Katrín: Stórfyrirtæki sem misbjóða samfélaginu missa virðinguna Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. apríl 2021 18:25 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, var ásamt öðrum ráðherrum innt eftir svörum um Samherjamálið á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Mennta- og menningarmálaráðherra segir Samherja hafa gengið of langt í viðbrögðum sínum við umfjöllun um fyrirtækið. Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.” Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens blandaði sér í deilur Samherja við Ríkisútvarpið um helgina og í færslu sem vakti mikla athygli sagði hann sláandi að þingmenn þegi yfir málinu. Segja má að þingheimur hafi svarað kallinu og hefur hver á fætur öðrum fordæmt aðfarir Samherja í dag með greinarskrifum og færslum á Facebook. Fyrirtækið hefur jafnframt verið til umræðu á Alþingi og þá einnig í tengslum við viðtal Stundarinnar við Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóra, sem birtist fyrir helgi. Guðmundur Andri Thorsson, þingmaður Samfylkingar, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag. „Varnir fyrirtækisins hafa ekki falist í því að hrekja það efnislega sem kom fram í þessum þáttum [Kveik] heldur hinu að sverta heimildarmenn og veitast að fréttamönnum sem efnið unnu með kærumálinu til siðanefndar og dreifingu á áróðursmyndböndum, þar sem sérstaklega hefur verið vegið að Helga Seljan, fréttamanninum sem bar hitann og þungann af þessari þáttagerð,” sagði Guðmundur og innti Lilju eftir hennar skoðun á athæfinu. Lilja sagði Samherja hafa gengið of langt. „Hann gengur of langt í sínum viðbrögðum og mér finnst eins og þau séu að þetta sé gert til að að þreyta laxinn, að vonast til þess að hann gefist upp, en þessi lax sem þeir eru að fást við bregst frekar þannig við að hann er að styrkjast,” sagði Lilja. Lilja Alfreðsdóttir, menntamálaráðherra, segir Samherja hafa gengið of langt.Vísir/Vilhelm Olga Margrét Cilia, þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra, jafnframt hvort gripið yrði til aðgerða vegna myndbandsherferðar Samherja. „Það er nokkuð ljóst að Samherja þykir það fullkomlega eðlilegt að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburðarherferð og mannorðsmorð gagnvart Helga Seljan sem nú stendur yfir,” sagði Olga. „Ætlar hæstvirtur forsætisráðherra að láta það óátalið að verið sé að nota auðlindarentu þjóðarinnar í rógburð og mannorðsmorð gagnvart fjölmiðlamanni sem gerði það sem hans fagstétt á einmitt að gera og benti á spillingu Samherja?” Katrín svaraði vísaði í tjáningarfrelsið. „Það er auðvitað flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður en stórfyrirtækin sem mikil ítök hafa í samfélaginu, ef þau misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum þá munu þau missa virðingu þess sama samfélags,” sagði Katrín. „Ég held að það sé mjög flókið að setja tjáningarfrelsinu skorður í þeim efnum. Við getum sett skýrar reglur um auðlindanotkunina, stutt betur við fjölmiðla til að sinna sínu hlutverki. En ég held líka að ef menn misbjóða samfélaginu með málflutningi sínum muni það hafa áhrif á þeirra stöðu í samfélaginu.”
Alþingi Samherjaskjölin Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira