Skyldi það vera vegna þess að það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 30. apríl 2021 14:31 Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Viðreisn Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Ummæli Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, um Íslandi sé „að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá“ hafa vakið gríðarlega athygli. Þar var hann m.a. að vísa til þess að opinberir starfsmenn sem vinna við eftirlit í þágu þjóðarinnar hafa lent í því að stórfyrirtæki kæri þá persónulega vegna starfa sinna fyrir almannahag. Flestir geta séð valdaójafnvægið í þeim leik og að slíkar aðgerðir þjóna þeim tilgangi að taka þróttinn úr almannahagsmunum til þess að styrkja sérhagsmunina. Orð eins æðsta embættismanns þjóðarinnar hafa mikla þýðingu. Orðin sagði hann í umfjöllun um það hvernig forsvarsmenn Samherja hafa farið fram. Þarna var hins vegar ekki verið að færa þjóðinni glænýjan sannleika. Eitt stærsta verkefni stjórnmálanna er einmitt það að verja almannahagsmuni og verja þá fyrir ágangi sérhagsmunaafla. Að gæta þess að sérhagsmunirnir séu ekki sterkari í íslensku samfélagi en almannahagsmunirnir. Þar gegnir löggjöfin okkar algjöru grundvallarhlutverk. Með þeim augum verður að rýna stjórnarskrárfrumvarp um auðlindaákvæði, sem er lagt fram af hálfu forsætisráðherra. Hvers vegna? Vegna þess að frumvarpið er þögult um stærstu pólitísku spurningarnar. Þögult um þá þætti sem mestu skipta. Skiptir þessi þögn einhverju máli? Já, vegna þess að þar með er þaggað niður í ákalli þjóðarinnar um eðlilegar leikreglur hvað varðar sjávarauðlindina. En hvað er það sem vantar í frumvarpið? Í ákvæðinu vantar að geta þess að rétturinn til nýtingar sé tímabundinn og að eðlilegt gjald skuli koma fyrir nýtingu á réttinum. Í hinu pólitíska samhengi er þetta það atriði sem öllu máli skiptir, að veiting heimilda sé skýrlega tímabundin. Ef fram kæmi í stjórnarskrárákvæði að rétturinn til að nýta auðlindir væri tímabundinn væri löggjafinn bundinn til þess að útfæra það í annarri löggjöf til hversu langs tíma. Og ef stjórnarskráin væri skýr um þetta atriði gætu flokkar sem verja sérhagsmunina ekki komist hjá því að virða þennan rétt þjóðarinnar yfir auðlindunum sínum. Það getur verið mismunandi eftir því hvaða auðlindir eiga í hlut hvernig reglurnar eru en löggjafinn væri engu að síður alltaf skyldur til þess að gera tímabundna samninga um nýtingu. Í dag býr almenningur við það kerfi að samningar til að nýta sjávarauðlindina eru ótímabundnir. Sjávarútvegurinn er með auðlindina að láni, án þess að tryggt sé að þetta lán verði ekki varanlegt. Tímabinding réttinda er og á að vera meginregla þegar stjórnvöld úthluta takmörkuðum gæðum til hagnýtingar á náttúruauðlindum í þjóðareign. Dæmin sjást reyndar gegnumgangandi í löggjöf um auðlindir. Mest öll orkuframleiðsla í landinu er á forræði ríkis eða sveitarfélaga. Orkulög heimila hins vegar sveitarfélögum að framselja einkaleyfi til að starfrækja hitaveitu um tilgreint tímabil í senn. Í lögum um rannsóknir og nýtingu auðlinda í jörðu er ákvæði um tímabundin leyfi til allt að 65 ára. Í lögum um fiskeldi er mælt fyrir um rekstrarleyfi til 16 ára. Og nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um Hálendisþjóðgarð skilgreinir hálendi Íslands sem náttúruauðlind í þjóðareign. Þar kemur skýrt fram að óheimilt sé að reka atvinnustarfsemi í þjóðgarði nema með tímabundnum samningi. Nýtt auðlindaákvæði Vinstri Grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks er á skjön við almenna lagasetningu um auðlindir. Auðlindaákvæði flokkanna þriggja rammar í reynd inn algjörlega óbreytt ástand, þar sem sjávarauðlindin verður áfram í eigu og á forræði hinna fáu. Skyldi það vera vegna þess að Íslandi er að miklu leyti stjórnað af hagsmunahópum og það er meiri háttar mál að lenda uppi á kant við þá? Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir Skoðun
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun