Innlent

Bein út­sending: Um­hverfis­þing

Atli Ísleifsson skrifar
Þingið stendur milli klukkan 13 og 16 i dag og er öllum opið.
Þingið stendur milli klukkan 13 og 16 i dag og er öllum opið. UAR

Umhverfisþing, það tólfta í röðinni, er haldið í dag milli 13 og 16. Umfjöllunarefni þingsins að þessu sinni eru náttúruvernd, loftslagsmál og hringrásarhagkerfið, en hægt verður að fylgjast með útsendingunni í spilara að neðan.

Á vef umhverfis- og auðlindaráðuneytið segir að í báðum málstofum þingsins verði efnt til pallborðsumræðna þar sem gestir þingsins geti sent inn spurningar og vangaveltur í gegn um Slido forritið sem verður aðgengilegt á þingdegi.

Drög að dagskrá

  • 13:00 Þingforseti býður gesti velkomna
  • 13:05 Ávarp og þingsetning Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra
  • 13:15 Kuðungurinn - umhverfisverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins afhentur
  • 13:20 Varðliðar umhverfisins útnefndir
  • 13:25 Ávarp frá Umhverfisstofnun Sameinuðu þjóðanna Inger Andersen, framkvæmdastjóri UNEP

13:35 Loftslagsmál og hringrásarhagkerfið - málstofa

Blaðinu snúið við í loftslagsmálum Myndbandsinnslag

  • Orkuskipti í samgöngum – á ferð til framtíðar Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdarstjóri Orkuseturs
  • Carbfix – grjóthörð loftslagslausn Edda Sif Aradóttir, framkvæmdastýra Carbfix

Hvað er hringrásarhagkerfið? Myndbandsinnslag

  • Tækifærin í hringrásarhagkerfinu – hvað segja Norðurlönd? Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá Environice
  • Í upphafi skyldi endinn skoða - Agnes Freyja Björnsdóttir og Silvía Sif Ólafsdóttir, vöruhönnuðir hjá Studio allsber

Pallborðsumræður - þátttakendur eru, auk fyrirlesara:

  • Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar
  • Ragna Benedikta Garðarsdóttir, dósent í félagssálfræði við Háskóla Íslands
  • Bjarni Herrera, forstöðumaður sjálfbærniráðgjafar KPMG
  • Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs
  • Þóra Margrét Þorgeirsdóttir, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

14:55 Náttúruvernd - málstofa

Átak í friðlýsingum Myndbandsinnslag

  • Vernd og endurheimt vistkerfa, fyrir náttúruna, loftslagið og okkur Þórunn W. Pétursdóttir, sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags hjá Landgræðslunni
  • Landbúnaður og náttúruvernd (LOGN) á Álftavatni Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur í sveit
  • Verndarsvæði í hafi - samkomulag danska sjávarútvegsins og náttúruverndarhreyfingarinnar Aimi Hamberg, Danmarks Naturfredningsforening
  • Kortlagning síðustu víðerna Evrópu Steve J. Carver, Háskólanum í Leeds

Pallborðsumræður - þátttakendur eru:

  • Þórunn W. Pétursdóttir, sviðsstjóri sjálfbærni og loftslags, Landgræðslan
  • Ragnhildur Sigurðardóttir, umhverfisfræðingur í sveit, Álftavatn
  • Þorvarður Árnason, forstöðumaður, Rannsóknarsetur HÍ á Höfn í Hornafirði
  • Þorgerður María Þorbjörnsdóttir, aktívisti og fv. formaður Ungra umhverfissinna
  • Snorri Sigurðsson, líffræðingur
  • Erla Friðriksdóttir, formaður, Breiðafjarðarnefnd

16:00 Þingslit

Þingforseti: Brynja Þorgeirsdóttir

Erindi erlendra fyrirlesara eru ýmist þýddar eða glærur eru á íslensku.

Dagskrá er birt með fyrirvara um breytingar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×