Gríska undrið náði ekki að klára fyrstu mínútuna og Porter skoraði fimmtíu Sindri Sverrisson skrifar 30. apríl 2021 07:30 Giannis Antetokounmpo virtist þjáður þegar hann féll í gólfið. AP/Mark Mulligan Giannis Antetokounmpo lék aðeins 46 sekúndur í tapi Milwaukee Bucks gegn lakasta liði NBA-deildarinnar, Houston Rockets, í nótt. Hinn tvítugi Kevin Porter skoraði 50 stig fyrir Houston. Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira
Antetokounmpo missti fyrir skömmu af sex leikjum vegna meiðsla og óvíst var með þátttöku hans í leiknum í nótt vegna ökklameiðsla. Grikkinn byrjaði engu að síður leikinn en strax á fyrstu mínútu, þegar hann hljóp að körfunni, steig hann á fót Kelly Olynyk og meiddist í ökklanum. Óvíst er hve alvarleg meiðslin eru en þjálfari Bucks, Mike Budenholzer, sagði að meta þyrfti stöðuna og að kannski yrði hægt að svara einhverju í dag um hve lengi Antetokounmpo yrði frá keppni. Mikil hætta virðist þó á því að Antetokounmpo missi af leikjunum tveimur við Brooklyn Nets sem eru handan við hornið. Með sigri í báðum leikjum á Milwaukee enn möguleika á efsta sætinu í austurdeild en tapið í nótt skemmir reyndar fyrir liðinu sem er í 3. sæti. Þetta var aðeins sextándi sigur Houston á tímabilinu en hinn tvítugi Porter á allan heiðurinn að sigrinum. Porter hafði mest skorað 30 stig í leik í NBA-deildinni og sagðist sjálfur ekki hafa skorað 50 stig í leik síðan í fjórða bekk. 50 PTS (career high) for KPJ 11 AST 9 3PM (career high) @HoustonRockets W@Kevinporterjr becomes the YOUNGEST PLAYER in NBA history with 50+ POINTS and 10+ ASSISTS in a game! pic.twitter.com/l0kMbPNNuJ— NBA (@NBA) April 30, 2021 „Eftir að ég sá þriðja þriggja stiga skotið fara niður þá vissi ég að þetta yrði einstakt kvöld. Þetta var í mínum höndum og ég hélt bara áfram að sækja, og þetta varð að góðu kvöldi,“ sagði Porter sem auk þess átti 11 stoðsendingar og er yngsti leikmaðurinn í sögu NBA til að ná að lágmarki 50 stigum og 10 stoðsendingum í einum leik. Úrslitin í nótt: Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
Detroit 105-115 Dallas Indiana 113-130 Brooklyn Houston 143-136 Milwaukee Minnesota 126-114 Golden State Oklahoma 95-109 New Orleans Denver 121-111 Toronto
NBA Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Liverpool tilbúið að slá metið aftur Enski boltinn Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Seldu fyrir 44 milljónir evrur meira en þeir borguðu Man. Utd ári áður Sport Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Fleiri fréttir Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Sjá meira