Ég á þetta, ég má þetta? Hanna Katrín Friðriksson skrifar 26. apríl 2021 14:30 Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Samherjaskjölin Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Sjá meira
Skilaboðin eru skýr. Ekki lenda upp á kant við útgerðarrisann Samherja. Samherjamenn virðast ekki veigra sér við því að hjóla af fullum þunga í einstaka starfsmenn fjölmiðla og eftirlitsstofnana, sem eru að sinna starfi sínu fyrir okkur hin. Fyrir utan kærur til lögreglu ber kostaður áróður á samfélagsmiðlum þess merki að þar sé útgerðarrisinn að bera tennurnar fyrir þingkosningarnar í haust. Í þessu samhengi vil ég gera orð Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra að mínum: „Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá.“ Fyrir þremur mánuðum átti ég frumkvæði að því að Alþingi fól Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra, að láta vinna skýrslu um eignarhald 20 stærstu útgerðarfélaganna í íslensku atvinnulífi. Ég bað um að teknar yrðu saman fjárfestingar útgerðarfélaganna, dótturfélaga þeirra og félaga sem tengjast þeim í íslensku atvinnulífi utan sjávarútvegs. Raunverulegir eigendur? Ég óskaði eftir þessari skýrslu vegna þess að íslenskt samfélag er sérstaklega viðkvæmt fyrir fákeppni. Sú staða getur leitt til verulegrar uppsöfnunar eigna og áhrifa á fárra hendur og dregið um leið úr virkri samkeppni á mörkuðum. Fyrir það geldur almenningur. Þegar við bætist að stærstu útgerðarfyrirtækin eru í sérflokki vegna einkaleyfis á nýtingu á fiskveiðiauðlind þjóðarinnar þá liggur fyrir að það er mikilvægt að fá skýra mynd af raunverulegum áhrifum þessara aðila á íslenskt atvinnulíf og samfélag. Mikilvægt sem aldrei fyrr. Ráðherrar hafa 10 vikur til að skila skýrslum sem Alþingi biður um. Það voru því vonbrigði að fá þau skilaboð fyrst að liðnum 10 vikum að það þyrfti afmarka beiðnina ef takast ætti að vinna verkið. Það hefði verið eðlilegt að fá þau skilaboð mun fyrr í ferlinu og það hefði auðvitað orðið til þess að skýrslan og innihald hennar hefði verið aðgengilegt almenningi fyrr en nú verður. Við þessu var þó brugðist og beiðnin afmörkuð þannig að nú eru ekki 10 ár undir heldur 3 ár. Ráðuneytið fékk þau svör 12. mars en við bíðum enn. Skýrslan hefur enn ekki litið dagsins ljós. Bitlaust auðlindaákvæði Það er ekkert leyndarmál að sumir kollegar mínir á þingi, sem taka líka undir orð Seðlabankastjóra um tangarhald sérhagsmunasamtaka á íslensku samfélagi, eru svartsýnir á að skýrslan berist fyrir þinglok. Stjórnarflokkarnir vilji ekki umræðu í samfélaginu um útgerðarrisana í kosningabaráttunni. Ég er hins vegar óbilandi bjartsýnismanneskja og trúi því að almenningur fái þessa skýrslu tímanlega í hendurnar. Það er almannahagsmunamál að það liggi skýrt fyrir hver ítök stórútgerðarinnar eru í íslensku atvinnulífi og í íslensku samfélagi. Framganga Samherja undanfarið varpar því miður enn skýrara ljósi á það. Og í því ljósi er rétt að skoða baráttuna um auðlindaákvæði stjórnarskrárinnar. Mun ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur gera alvöru úr því að tryggja bitlaust ákvæði sem engu breytir eins og frumvarp hennar ber skýrt með sér? Á virkilega ekki að svara ákalli almennings sem vill skýrt ákvæði um tímabindingu á afnotarétti af sjávarauðlindinni og eðlilegt gjald fyrir slík einkaafnot af þjóðareign? Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun