Skyldi það vera vegna þess að það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2021 14:31 Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Sjá meira
Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun