Tvær mögulegar „örbylgjuárásir“ til skoðunar í Hvíta húsinu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. apríl 2021 10:11 Deildar meiningar eru uppi um hvort rétt sé að tala um örbylgju „vopn“, jafnvel þótt hernaðaryfirvöld gruni að veikindin megi rekja til aðgerða Rússa. epa/Stefani Reynolds Talsmenn Hvíta hússins segja tvö „óútskýrð heilbrigðistilvik“ til rannsóknar en greint hefur verið frá því að tveir embættismenn í Washinton hafi skyndilega upplifað einkenni á borð við þau sem þjáð hafa einstaklinga sem unnu í sendiráðinu á Kúbu. Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico. Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Kvartanir sendiráðsstarfsmannanna voru lengi hunsaðar, þar til rannsóknir leiddu í ljós að umræddir starfsmenn höfðu hlotið vægan heilaskaða. Vísindaráð Bandaríkjanna telur örbylgjur orsök veikindanna. Svipuð veikindi hafa verið tilkynnt af Bandaríkjamönnum í Kína og hermönnum í Sýrlandi. Leyniþjónustan CIA og hernaðaryfirvöld í Pentagon rannsaka málið. Samkvæmt CNN ná rannsóknir þeirra til tveggja tilvika sem voru tilkynnt í Washington D.C árin 2019 og 2020. Annað átti sér stað við Hvíta húsið í nóvember en þá varð einstaklingur sem situr í þjóðaröryggisráðinu skyndilega veikur. Hitt tilvikið átti sér stað í úthverfi í Arlington. Þá var starfsmaður Hvíta hússins á göngu með hundinn sinn þegar maður steig út úr sendibíl og gekk framhjá henni. Á sama tíma fékk hundurinn flog og strax í kjölfarið fann hún fyrir einkennum; hátíðnisuði í eyrunum, miklum höfuðverk og náladofa í hægri hluta andlitsins. Talsmaður Hvíta hússins sagði heilsu og heilbrigði opinberra starfsmanna forgangsmál og að málið væri til rannsóknar, bæði innanhúss og hjá öðrum stofnunum. Einkenni svokallaðs „Havana-heilkennis“ eru hátíðnisuð í eyra og svima, ógleði og höfuðverk í kjölfarið. Sumir þjást af minnistapi, sem getur orðið viðvarandi. Umfjöllun Guardian. Umfjöllun Politico.
Bandaríkin Hernaður Tengdar fréttir Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir Sjá meira
Örbylgjur orsaka veikindin Dularfullur sjúkdómur sem plagað hefur sendiráðsstarfsmenn Bandaríkjanna á Kúbu er að öllum líkindum orsakaður af örbylgjum sem beint var að sendiráðinu. 6. desember 2020 09:56