Hjúkrunarheimilin þurfa fimm milljarða Snorri Másson skrifar 23. apríl 2021 18:50 Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Nú er komin út skýrsla sem gerir ýtarlega grein fyrir stöðunni. Vísir/Vilhelm Rúmir fimm milljarðar króna hafa bæst við heildarrekstrarkostnað hjúkrunarheimila á Íslandi ef borin eru saman árin 2021 og 2019. Fjöldi hjúkrunarheimila er í afar bágri fjárhagsstöðu, meðal annars vegna launahækkana sem enn ekki hefur fengist aukið framlag frá ríkinu til að greiða fyrir. Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni. Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Í dag kom út viðamikil skýrsla þar sem rekstrarstaða hjúkrunarheimila er greind og hefur skýrslunnar verið beðið lengi. Skemmst er að minnast þess þegar Hrafnista sagði frá því fyrr í mánuðinum að hjúkrunarheimilið væri tilneytt að segja upp starfsfólki. Verulegar deilur hafa verið á milli rekstraraðila hjúkrunarheimila annars vegar og ríkis hins vegar um greiðslur vegna rekstrar heimilanna. Jafnframt eru dæmi um að rekstraraðilar vilji losna undan ábyrgð á rekstrinum, vegna viðvarandi taprekstrar, og hafi sagt sig frá rekstrinum eða óski þess að gera það. Umkvartanir aðila í greininni eru ekki orðin tóm, ef marka má skýrsluna. „Talsverðar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi hjúkrunarheimila frá þeim tíma sem hér er einkum fjallað um, þ.e. 2017 til miðs árs 2020, þótt ekki sé langt um liðið. Munar þar sérstaklega um áhrif kjarasamninga sem gerðir voru árið 2020 og breyttu bæði launatöxtum, vinnutíma og fleiri þáttum,“ segir þar. Fram kemur að hjúkrunarheimilin þurfi um 4,7 milljarða króna til að ná lágmarksviðmiði Embættis landlæknis um fjölda umönnunarklukkustunda og hlutföll faglærðra og hjúkrunarfræðinga. Heimilin eru samkvæmt skýrslunni undir viðmiðum í þessum flokkum sem öðrum. „Það gengur ekki að hjúkrunarheimilin séu vel flest rekin með halla og ljóst að það verður að taka á því með einhverjum hætti. Nú þarf að leggjast yfir gögnin með það í huga en á þessu ári erum við auðvitað bundin af fjárlögum,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í tilkynningu um skýrsluna, sem hennar ráðuneyti gefur út. Ríkið eini kaupandinn Í skýrslunni er drepið á erfiða samningsstöðu hjúkrunarheimila á Íslandi: „Samningsstaða rekstraraðila gagnvart ríkinu er jafnframt mjög þröng því að ríkið eða stofnanir þess bæði ákveður þær fjárhæðir sem greiddar eru og setur regluverk sem hjúkrunarheimilum ber að fara eftir, þ.á m. um hvaða kröfur heimilin eiga að uppfylla. Ríkið er jafnframt eini kaupandinn að þeirri þjónustu sem heimilin veita. Rekstraraðilarnir geta ekki borið hugsanlegan ágreining sinn við ríkið undir óháðan aðila, nema þá hugsanlega dómstóla sem er sjaldnast greiðfær leið,“ segir í skýrslunni.
Eldri borgarar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hjúkrunarheimili Tengdar fréttir Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37 Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37 Mest lesið Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Innlent Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Erlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Erlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Fleiri fréttir Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Þyrlan kölluð út á mesta forgangi Jákvæð gagnvart nýrri atvinnustefnu Frábær og vel heppnuð Ljósanótt Möguleg slit á fríverslunarsamningi við Ísrael tekin fyrir Skoða að rifta fríverslunarsamningi við Ísrael Labubu bangsar ekki lengur velkomnir í Ísaksskóla Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Sjá meira
Hrafnista hefur skuldbundið sig til að veita ákveðna þjónustu María Heimisdóttir, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir að hjúkrunarheimilum beri eftir sem áður að veita þá þjónustu sem þau hafa samið við SÍ um að veita. Bág fjárhagsstaða hjúkrunarheimila hefur verið til umræðu, síðast þegar Hrafnista sagði upp 40 starfsmönnum nýverið. 12. apríl 2021 17:37
Gætu þurft að neita að taka á móti „þungum“ sjúklingum Hrafnista hefur ekkert svigrúm til að segja upp starfsfólki þar sem heimilin þurfa enn að veita ákveðna þjónustu. Þetta segir María Fjóla Harðardóttir, forstjóri Hrafnistuheimilanna, en hátt í fjörtíu starfsmönnum hefur verið sagt upp síðustu mánaðamót. 12. apríl 2021 10:37