Ákærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Kjartan Kjartansson skrifar 28. apríl 2021 23:52 Sakborningarnir þrír, frá vinstri: Travis McMichael, Gregory McMichael og William Bryan. Travis er ákærður fyrir að hafa skotið Arbery þrisvar sinnum með haglabyssu. AP/Fangelsið í Glynn-sýslu Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar. Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Arbery var að skokka í gegnum úthverfi í Brunswick í Georgíu í febrúar í fyrra þegar feðgarnir Travis og Gregory McMichael veittu honum eftirför á pallbíl. Þeir hafa borið því við að þeir hafi grunað Arbery um að hafa staðið að innbrotum í hverfinu og því elt hann þegar þeir komu auga á hann til þess að handtaka hann borgaralega. Þeir stöðvuðu Arbery við þriðja mann og eftir nokkur orðaskipti skutu þeir hann til bana úti á götu. Þriðji maðurinn, William Bryan, sem slóst í eftirförina með feðgunum tók myndband af atvikinu en það fór síðan sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Þremenningarnir voru ákærðir fyrir morð, alvarlega líkamsárás og fleiri brot í Georgíu. Nú sæta þeir jafnframt alríkisákæru fyrir hatursglæp, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Feðgarnir og Bryan eru ákærðir fyrir að brjóta réttindi Arbery og tilraun til frelsissviptingar. McMichael-feðgarnir eru einnig ákærðir fyrir að beita ofbeldi með skotvopni. Í ákæru dómsmálaráðuneytis Bandaríkjanna gegn mönnunum þremur eru þeir sakaðir um að hafa beitt valdi og hótunum til að ógna Arbery og trufla réttindi hans til þess að nota almenningsleið vegna kynþáttar hans. Saksóknarar í Georgíu hafa lagt fram sannanir fyrir því að kynþáttahatur kunni að hafa átt þátt í morðinu. Morðið á Arbery og viðbrögð yfirvalda á staðnum vöktu mikla reiði í fyrra. Enginn var handtekinn vegna málsins í tíu vikur eftir morðið en McMichael eldri er fyrrverandi lögreglumaður. Hreyfing komst ekki á málið fyrr en myndban Bryan lak út. Mennirnir þrír sitja í fangelsi og eiga næst að koma fyrir dómara í næsta mánuði, að sögn AP-fréttastofunnar.
Bandaríkin Drápið á Ahmaud Arbery Tengdar fréttir Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45 „Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16 Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49 Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Fleiri fréttir Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Sjá meira
Þrír ákærðir fyrir morðið á Ahmaud Arbery Þrír menn hafa verið ákærðir fyrir morð vegna dauða Ahmaud Arbery sem var skotinn til bana þegar hann fór út að hlaupa í Georgíu í Bandaríkjunum í febrúar. 24. júní 2020 23:45
„Þegar hann gat ekki hlaupið lengur, þurfti hann að berjast“ Sérstakur málflutningur fór fram í vikunni og hefur vitnisburður mannanna þriggja sem hafa verið ákærðir vegna dauða Ahmaud Arbery varpað frekari ljósi á málið. 5. júní 2020 15:16
Feðgar sem skutu óvopnaðan skokkara handteknir Saksóknarar í Georgíu hafa ákært feðga sem sakaðir eru um að hafa skotið óvopnaðan svartan mann í febrúar fyrir morð. 8. maí 2020 10:49