Töluvert stærri hópur skikkaður á sóttkvíarhótel Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 17:27 Fosshótel Reykjavík gegnir um þessar mundir hlutverki sóttkvíarhótels. Vísir/Vilhelm Miðað verður við að farþegum verði án undantekninga skylt að dvelja á sóttkvíarhóteli, sé nýgengi smita í upprunalandi þeirra yfir 700 á hverja 100.000 íbúa síðustu tvær vikur. Heilbrigðisráðherra hefur gefið út nýja reglugerð, sem tekur gildi á þriðjudaginn. Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Á þessari stundu er nýgengið yfir 700 í 16 löndum samkvæmt mati sóttvarnalæknis. Þar á meðal eru Bermúda, Frakkland, Holland, Króatía, Pólland og Litháen. Þar með er viðmiðið farið að nálgast það nýgengi sem var miðað við í fyrstu reglugerðinni sem skyldaði fólk til dvalar á sóttkvíarhóteli, en þar var það 500. Sú reglugerð var harðlega gagnrýnd og að lokum dæmd ólögmæt. Síðan boðaði ríkisstjórnin nýjar ráðstafanir, þar sem viðmiðið um afdráttarlausa skylduvist á sóttkvíarhóteli var nýgengi upp á 1.000 smit. Fallið var frá því viðmiði og nú hefur það verið lækkað í 700. Dvölin ókeypis Þegar nýgengið er á bilinu 500-700 verður meginreglan sú að farþegar séu sendir rakleiðis á sóttkvíarhótel við komuna til landsins. Þeir hafa þó kost á að sækja um undanþágu frá því ef þeir geta sýnt fram á að þeir hafi fullnægjandi aðstæður til að afplána sóttkvína í heimahúsi. Sextán lönd eru í 500-700 flokknum þessa stundina, eins og má lesa nánar um hér. Þar á meðal eru Eistland, Grikkland, Spánn, Búlgaría og Ítalía. Þeim sem koma frá svæðum þar sem 14 daga nýgengi smita er innan við 500 á hverja 100.000 íbúa er heimilt að vera í sóttkví á eigin vegum, geti þeir uppfyllt skilyrði sóttvarnalæknis um heimasóttkví. Þegar þessi reglugerð tekur gildi á þriðjudaginn er ljóst að verulegur fjöldi fólks verður skikkaður á sóttkvíarhótel án þess að eiga kost á undanþágu. Mikill hluti farþega sem hingað koma hafa verið í Póllandi og sá hópur mun allur skikkaður á hótelið. Dvölin er með öllu gjaldfrjáls fyrir gestina.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41 Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41 Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17 Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Fleiri fréttir Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Sjá meira
Svandís krossar fingurna og telur ósætti litast af komandi kosningum Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist fegin að heyra frá sóttvarnalækni að smitin sem greinist þessa dagana helgist af afmörkuðum hópsmitum af Covid-19. Hún vonast til þess að næstu aðgerðir séu afléttingar frekar en herðingar. 23. apríl 2021 12:41
Um 700 gestir með Covid-19 en enginn smitað frá sér Ekkert smit frá upphafi faraldursins hér á landi má rekja til dvalar á sóttkvíarhótelum eða í farsóttarhúsi, jafnvel þótt þúsundir farþega og um 700 smitaðir hafi dvalist á slíkum stöðum. 21. apríl 2021 12:41
Telur einsýnt að Svandís sé að skamma Sjallana en ekki sig Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingarinnar segir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vera að tala til Sjálfstæðisflokksins en ekki stjórnarandstöðunnar þegar hún heldur því fram að baráttan við veiruna sé orðin að pólitísku bitbeini. 23. apríl 2021 14:17