því betur í ljós í kvöld hvort að Stjörnumenn kunnu svona vel á Keflavíkurliðið eða hvort að heimamenn séu búnir að læra af slæmri reynslu sinni úr heimsókninni í Garðabæinn. Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27) Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Forskot Stjörnunnar á Keflavík í fyrri leiknum í janúar: Stig: +40 (115-75) Stig úr þristum: +36 (51-15) Skotnýting: +15% (54%-39%) Vítanýting: +27% (86%-59%) Fráköst: +11 (47-36) Stoðsendingar: +11 (29-18) Framlag: +75 (150-75) Stig af bekk: +32 (59-27)
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild karla Íslenski körfuboltinn Keflavík ÍF Stjarnan Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Blikar unnu í Grafarvogi og fimm lið eru jöfn á toppnum Uppgjörið:Keflavík - KR 104-85| Auðvelt hjá Keflavík - Vandræði KR halda áfram Uppgjör: Tindastóll-ÍA 102-87 | Stólarnir unnu bangsaleikinn Uppgjörið: Valur - Njarðvík 94-86 | Valur átti síðasta áhlaupið og tryggði sér sigurinn Uppgjör: ÍR-Álftanes 97-86 | Skoruðu tíu fleiri þrista Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Frumsýna skemmtilegan gæðaleikmann í Breiðholti Spenna í Dalnum fyrir nýjum Kana 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Hilmar með fínan leik í bikarsigri Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 95-74| Aldrei í hættu hjá Njarðvíkingum Sjá meira