Maxwell neitað um lausn gegn tryggingu enn eina ferðina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2021 23:48 Réttarteikning af Maxwell (t.h.) AP Photo/Elizabeth Williams Bandarískur áfrýjunardómstóll hefur hafnað beiðni Ghislaine Maxwell, sem ákærð er fyrir mansal og hlutdeild í kynferðisglæpum barnaníðingsins Jeffrey Epstein, um að geta losnað úr varðhaldi gegn tryggingu. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm. Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Reuters greinir frá því að Maxwell hafi haldið því fram fyrir dómi að fangaverðir í fangelsinu í Brooklyn, þar sem henni er nú haldið, vekja hana reglulega á nóttunni til þess að tryggja að hún fremji ekki sjálfsvíg, líkt og Epstein gerði í ágúst 2019. Hefur verjandi Maxwell meðal annars sagt frá því að fangaverðir lýsi vasaljósi í augu hennar á fimmtán mínútna fresti á nóttunni, til þess að kanna hvort hún sé með lífsmarki. Í úrskurði dómsins kom fram að ef Maxwell væri haldið vakandi af fangavörðum ætti hún að leita til dómarans sem hefur yfirumsjón með máli hennar. „Ég er miður mín. Ef kerfið leyfir það að 59 ára konu sem er saklaus uns sekt er sönnuð, með engan brotaferil sé haldið og hún látin vera í aðstæðum sem jafna má við pyndingar, bara vegna gamalla tengsla hennar við Jeffrey Epstein, þá erum við í vondum málum,“ hefur Reuters eftir David Markus, verjanda Maxwell. Maxwell kveðst saklaus af öllum ásökunum á hendur sér en hún er ákærð fyrir mansal og að hafa átt þátt í því að Epstein kæmist í tæri við fjórar táningsstelpur sem hann misnotaði á árunum 1994 til 2004. Þetta er í þriðja skipti sem dómarinn í málinu, Alison Nathan, hafnar því að gera Maxwell kleift að losna úr varðhaldi gegn tryggingu. Telur hún að töluverð hætta sé á að Maxwell muni hlaupast á brott, verði fallist á lausn hennar gegn tryggingu, og að ekkert sem hún byði fram myndi tryggja að Maxwell mætti í réttarsal þegar þar að kæmi. Þá hafa verjendur Maxwell teflt fram því sjónarmiði að aðstæður í fangelsinu komi í veg fyrir að hún geti með fullnægjandi hætti búið sig undir réttarhöldin yfir henni, sem eiga að hefjast 12. júlí næstkomandi. Verði Maxwell fundin sek gæti hún átt yfir höfði sér allt að 80 ára fangelsisdóm.
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Bandaríkin Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Fleiri fréttir Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Sjá meira
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52