Tófa blandar sér í hóp hinna meintu fávita Jakob Bjarnar skrifar 27. apríl 2021 10:20 Í morgun skottaðist tófa fram hjá vefmyndavél Ríkisútvarpsins eins og ekkert væri sjálfsagðara. skjáskot Mannfólkið er sannarlega ekki það eina sem hefur áhuga á gosinu í Geldingadölum. Þeir sem voru að virða fyrir sér gosið í vefmyndavél Ríkisútvarpsins í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu vel haldna tófu birtast á skjánum. Þetta var um klukkan 08:40 í morgun. Hún skottaðist fram hjá myndavélinni eins og ekkert væri sjálfsagðara, lét sér hvergi bregða og virti engar lokanir. Klippa: Refur í Geldingadölum Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“, sem gengur út á að hæðast að þeim sem álpast fyrir myndavélina og glenna sig jafnvel þar, var að sjálfsögðu á vaktinni. En tófan hefur sloppið að mestu við að vera dregin sundur og saman í nöpru háði. Þar hefur myndbrotið verið birt og sparar fólk sig í skömmun. Einn þar segir reyndar að rétt sé að panta refaskyttu á staðinn en önnur segir að þarna sé „sætasti fávitinn“ mættur. Enn meðlimur í hópnum vekur máls sá því að tófan sé feit og pattaraleg og greinilegt að nóg sé af æti fyrir hana á Reykjanesi. Þá telur einn, sem birtir mynd af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni og jarðfræðingi af Melrakkastéttu með, að forseti Alþingis hljóti að hafa týnt gæludýrinu sínu. Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Þeir sem voru að virða fyrir sér gosið í vefmyndavél Ríkisútvarpsins í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu vel haldna tófu birtast á skjánum. Þetta var um klukkan 08:40 í morgun. Hún skottaðist fram hjá myndavélinni eins og ekkert væri sjálfsagðara, lét sér hvergi bregða og virti engar lokanir. Klippa: Refur í Geldingadölum Facebook-hópurinn „Fávitavarpið í Geldingahrauni“, sem gengur út á að hæðast að þeim sem álpast fyrir myndavélina og glenna sig jafnvel þar, var að sjálfsögðu á vaktinni. En tófan hefur sloppið að mestu við að vera dregin sundur og saman í nöpru háði. Þar hefur myndbrotið verið birt og sparar fólk sig í skömmun. Einn þar segir reyndar að rétt sé að panta refaskyttu á staðinn en önnur segir að þarna sé „sætasti fávitinn“ mættur. Enn meðlimur í hópnum vekur máls sá því að tófan sé feit og pattaraleg og greinilegt að nóg sé af æti fyrir hana á Reykjanesi. Þá telur einn, sem birtir mynd af Steingrími J. Sigfússyni, þingmanni og jarðfræðingi af Melrakkastéttu með, að forseti Alþingis hljóti að hafa týnt gæludýrinu sínu.
Dýr Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira