Biden viðurkennir þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. apríl 2021 07:47 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna. AP/Patrick Semansky Joe Biden Bandaríkjaforseti varð í gær fyrsti forseti Bandaríkjanna til þess að formlega lýsa fjöldamorðunum á Armenum árið 1915 sem þjóðarmorði. Morðin áttu sér stað í þá deyjandi Ottómanveldinu þar sem nú er Tyrkland. Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað. Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Málið hefur lengi verið viðkvæmt: Tyrkir hafa viðurkennt að morðin hafi átt sér stað en hafa alltaf neitað að kalla þau þjóðarmorð. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, sagði í gær að Tyrkland neitaði algerlega að viðurkenna ákvörðun Bandaríkjanna um að kalla morðin þjóðarmorð. „Við munum ekki leyfa öðrum að kenna okkur sögu okkar,“ skrifaði Cavusoglu á Twitter í gær. Síðdegis í gær greindi svo tyrkneska utanríkisráðuneytið frá því að það hafi boðað bandaríska sendiherrann í Tyrklandi á sinn fund. Bandaríkjaforsetar og ríkisstjórnir þeirra hafa aldrei áður sagt opinberlega að morðin hafi verið þjóðarmorð vegna áhyggna um að það myndi mynda spennu í sambandi ríkjanna, en Tyrkland er einnig meðlimur Atlantshafsbandalagsins. Kaliforníubúar gengu í gegn um borgina í gær til þes að minnast þjóðarmorðs Tyrkja á Armenum.EPA-EFE/ETIENNE LAURENT Þjóðarmorðin á Armenum 1915 má rekja til stríðs Rússa og Tyrkja um yfirráðasvæði í Kákasusfjöllunum. Löndin höfðu lengi deilt og átt í stríðum allt frá sextándu öld og var þar gjarnan deilt um yfirráð á Balkanskaganum og í Kákasusfjöllum. Eftir sigur Rússa í stríði ríkjanna árið 1914 héldu Ottómanar því fram að kristnir Armenar hafi svikið land sitt, Ottómanveldið, og gengið til liðs við Rússa. Armenum var útskúfað af heimkynnum sínum og voru þeir fluttir í massavís til sýrlensku eyðimerkurinnar og annarra svæða. Hundruð þúsundir Armena fórust, þeir voru margir myrtir en margir dóu úr sulti eða af veikindum eftir útskúfunina. Lengi hefur verið deilt um fjölda þeirra Armena sem fórust í aðför Tyrkja að þeim. Armenar hafa lengi sagt að allt að 1,5 milljón hafi farist en Tyrkir halda því fram að aðeins um 300 þúsund hafi farist. Samkvæmt tölum International Association of Genocide Scolars fórust meira en milljón Armena. Þrátt fyrir að Tyrkir hafi viðurkennt ódæðisverkin sem áttu sér þarna stað hafa þeir alltaf neitað því að kerfisbundin aðför að kristnum Armenum hafi átt sér stað.
Tyrkland Bandaríkin Joe Biden Armenía Tengdar fréttir Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46 Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47 Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Sjá meira
Einn þingmaður kom í veg fyrir viðurkenningu á þjóðarmorðinu í Armeníu Einungis nokkrum klukkustund eftir að hann fundaði með Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, kom þingmaðurinn Lindsey Graham í veg fyrir að öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti ályktun um viðurkenningu á þjóðarmorði Tyrkja gagnvart Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. 14. nóvember 2019 16:46
Viðurkenna fjöldamorðin á Armenum sem þjóðarmorð Fulltrúadeild Bandaríkjaþings samþykkti í gærkvöldi með yfirgnæfandi meirihluta ályktun þar sem segir að fjöldamorð Tyrkja á Armenum í fyrra stríði skuli viðurkennd sem þjóðarmorð. 30. október 2019 07:47
Ísraelskir þingmenn vilja fordæma þjóðarmorð Tyrkja á Armenum Þingmenn tveggja flokka á ísraelska þinginu ætla að leggja fram lagafrumvarp þess efnis að Ísrael viðurkenni þjóðarmorð Tyrkja á Armenum fyrir rúmum hundrað árum. 16. maí 2018 12:14