Áætlar að nýja skiltið kosti tíu til tólf milljónir: „Við erum voðalega stolt af þessu“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. apríl 2021 14:28 Skiltið er af stærri gerðinni. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, er ánægður með útkomuna. Vísir/samsett Þeir sem leið hafa átt um Hellisheiði nýlega hafa eflaust orðið varir við nýtt gríðarstórt skilti sem þar hefur verið sett upp með nafni sveitarfélagsins Ölfus. Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss, kveðst afar stoltur af skiltinu og segist nær eingöngu hafa skynjað jákvæð viðbrögð. Hann áætlar að kostnaður vegna skiltisins nemi á bilinu tíu til tólf milljónum. „Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Þetta er búið að vera í undirbúningi í svolítinn tíma, við lögðum svolítið í hönnunina á þessu, vildum að þetta hefði þetta útlit sem þarna er. Við veltum ýmsu öðru fyrir okkur, svo sem hleðslugrjóti og fleiru, en með því að nota corten-stál og steypu er þetta svolítil tilvísun í hafnargerðina hjá okkur og fyrir framan þetta kemur svo dolos sem er undirstaðan í hafnarþróuninni í Þorlákshöfn og táknið í byggðarmerkinu okkar,“ útskýrir Elliði í samtali við Vísi. Skiltið var sett upp á dögunum.Vísir/Þórir „Við erum náttúrlega með þessu dálítið bæði að minna á að þetta er sérstakt sveitarfélag fyrir margar sakir og íbúar eru mjög stoltir af sínu sveitarfélagi og stoltir af þessari sérstöku náttúru sem þarna er, innan örfárra metra þegar farið er fram hjá byggðarskiltinu fer fólk til dæmis fram hjá stærsta jarðvarmaveri í heimi og okkur fannst kominn tími til þess að notfæra okkur það, það liggur fjölmennur vegur þarna í gegn og að fólk sé meðvitað að það sé komið út fyrir borgina,“ segir Elliði. Baklýsing bætist við Hann segir nokkuð marga hafa komið að hönnun skiltisins. „Það var fyrst og fremst tæknideildin hjá okkur sem kom að þessu, Kristinn Pálsson arkitekt, hann átti stærstan hlut í hönnuninni en í samstarfi við bæði kjörna fulltrúa og aðra starfsmenn.“ Ölfus-skiltið séð að framan.Vísir/Magnús Hlynur En hvað kostaði þetta allt saman? „Þetta eru á milli tíu og tólf milljónir þegar allt er til talið. Það á eftir að koma baklýsing í stafina og þetta náttúrlega verður aðeins dýrara því okkur finnst skipta máli hvar þetta væri, við vildum ekki hafa þetta fjarri þjóðveginum en þó ekki það nærri að það myndi skapast nein umferðarhætta af þessu. Við vildum líka reyna að fella þetta svolítið inn í þessa brekku sem þarna er. En ég hugsa að þegar uppi er staðið komi þetta til með að kosta um tíu til tólf milljónir,“ svarar Elliði. Séð frá skiltinu við þjóðveginn sem liggur um Hellisheiði, í átt til höfuðborgarsvæðisins.Vísir/Þórir Þá segir Elliði sveitarfélagið hafa aflað allra þeirra leyfa sem til þurfti til að reisa skiltið. „Bæði þurfti leyfi hjá Vegagerðinni og svo er sveitarfélagið ekkert undanskilið öðrum þegar kemur að framkvæmdum. Það þarf að ganga í gegnum alla leyfisferla og þar með talið þurfum við að fá heimild hjá sjálfum okkur, það er að segja bygginganefnd og þar fram eftir götunum,“ segir Elliði. Segir mikilvægt að bera virðingu fyrir sérstöðunni Hann segir sveitarfélagið hafa fengið nánast eingöngu jákvæð viðbrögð við skiltinu. „Sérstaklega hjá íbúum. Þetta er svipað og þú gerir væntanlega fyrir framan húsið þitt, þú merkir þér húsið bæði með nafni, götunúmeri og nöfnum eigenda á pósthólfum og hurðum. Það er nú ekkert dýpri hugmyndafræði en það á bakvið þetta,“ segir Elliði. „Það skiptir líka máli fyrir sveitarfélög, og þá ekki síst svona nálægt borginni, að vera meðvituð um að standa vörð um sérstöðuna. Það verður til sérstakur bæjarmórall í öllum bæjum og öllum sveitarfélögum, hver á sinn karakter og við eigum að vera stolt af því. Við eigum að vera stolt af sérstöðu hvers og eins og bera virðingu fyrir sérstöðunni, ekkert eitt er öðru betra en jólatréð er fallegra þegar það er skreytt með mislitum kúlum,“ segir Elliði. „Við erum voðalega stolt af þessu.“ Fjöldi fólks kom að hönnun og uppsetningu skiltisins.Vísir/Þórir
Ölfus Sveitarstjórnarmál Styttur og útilistaverk Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Innlent „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Erlent Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira