Minni losun en enn vantar talsvert upp í Parísarmarkmið Kjartan Kjartansson skrifar 26. apríl 2021 12:53 Bílaleigubílar við Keflavíkurflugvöll. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að tveir þriðju hlutar 2% samdráttar í losun frá vegasamgöngum árið 2019 hafi verið tilkomnir vegna fækkunar ferðamanna á milli áranna 2018 og 2019. Vísir/Vilhelm Losun á gróðurhúsalofttegundum sem eru á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda dróst saman um tvö prósent árið 2019 miðað við árið áður og hefur samdrátturinn ekki verið meiri á milli ára frá 2012. Dregið hefur úr losuninni um átta prósent frá 2005 en markmið Íslands gagnvart Parísarsamkomulaginu er að hún dragist saman um að minnsta kosti 29 prósent á þessum áratug. Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess. Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Umhverfisstofnun skilaði árlegri skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda árið 2019 til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna fimmtudaginn 15. apríl. Losun sem íslensk stjórnvöld þurfa að standa skil á gagnvart Kýótó- og Parísarsamkomulaginu og ESB nam rúmum 2,8 milljónum tonna af koltvísýringsígildum. Þá er hvorki talin með losun og binding vegna landnotkunar né losun frá stóriðju. Ísland tekur þátt í sameiginlegu markmiði Evrópusambandsins og Noregs um 40 prósent samdrátt í losun fyrir árið 2030. Hlutdeild Íslands er að skera losun sína niður um 29 prósent miðað við árið 2005. Stofnanir Evrópusambandsins komu sér saman um að uppfæra sameiginlega markmiðið í 55 prósent á þessum áratug í síðustu viku. Ríkisstjórn Íslands hefur þegar sagst ætla að taka þátt í því markmiði en ekki liggur fyrir hver hlutdeild Íslendinga verður í því. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, sagði að hlutdeild Íslands gæti orðið allt að fjörutíu til fjörutíu og fimm prósent í desember. Samdráttur í vegasamgöngum vegna fækkunar ferðamanna Stærsti einstaki þátturinn í losuninni á beinni ábyrgð íslenskra stjórnvalda er vegasamgöngur sem stóðu fyrir þriðjungi losunarinnar. Olíunotkun á fiskiskipum nam átján prósentum, iðragerjun tíu prósentum, nytjajarðvegur átta prósentum, losun frá kælimiðlum sjö prósentum og losun frá urðunarstöðum sex prósentum. Samdrátturinn er að mestu rakinn til vegasamgangna, fiskiskipa, landbúnaðar og urðunar úrgangs. Þannig dróst losun frá vegasamgöngum saman um tvö prósent frá 2018 til 2019. Hún hafði ekki dregist saman á milli ára frá árinu 2014. Bráðabirgðagreining Umhverfisstofnunar og Hagstofu Íslands bendir til þess að um þriðjungur samdráttar frá vegasamgöngum hafi verið vegna innlendra aðila en tveir þriðju hlutar vegna fækkunar ferðamanna á milli 2018 og 2019. Í landbúnaði dróst losun saman um 13.000 tonn vegna færri húsdýra. Losun vegna urðunar dróst saman um 30.000 tonn sem er aðallega rakið til aukinnar metansöfnunar. Losun fiskiskipa dróst sömuleiðis saman um 30.000 tonn vegna minni olíunotkunar, um 5,4 prósent samdráttur. Losunin jókst í tveimur flokkum, annars vegna frá kælimiðlum þar sem hún jókst um 44 þúsund tonn (27 prósent aukning) og hins vegar frá jarðvarmavirkjunum um sjö þúsund tonn (fimm prósent aukning). Umhverfisstofnun telur að losun frá kælimiðlum hafi náð hámarki sínu árið 2019 vegna aðgerða í málaflokknum. Búist sé við að losun vegna þeirra minnki mikið til 2030. Losun frá landbúnaði dróst meðal annars saman vegna fækkunar húsdýra.Vísir/Vilhelm Jákvæð þróun sögð í bindingu Heildarlosun Íslands dróst einnig saman um tvö prósent þó að losun frá stóriðju sem fellur undir sameiginlegt viðskiptakerfi Evrópusambandsins með losunarheimildir sé talin með. Hún nam rúmum 4,7 milljónum tonna af koltvísýringsígildum fyrir tveimur árum og hafði þá aukist um 28 prósent frá árinu 1990. Aukningin er fyrst og fremst vegna vaxandi umsvifa í málmbræðslu á Íslandi á fyrsta áratug þessarar aldar. Þegar losun og binding vegna landnotkunar og skógræktar er tekin með í reikninginn hefur losun Íslands aukist um 3,1 prósent frá árinu 1990. Umhverfisstofnun segir jákvæða þróun hafa átt sér stað í bindingu í skóglendi. Hún hafi aukist um 10,7 prósent á milli 2018 og 2019 og sé nú í sögulegu hámarki eftir 1990. Losun frá aþjóðaflugi og siglinga falla ekki undir skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Því kemur stór hluti af útblæstri gróðurhúsalofttegunda sem hlýst af ferðamannastraumi til Íslands ekki fram í losunarbókhaldi þess.
Loftslagsmál Umhverfismál Tengdar fréttir Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01 Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28 Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Halda árásum áfram þó vopnahlé eigi að hafa tekið gildi Erlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Fleiri fréttir Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Sjá meira
Segir loftslagsmarkmið Íslands prúttuð niður Þingmaður Pírata segir loftslagsmarkmið Íslands hafa verið prúttuð niður og vill að stjórnvöld setji sér sjálfstæð markmið umfram málamiðlanir við Evrópusambandið. 18. febrúar 2021 19:01
Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda gæti orðið allt að 45 prósent Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að lágmarksframlag Íslands varðandi samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi fari að öllum líkindum úr 29 prósentum í 40 til 45 prósent innan þess sameiginlega markmiðs Noregs og ríkja Evrópusambandsins um að draga úr losun um 55 prósent til ársins 2030. 10. desember 2020 11:28