Sif spilaði fyrsta leikinn í eitt og hálft ár: „Er á undan áætlun“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. apríl 2021 09:01 Sif Atladóttir hefur leikið 82 landsleiki. vísir/bára Sif Atladóttir lék sinn fyrsta leik síðan í október 2019 þegar hún kom inn á sem varamaður undir lokin í 2-1 sigri Kristianstad á Djurgården í sænsku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif. Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira
Sif missti af öllu síðasta tímabili en hún eignaðist sitt annað barn í september í fyrra. „Þetta var bara geggjað. Ég bjóst ekkert endilega við að vera hent inn á en ég er töluvert á undan áætlun miðað við það sem ég hugsaði sjálf. Þetta var bara mikið gleðiefni og gaman að losa um mesta stressið,“ sagði Sif í samtali við Vísi. Hún bjóst alls ekki við að vera komin aftur á fulla ferð jafn snemma og raun bar vitni. Sif er þó með báða fætur á jörðinni og býst ekki við að berjast um sæti í byrjunarliði Kristianstad fyrr en seinni hluta tímabilsins. „Eftir fyrri meðgöngu tók það mig alveg heilt ár að fá snerpuna og allt til baka. En það var líka annar tími á árinu. Ég byrjaði að spila fjórum mánuðum eftir barnsburð en var alls ekki tilbúin í það. Ég hef fengið lengri undirbúning núna og getað byggt mig betur upp. Ég hugsaði að fyrsta markmiðið væri að vera komin á bekkinn fyrir fyrsta leik en það var frekar fjarlægur draumur. En það er að ganga upp,“ sagði Sif. „Ég hugsaði að fyrri hluta tímabils gæti ég verið sterk að koma inn af bekknum. Allt annað var bónus. Svo stefndi ég að því að berjast um sæti í liðinu eftir sumarfrí. En ég er aðeins á undan áætlun og það verður spennandi að sjá hvernig ég bregst við á næstu vikum. Planið er samt það sama. Pressan sem ég set á sjálfa mig er ekki að berjast um byrjunarliðssæti fyrr en í haust. En það gæti komið fyrr miðað við hvernig mér líður.“ Aðrar aðstæður en síðast Sif segist hafa verið fljótari að ná sér núna en eftir fyrri meðgönguna. Hún eignaðist fyrra barn sitt 2015. „Líklega en það hefur eitthvað með það að gera að í fyrri fæðingunni sat hún föst í fjörutíu tíma og endaði með bráðakeisaraskurði. Ég var svolítið lengi að jafna mig eftir það. En núna var þetta fyrirfram ákveðinn keisari,“ sagði Sif. „Svo náði ég að byggja mig betur upp frá byrjun en síðast. Þá var ég á miðju tímabili, hópurinn hjá okkur var þunnur og ég þurfti að vera komin til baka, líka fjárhagslega. Fæðingarorlofið mitt var að renna út á þeim tíma sem ég byrjaði aftur í september. Aðstæðurnar eru aðrar en ég held ég sé á betri stað en síðast,“ sagði Sif. Erfiðara að komast í liðið Lið Kristianstad er líka talsvert sterkara en síðast þegar Sif sneri aftur eftir barneignarleyfi. „Félagið er á miklu betri stað en þá. Að sama skapi er kannski erfiðara fyrir mig að koma mér til baka því hópurinn er sterkari og fleiri leikmenn að berjast um stöður. Það er meira krefjandi fyrir mig en gaman að gera veitt ungu leikmönnunum smá samkeppni. Mér fylgir reynsla sem er erfitt að kaupa sér,“ sagði Sif. Munu ekki fagna 3. sætinu Í fyrra náði Kristianstad besta árangri í sögu félagsins þegar það endaði í 3. sæti sænsku úrvalsdeildarinnar. Með því tryggði Kristianstad sér sæti í Meistaradeild Evrópu í fyrsta skipti. Stefnan er sett á að gera betur í ár. „Kristianstad mun ekki fagna 3. sætinu aftur eins og við gerðum í fyrra. Við stefnum auðvitað um að komast ofar í töfluna,“ sagði Sif. En þýðir það ekki að Kristianstad ætli að berjast um sænska meistaratitilinn? „Það er ekki langt eftir en við vitum hvað við eigum inni frá því í fyrra og stefnum á að gera betur. Aðalmálið er að einbeita okkur að okkar leik. Ég veit hvað býr í þessu liði og við stefnum hærra,“ svaraði Sif.
Sænski boltinn Íslendingar erlendis Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Sex í röð hjá Napólí Juventus lagði AC Milan Ollie Watkins gerði Arsenal skráveifu Sjöunda tap Leicester í röð Núnez með tvö mörk í uppbótartíma Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Kluivert með þrennu í fyrsta leik dagsins Elísabet sögð vera að taka við belgíska landsliðinu FIFA setur forsetann í bann fyrir að kalla konu feita Haaland sagður fá yfir tólf milljónir í laun á dag næsta áratuginn Hákon skoraði í endurkomusigri Lille Samingur Haaland slæmar fréttir fyrir Alan Shearer Endrick tileinkaði Rüdiger mörkin sin: Hann hrósar mér aldrei Denis Law látinn Misstu niður tveggja marka forystu og bíða lengur eftir fyrsta sigri ársins Sara Björk skoraði á móti toppliðinu Arnar byrjar á því að fara á Anfield og horfa Hákon spila Hrósar Frey í erlendum miðlum: „Einn hæfileikaríkasti þjálfari Norðurlandanna“ Fer Garnacho frá Manchester United? Chelsea hefur áhuga Solskjær tekinn við Besiktas City búið að finna sinn Salah? Hetja United: „Ein besta vika lífs míns“ Neymar segir að Mbappé hafi verið afbrýðisamur út í Messi Víkingar fá mikinn liðsstyrk Haaland skrifaði undir níu og hálfs árs samning við City Úrslit breyta öllu: „Arnar gerir sér grein fyrir því“ Bitur reynsla Arnars nú skilaboð til leikmanna Íslands: „Í guðanna bænum“ Endrick reddaði Real Madrid í framlengingunni Diallo bjargaði málunum fyrir United á Old Trafford Sjá meira