Hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. apríl 2021 16:41 Marek Moszczynski, hinn ákærði í málinu, í dómsal í ásamt verjanda sínum og túlki í gær. Vísir/vilhelm Marek Moszczynski, sem ákærður er fyrir að hafa banað þremur með íkveikju við Bræðraborgarstíg í fyrrasumar, hélt á kveikjara þegar hann var handtekinn við rússneska sendiráðið skömmu eftir að kveikt var í húsinu þann 25. júní. Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag. Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira
Þetta kom fram við aðalmeðferð í málinu nú síðdegis. Marek, pólskur karlmaður á sjötugsaldri, er ákærður fyrir brennu, manndráp og tilraun til manndráps með því að hafa kveikt í á þremur stöðum í húsinu 25. júní í fyrra. Þrír létust í brunanum. Marek neitar sök en hann er metin ósakhæfur samkvæmt yfirmati geðlækna. Hann var viðstaddur aðalmeðferðina í dag líkt og í gær. Hann er einnig ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa veist að tveimur lögreglumönnum sem handtóku hann fyrir utan rússneska stjórnarráðið um þrjátíu til fjörutíu mínútum eftir að eldurinn kom upp í húsinu. Fram kom við aðalmeðferðina í dag að Marek hefði sést kasta sólgleraugum, um fimm pörum, út um glugga á herbergi á húsinu að Bræðraborgarstíg skömmu fyrir brunann. Nokkrum mínútum síðar sást hann ganga upp Bræðraborgarstíginn með föt á bakinu - og nokkrum mínútum eftir það tóku vitni eftir því að reykur kom út um gluggann á herberginu. Annar lögreglumannanna sem handtók Marek við sendiráðið kom fyrir dóm í dag. Hann lýsti því að Marek hefði látið öllum illum látum við sendiráðið og meðal annars slegið lögreglumennina tvo með mottu. Þeir hefðu á endanum náð að yfirbuga hann og færa í járn. Fljótlega hefði komið í ljós tenging hans við Bræðraborgarstíg og hann vistaður í fangaklefa. Munirnir sem Marek hafði með sér hefðu verið á víð og dreif við sendiráðið, meðal annars fáni með Vladímír Pútín Rússlandsforseta og föt. Kolbrún Benediktsdóttir héraðssaksóknari spurði lögreglumanninn þá hvort Marek hefði verið með kveikjara við handtökuna. Já, svaraði lögreglumaðurinn. Marek hefði haldið á kveikjara í öðrum lófanum þegar hann var settur í handjárn. Aðalmeðferðin hefur nú staðið yfir í tvo daga og áfram verða vitnaleiðslur í Héraðsdómi Reykjavíkur á morgun. Þá verður málflutningur í málinu á föstudag.
Bruni á Bræðraborgarstíg Reykjavík Dómsmál Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Sjá meira