Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 12:53 Bílaleigubílar við Keflavíkurflugvöll. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að tveir þriðju hlutar 2% samdráttar í losun frá vegasamgöngum árið 2019 hafi verið tilkomnir vegna fækkunar ferðamanna á milli áranna 2018 og 2019. Vísir/Vilhelm Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01
Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28