Bretar gera sig breiða og sigla flota um höf Asíu Samúel Karl Ólason skrifar 27. apríl 2021 10:18 Breska flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth. EPA/GERRY PENNY Bretar munu í næsta mánuði senda herflota á siglingu um Asíu og Kyrrahaf. Um stærsta flota Bretlands í áraraðir er að ræða og verður nýja flugmóðurskipið HMS Queen Elizabeth í flotanum. Það er annað flugmóðurskip Bretlands og stærsta herskip sem ríkið hefur sett á flot. Flotinn mun heimsækja Indland, Japan, Suður-Kóreu, Singapúr og fjölda annarra ríkja. Þá mun flotinn taka þátt í æfingum og er áætlað að siglingin muni taka um hálft ár. Auk flugmóðurskipsins verður flotinn skipaður sex öðrum herskipum og kafbáti. Herskip frá Bandaríkjunum og Hollandi munu einnig fylgja flotanum. Með siglingunni vilja Bretar sýna að þeir ætla sér að hafa áhrif á alþjóðasviðinu og auka viðveru sína í Asíu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, sagði í gær að siglingin myndi styrkja pólitísk samskipti Breta við bandamenn í Asíu. Hann sagði að markmiðið væri ekki að ögra ríkjum Asíu og vísaði hann sérstaklega til Kína. Líkur eru á því að flotanum verði siglt í gegnum Suður-Kínahaf, sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar, þá tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í síðasta mánuði að Bretar myndu leggja sérstaka áherslu á Asíu á komandi árum, í kjölfar útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Greinendur segja í samtali við blaðamenn CNN að flotinn verði sá öflugasti sem Evrópuríki hafi gert út um árabil, þó hann gæti ekki staðið í hárinu á einum af flotum Bandaríkjanna. Bretland Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira
Flotinn mun heimsækja Indland, Japan, Suður-Kóreu, Singapúr og fjölda annarra ríkja. Þá mun flotinn taka þátt í æfingum og er áætlað að siglingin muni taka um hálft ár. Auk flugmóðurskipsins verður flotinn skipaður sex öðrum herskipum og kafbáti. Herskip frá Bandaríkjunum og Hollandi munu einnig fylgja flotanum. Með siglingunni vilja Bretar sýna að þeir ætla sér að hafa áhrif á alþjóðasviðinu og auka viðveru sína í Asíu. Ben Wallace, varnarmálaráðherra, sagði í gær að siglingin myndi styrkja pólitísk samskipti Breta við bandamenn í Asíu. Hann sagði að markmiðið væri ekki að ögra ríkjum Asíu og vísaði hann sérstaklega til Kína. Líkur eru á því að flotanum verði siglt í gegnum Suður-Kínahaf, sem Kínverjar hafa gert ólöglegt tilkall til. Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar, þá tilkynnti Boris Johnson, forsætisráðherra, í síðasta mánuði að Bretar myndu leggja sérstaka áherslu á Asíu á komandi árum, í kjölfar útgöngu ríkisins úr Evrópusambandinu. Greinendur segja í samtali við blaðamenn CNN að flotinn verði sá öflugasti sem Evrópuríki hafi gert út um árabil, þó hann gæti ekki staðið í hárinu á einum af flotum Bandaríkjanna.
Bretland Suður-Kínahaf Hernaður Mest lesið Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna Erlent Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Sjá meira