Bush sakar flokk sinn um einangrunarhyggju og andúð á innflytjendum Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 11:04 George W. Bush var í viðtölum í bandarískum fjölmiðlum vegna útgáfu nýrrar bókar hans um innflytjendur í síðustu viku. Þar harmaði hann hvernig komið væri fyrir flokki hans. AP/Alyssa Pointer/Atlanta Journal-Constitution Repúblikanaflokkurinn í Bandaríkjunum hefur gefið sig á vald einangrunarhyggju og verndarstefnu, að mati George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta. Hann hefur sérstakar áhyggjur af orðræðu flokkssystkina sinna í garð innflytjenda. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021 Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Bush var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009 á tíma en hann hafði áður verði ríkisstjóri í Texas þar sem margir íbúar eru innflytjendur, sérstaklega af rómansk-amerískum ættum. Í tíð Bush reyndu repúblikanar að höfða til rómansk-amerískra kjósenda en síðan þá hefur Repúblikanaflokkurinn aðhyllst vaxandi harðlínustefnu í innflytjendamálum. Í viðtali við NBC-sjónvarpsstöðina í síðustu viku lýsti Bush áhyggjum af þróun flokksins. „Þetta er fallegt land sem við eigum en það er ekki fallegt þegar við fordæmum, uppnefnum fólk og ölum á ótta fólks við innflytjendur,“ sagði fyrrverandi forsetinn í viðtalinu. Nefndi hann þó ekki Donald Trump, fyrrverandi forseta, á nafn en ríkisstjórn hans takmarkaði möguleika útlendinga á að koma til Bandaríkjanna, hvort sem er löglega eða ólöglega. Eitt helsta stefnumál Trump var að reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó til að loka landinu fyrir innflytjendum frá Mið- og Suður-Ameríku. Hópur repúblikana í fulltrúadeild Bandaríkjaþings íhugar nú að stofna sérstakan þingflokk utan um slagorð Trump um „Bandaríkin fyrst“. Þau áform virðast byggjast á útlendingafælni að hluta til. Í gögnum um stofnun þingflokksins var talað um að halda á lofti „engilsaxneskum stjórnmálahefðum“ og varað við því að innflytjendur ógnuðu „einstakri sjálfsmynd“ Bandaríkjanna. Þegar Bush var beðinn um að lýsa flokknum sínum í viðtalinu vafðist honum ekki tunga um tönn. „Ég myndi lýsa honum með einangrunarhyggju, verndarstefnu og að vissu leyti útilokandi þjóðernishyggju,“ sagði hann. Gerði Bush þó lítið úr eigin afstöðu. „Þetta er ekki beinlínis mín hugsjón sem gamals karls, en ég er bara gamall karl sem er búið að koma í helgan stein.“ Vill ekki kenna neinum um árásina á þinghúsið Margir kjörnir fulltrúar Repúblikanaflokksins tóku undir stoðlausar samsæriskenningar Trump fyrrverandi forseta um að stórfelld svik hefðu kostað hann sigurinn í forsetakosningunum síðasta haust. Þeir órar urðu hópi stuðningsmanna Trump hvatning til að ráðast inn í þinghúsið 6. janúar. Jafnvel eftir að þingmenn beggja flokka þurftu að yfirgefa þingsal og fela sig inni á skrifstofum og undir borðum fyrir æstum múgi sem talaði meðal annars um að hengja Mike Pence varaforseta greiddi meirihluti fulltrúadeildarþingmanna repúblikana atkvæði gegn því að staðfesta úrslit forsetakosninganna. Bush sagði að sér hefði boðið við árásinni á þinghúsið. Hún hafi verið hræðilegur hluti af sögu Bandaríkjanna. Sjálfur vildi hann þó ekki kenna neinum um hvernig fór þennan dag. „Sagan mun fella sinn dóm eftir því sem tíminn líður. Það munu frekari upplýsingar koma fram. En eitt er víst að þetta er bara dapurlegur kafli, dapurlegt augnablik, virkilega dapurlegt,“ sagði Bush. “It made me sick,” former Pres. George W. Bush says of the Jan. 6th assault on the U.S. Capitol. As more rioters continue to be prosecuted, “people deserve to be busted,” he says.“History is going to assess the blame...but one thing is for certain, it’s just a sorry chapter." pic.twitter.com/21o5ThN6YJ— CBS Evening News (@CBSEveningNews) April 20, 2021
Bandaríkin Árás á bandaríska þinghúsið Tengdar fréttir Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Sprengdi sig upp fyrir utan hæstarétt Brasilíu Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Repúblikanar með Hvíta húsið og allt þingið undir sinni stjórn „Valdaskiptin munu ganga svo smurt fyrir sig“ Melania Trump afþakkaði boð Jill Biden Stefnir í hreinsanir innan Pentagon Ætlar að hætta áður en Trump rekur hann Mikil fjölgun í aftökum Rússa á stríðsföngum Hvítrússnesk andófskona skýtur upp kollinum eftir langa þögn Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Sjá meira
Bush segir Bandaríkjamenn geta treyst því að úrslitin séu skýr Repúblikaninn George W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur óskað Joe Biden og Kamölu Harris innilega til hamingju með sigurinn í bandarísku forsetakosningunum 8. nóvember 2020 19:38
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent